Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 86
46 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Kristján Sveinbjörnsson skrifar um fjármál Álftaness Byggðin á Álftanesi, sem lengst af var lítið samfélag, hefur síðustu áratugi stækkað margfalt. Hröðust var uppbyggingin kring- um nýliðin aldamót en þó hefur varla verið ráðist í nýjar bygging- ar íbúðarhúsa síðustu þrjú árin. Mikil aldamótauppbygging kostaði sveit- arsjóð verulega fjármuni sem slegnir voru að láni að mestu erlendis. Nú blasir við að sveitarsjóður Álftaness er að þrotum kom- inn og eftir stendur spurningin um hvern- ig það megi vera? Svarið felst í aldurs- samsetningu íbúa sem lengi hefur verið óhagstæð sveitarsjóði. Álftanes er ungt samfélag þar sem um 19% íbúa eru á grunnskólaaldri á meðan landsmeðaltalið er innan við 14%. Grunn- skólinn er því hlutfallslega um 37% stærri en meðaltal annarra sveitarfélaga. Fræðslu- og æskulýðsmál eru stærstu útgjaldaliðir sveitarfélaga. Á Álftanesi námu þeir málaflokkar 934 milljónum á síðasta ári. Væri sveitarfélagið nær meðaltali má reikna með að kostnaðurinn væri 252 milljónum kr. lægri. Það er nánast sú upphæð sem sveitarsjóð skortir nú meðan útsvarstekjur eru um 810 milljónir og fasteigna- skattar um 75 milljónir. Skattar íbúanna duga því ekki fyrir kostn- aðinum af þessum mikilvægu málaflokkum hvað þá öðrum rekstri. Sveitarfélög landsins hafa jöfnunar- sjóð til að jafna mismunandi stöðu sveitar- félaga. Þrátt fyrir að lögbundið hlutverk jöfnunarsjóðs sé að jafna út útgjöld sveitar félaga gerir hann það aðeins að litlu leyti gagnvart stærsta liðnum, hinum lögbundnu fræðslumálum. Grunnur for- sendna sjóðsins gagnvart grunnskólum landsins er rammskakkur enda er hann frá árinu 1996. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og forsendur fyrir rekstri grunnskóla hafa breyst verulega á 13 árum. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er einnig ætlað að tekjujafna sveitarfélög. Þar sem Álftanes er 10. útsvarshæsta sveitarfélag landsins á hvern íbúa, kemur nær ekkert í þess hlut úr þeim hluta sjóðsins. Því fell- ur Álftanes niður í 70. sæti af 78, þegar reiknað er saman skatttekjur og jöfnunar- sjóður. Þannig er ljóst að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sinnir ekki lögbundnu hlut- verki sínu gagnvart Álftanesi. Nýleg frétt Fréttablaðsins sætir furðu. Þar er haft eftir fulltrúa D-listans að ástæða slæmrar fjárhagsstöðu sveitar- félagsins sé nýbyggð sundlaug! Sú sérstæða fullyrðing er í þokkabót rökstudd með röngum tölum. Af óskiljanlegum ástæðum hefur D-listinn á Álftanesi frá upphafi talið byggingu nýrrar sundlaugar allt til for- áttu, reyndi ítrekað að stöðva framkvæmd- ir á byggingatíma og lét reyna á bygginga- reglugerðir vegna opnunar rennibrautar við laugina. Nú hefur D-listinn endurheimt langþráð völd en þá ber svo við að hann hafnar því að kynna og auglýsa þessa nýju, glæsilegu aðstöðu. Tillaga þess efnis fæst ekki tekin fyrir í bæjarráði. Það er mótsagnakennt að hugsa til þess að sami flokkur og hafði forgöngu um hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fjölskyldufólk skuli ekki hafa séð fyrir aukna þörf á skólahúsnæði og annarri grunnþjónustu s.s. til íþróttakennslu. Þó tekur steininn úr að leggjast gegn úrbót- um á því sviði með öllum tiltækum ráðum. Meðan mikilvægast er að róa öllum árum að því að sækja rétt sveitarfélags- ins og leggja allt kapp á að efla tekjustofn- ana, gefur nýi „starfhæfi“ meirihlutinn hins vegar út opinberar yfirlýsingar um að sveitarfélagið sé tæknilega gjaldþrota og lokar þar með á alla lánafyrirgreiðslu. Nú er svo komið að skuldabréfum í eigu sveitar félagsins er ekki hægt að koma í verð. Er verið að jarða sveitarfélagið