Fréttablaðið - 18.12.2009, Page 64

Fréttablaðið - 18.12.2009, Page 64
8 • Ég heyrði að þú hafir búið í Brook- lyn? „Já, ég var að læra hljóðblöndun og bjó í helluðu gettói. Við höfðum ekki efni á að leigja á Manhattan, ég var bara með 70.000 kall á mánuði frá LÍN.“ Voru það bara skothvellir og krakk þar? „Já, beisiklí.“ Sástu eitthvað vafasamt þar, eða var það kannski daglegt brauð? „Já, en eftir nokkra mánuði var ég orðinn ónæmur fyrir því. Ég labbaði mína leið og passaði mig á að líta ekki út eins og fórnar- lamb. Mátti ekki sýnast hræddur og labbaði hratt og beint, var ekkert að stoppa.“ Þú komst svo heim fyrir ári? „Já, ég kom heim þegar kreppan skall á. Þá hækkaði leigan um helm- ing og þetta var varla hægt. Þegar ég fór út var dollarinn 65 krónur og það var gott að búa þar. Þá gat ég keypt mér hluti og svona. Í kreppunni hækkaði allt um aðeins meira en helming og fór í fokk. Ég ætlaði að reyna að vera þarna aðeins lengur og komast í starfsnám.“ Þú kláraðir sem sagt námið og ætlaðir að vera áfram úti? „Já. Þegar ég varð að fara heim var ég kominn með pínu sambönd. Addi Intro, félagi minn, kom í heim- sókn og við hittum A&R-mann, einn af aðalmönnunum hjá Shady Rec- ords. Hann hefur fundið takta fyrir 50 Cent og Eminem. Við spiluðum takta fyrir hann og vorum mjög spenntir. Gæjarnir sem eiga takta, sem verða að smáskífulögum, hafa verið að fá eina til tvær milljónir Bandaríkjadala. Hann hlustaði á taktana og skipti alltaf eftir 20 sekúndur, sagði ekki neitt. Svo bara: „Sorry guys. Þetta er ekki að fara á nýju 50 Cent-plötuna eða nýju Eminem-plötuna.“ Hann var að leita að töktum fyrir þá.“ Sjúkur Diddi sendi í gær frá sér myndband við lagið Sjúkur. Myndbandið ætti að vekja athygli og viðlagið verður væntanlega ekki sungið í jólaboð- um: „Ég er sjúkur, maður – sjúklega freðinn og sjúklega graður.“ Lagið er allt öðruvísi en það sem kom frá Forgotten Lores, sem kafaði dýpra ofan í hlutina. Er þetta meðvituð stefnubreyting hjá þér? „Þetta er það sem mig langaði að gera. Persónulega finnst mér núna leiðinlegt að hlusta á rappara sem væla. Ég vildi gera heila plötu þar sem ég kvarta ekki í neinu lagi, ekkert væl og fjallar bara um eitthvað töff eins og djamm, gras og stelpur.“ Er þetta búið að blunda í þér lengi? Nú þegar þú ert búinn að vera að semja öðruvísi tónlist síðustu ár? SKOTHVELLIR Í HELLU GETTÓI Í BROOKLYN PLATA Á ÁRINU Diddi sendi nýlega frá sér lagið Sjúkur og myndbandið má sjá á Youtube. ORÐ: Atli Fannar Bjarkason MYND: Anton Brink „GÆJARNIR SEM EIGA TAKTA, SEM V HAFA VERIÐ AÐ FÁ EINA TIL TVÆR MIL HANN HLUSTAÐI Á TAKTANA OG SKIPT UR, SAGÐI EKKI NEITT. SVO BARA: „SOR FARA Á NÝJU 50 CENT-PLÖTUNA EÐ Diddi Fel hefur síðustu ár rappað með einni af bestu rapphljómsveitum sem Ísland hefur átt; Forgotten Lores. Hljómsveitin er ekki mjög virk þessa dagana, þó að hann segi reyndar að fjögur lög hafi verið samin í ár, þannig að hann vinnur að eigin plötu sem kallast Hesthúsið. Hann er búinn að senda eitt lag úr Hesthúsinu. Lagið heitir Sjúkur og virðist hafa verið samið í bláum skugga. Diddi skefur ekki utan af hlutunum, þó að hann hvetji engan til að feta í sín fótspor og segir allt tal um fyrirmyndir dautt. Það mætti segja að hann sé að springa út núna, með tvö misheppnuð langtímasambönd á bakinu, námsferð til New York og ekkert að fela. „Já, eiginlega. Mig langaði að gera rapp sem ég hef sjálfur gaman af. Það breytist allt, ég skipti um skoðanir eins og föt. Ég fékk ógeð á að hlusta á væmið, jákvætt rapp, sem ég hlustaði einu sinni á. Svo fékk ég ógeð á að hlusta á pólitískt væl. Rapparar eiga að vera hnyttnir og geta frontað. Ef maður er kurteis, venjulegur strákur þá nennir enginn að hlusta.“ Rapparinn Emmsjé Gauti sagði mér að þegar þið færuð saman á Prikið værirðu búinn að fara í sleik við fimm stelpur áður en þið væruð komnir á efri hæðina. Svo sá ég myndbandið, sem er svakalegt. Ertu svona í alvöru? „Já, vá. Ég veð í þessu, þetta er ekk- ert feik. Mér fannst vanta svona kræft dót. Sérstaklega myndband. Mér finnst ógeðslega leiðinlegt þegar þeir sem eru að rappa reyna að vera amerískir. Mér finnst miklu skemmtilegra að sýna hlutina eins og þeir eru á Íslandi. Svona er þetta búið að vera hjá mér frá því að ég hætti með konunni. Klassík. Ég tók þetta öfugt, byrjaði snemma með stelpu og var í tveimur löngum sam- böndum. Þá var ég að hugsa um að fara að eignast barn og kominn í þann pakka. Þegar maður er ekki með neinni stelpu er maður frjáls og góður.“ Þannig að skepnan sem blundað innra með þér er algjörlega brjótas út, nú þegar þú ert að gera þína eigi tónlist og ert ekki með stelpu? „Algjörlega, maður. Svo er líka máli að það var svo erfitt að set‘jann í New York, ef þú átt hvorki pening né bíl þ færðu ekkert að. Ég var alltaf að reyn að hösla einhverjar svartar gellur, fék númerið hjá þeim og svo gekk þett aldrei, maður. Ég gat ekki mætt á b og pikkað þær upp á deit.“ Þannig að þetta er auðveldara Íslandi?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.