Álftanes endanlega með fjölmiðlavaldi? Krafa Álftnesinga er skýr: rétta þarf lögboðinn hlut Álftaness úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Við krefjumst þess að eiga tilverurétt sem sjálfstætt og barnvænt samfélag. Höfundur er bæjarfulltrúi á Álftanesi. Sumir jafnari en Álftnesingar? KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON UMRÆÐAN Helga G. Guðjónsdótt- ir skrifar um Lottó Að undanförnu hefur verið nokkuð fjallað í fjölmiðlum um Íslenska getspá eða Lottóið. Tveir menn hafa verið þar fyrir- ferðarmiklir. Annar er Eiður Guðnason, fyrrver- andi alþingismaður og fyrrverandi sendiherra, en hinn er Ágúst Guð- mundsson, kvikmyndaleikstjóri og núverandi forseti Bandalags íslenskra listamanna. Ólíkt hafast þeir að þessir heiðursmenn þó svo að báðir telji að nú sé tími til kom- inn að skipta lottóágóða Íslenskrar getspár með öðrum hætti en verið hefur því báðir hafa þeir mikinn áhuga á að menningargeirinn fái hlutdeild í ágóðanum af Lottóinu. Starf ungmennafélagshreyf- ingarinnar virðis ekki að þeirra mati vera menning. Síðast þegar ég vissi er mikið menningarstarf unnið innan ungmennafélags- hreyfingarinnar en ef til vill þarf að upplýsa okkur sem þar störf- um um hvað menning er. Ágúst Guðmundsson er í hópi einstakl- inga sem undanfarin ár hafa af og til ritað greinar í fjölmiðla þar sem krafist hefur verið hlutdeild- ar „menningargeirans“ að ágóða Lottósins. Það verður að segja honum til hróss að hann er frek- ar málefnalegur og upplýsandi í skrifum sínu og fræðir lesend- ur t.d. um hvernig skiptingunni á lottó ágóða er háttað s.s. í Bret- landi en alltaf þarf að gæta þess þegar upplýsingar eru settar fram að ekki sé verið að bera saman epli og appelsínur. Það verður ekki deilt á hann fyrir að vilja hag bandalags íslenskra listamanna sem mestan og leita allra leiða til þess að styrkja það starf sem hann er í forsvari fyrir. Það verður þó að segjast að ef uppskeran úr eigin garði er ekki ásættanleg er ekki við hæfi að ætla þá að sækja það sem á vantar í garð nágrannans. Á framgöngu Eiðs Guðnasonar er hins vegar erfitt að átta sig. Hvað gengur honum til með mál- flutningi sínum? Hann segist hafa verið óánægður með þetta fyrir- komulag sem lagt var til grund- vallar í upphafi og sé það enn. Og það þrátt fyrir að þetta fyrirkomu- lag hafi gefist vel. Málflutningur hans er í besta falli órökstuddar fullyrðingar og dylgjur um hvern- ig ungmennafélagshreyfingin ráð- stafar þeim fjármunum sem hún fær frá Íslenskri getspá og nægir í þessu sambandi að vísa í full- yrðingar Eiðs sem koma fram í grein í Fréttablaðinu 2. og 10. sl. í Kastljóssþætti Ríkissjónvarpsins 16. þessa mánaðar og í morgun- þætti Bylgjunnar hinn 17. desem- ber um að lottóágóðinn sé nýttur í að greiða ofurlaun íþróttamanna og í lóða- og hótelbrask í miðbæ Reykjavíkur. Eiður virðist ekki hafa kynnt sér hver hlut- deild Ungmennafélag Íslands er í ágóða Lottó- sins sé tekið mið af skrif- um hans og er rétt að láta hann njóta vafans í því efni heldur en að ætla honum að fara vísvitandi með rangt eða villandi mál. En til að upplýsa hann og aðra lesendur er hlut- deild UMFÍ 13,33% af hagnaði Lottósins hverju sinni. Árið 2008 voru tekjur UMFÍ samtals af Lottó kr. 74.194.931. Af þessari upphæð renna 86% til sambands- aðila út um allt land en 14% til UMFÍ eða innan við 10 milljónir. Að halda því fram að Ungmenna- félag Íslands sem samanstendur af 30 sambandsaðilum, yfir 300 félögum með á annað hundrað þús- und félagsmenn alls staðar að af landinu noti ágóðahlut sinn af lottó- inu í lóðabrask og hótelrekstur er svo fráleitt að það er ekki svara vert enda dæma slík ummæli sig sjálf. Ungmennafélag Íslands er stærsta og fjölmennasta sjálf- boðaliðahreyfing á Íslandi og þeir fjármunir sem hreyfingin er studd með eru nýttir í ræktun lýðs og lands og er starfið unnið af þús- undum sjálfboðaliða. Það var sannfæring Alþingis þegar lögin um Íslenska getspá voru sett og það er sannfæring mín og fjölmargra annarra að fjármunum sem varið er í íþrótta- og ungmennafélagsstarf, þar með talið lottófjármunum, sé skynsam- leg ráðstöfun enda sýna rannsókn- ir að slík starfsemi sparar útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála. Ungmennafélag Íslands með alla sína félagsmenn stendur fyrir öflugri og mikilvægri starfsemi meðal annars íþróttum, leiklist, umhverfismálum, forvarnamálum og er starfsemi ungmenna- félagshreyfingarinnar talin ein af grunnstoðum íslensks samfélags. Ungmennafélag Íslands ásamt ÍSÍ er langstærsta fjöldahreyf- ing á Íslandi og um leið stærsta barna- og unglingahreyfing lands- ins. Fjármagnið sem við fáum frá Íslenskri getspá hefur verið stór póstur í okkar starfi. Það er sárt til þess að vita að maður sem hefur verið fulltrúi íslenskrar þjóðar bæði innanlands og utan ráðist með þeim hætti sem hann hefur gert að öllu því góða fólki sem hefur unnið og er að vinna innan ungmennafélags- hreyfingarinnar. Um leið og ég óska Eiði og öllum öðrum gleðilegra jóla vil ég bjóða hann velkominn á þjónustumiðstöð UMFÍ til að fræðast um starfsemi ungmenna félagshreyfingarinnar. Það verður okkur sönn ánægja að gera honum grein fyrir því mikil- væga starfi sem unnið er innan UMFÍ og við erum svo stolt af. Höfundur er formaður UMFÍ. Fyrirmyndarlottó HELGA G. GUÐJÓNSDÓTTIR Hlægilegur metingur dag- blaðanna um lestur og traust UMRÆÐAN Hermann Þórðarson skrifar um dag- blaðalestur Stórblöðin Morgunblaðið og Frétta-blaðið hafa á undanförnum misser- um þráttað um hvort blaðið sé vinsælla og hvort blaðið njóti meira trausts hjá þjóðinni. Mælikvarðinn sem notaður er við þetta mat er einskis virði og ekki marktækur. Fréttablaðið mælir vinsældir sínar í því hve margir lesa blaðið í samanburði við Morgunblaðið. Fréttablaðið, eins og allir vita, er frítt og dreift um allt land. Það er því ekkert eðlilegra en að það blað sé meira lesið en blöð sem eru seld eins og Morgunblaðið og DV. Morgunblaðið heldur því fram að meirihluti þjóðarinnar treysti því best. Hvernig er það mat framkvæmt og á hvaða gögnum er það byggt? Áskrifendum Morgunblaðsins hefur fækkað verulega á undanförnum mánuðum. Það þýðir ekki endilega að færri lesi það en áður. Sumir vilja meina að fækkun áskrifenda sé vegna aðkomu Davíðs Oddssonar að blaðinu. Eitthvað gæti verið til í því en ég held að aðalástæðan sé fyrst og fremst versnandi hagur almennings í landinu sem sparar það við sig sem hann getur án verið. Og hvernig fær Morgunblaðið út þessa niðurstöðu? Ekkert er eðlilegra en að þeir sem enn kaupa Morgunblaðið séu ánægðir með blaðið sitt og treysti því best. En hve stór er sá meirihluti í raun og veru? Mér finnst að blöðin eigi að hætta þessum fáránlega metingi því hann skiptir í reynd engu máli. Sjálfur les ég öll blöðin og er áskrifandi að Morgunblaðinu og DV. Ég vil ekki vera án neins þeirra. Nota mætti það pláss í blöðunum sem fer undir þessar steindauðu auglýsingar þeirra um ágæti sjálfs síns, t.d. með auknu skemmtiefni fyrir lesendur og auknum íþróttafréttum, en þar standa Fréttablaðið og DV sig ekki nógu vel. Fréttir af íþróttum kvenna eru oft fátæklegar og þar er Morgunblaðið ekki undanþegið. Þessari ósk er hér með komið á framfæri við ritstjóra blaðanna. Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri. HERMANN ÞÓRÐARSON Mér finnst að blöðin eigi að hætta þessum fáranlega metingi því hann skiptir í reynd engu máli. Sjálfur les ég öll blöðin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.