Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 18.12.2009, Blaðsíða 102
62 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR > FRÆNDI Í JÓLAGJÖF Kim Kardashian segir að systursonur sinn sé hin full- komna jólagjöf. Systir Kim, Kourtney Kardashian, fæddi lítinn dreng 14. desember síðastlið- inn og segir Kim alla fjölskylduna vera í skýjunum. Drengurinn hefur hlotið nafnið Mason Dash Disick og er fyrsta barnabarn móður þeirra systra. „Mamma er orðin amma. Eins mikið og hún segist ekki þola að vera kölluð amma vitum við að hún elskar það innst inni,“ sagði Kim í viðtali við fjölmiðla vestanhafs. folk@frettabladid.is Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Jólasveinninn getur keypt Friendtex bangsa til styrktar Krabbameinsfélaginu hjá okkur á 1.000.- krónur Opið í dag mán-fös kl. 11-18, lau 11-16 Lokað Þorláksmessu og aðfangadag Útsala 30–50% afsláttur! Mikið úrval af fallegum fatnaði Ungfrú Ísland, Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, er ný- komin heim eftir sex vikna ævintýri í Suður-Afríku þar sem hún tók þátt í keppn- inni Ungfrú heimur. Guðrún Dögg segir að það hafi verið mjög góð reynsla að taka þátt í keppninni en engu að síður erfitt. „Við fengum ekki mikinn svefn. Við vorum alltaf uppstríl- aðar og fínar allan daginn. Þetta var rosalega mikil keyrsla,“ segir hún. „En þetta var líka rosalega gaman. Ég fékk að sjá helling af hlutum sem ég hefði ekki fengið að sjá nema að hafa farið út,“ segir hún og nefnir safarí- og dýra- garðsferð þar sem hún sá fíla, ljón og alls kyns skemmtileg dýr. Stúlkurnar heimsóttu einnig Soweto-fátækrahverfið í Jóhann- esarborg, sem tók heldur betur á taugarnar. „Það var rosalega erf- itt að sjá það. Maður áttaði sig á því hvað maður hefur það gott á Íslandi. Þótt það sé kreppa þá hefur maður húsaskjól og mat sem þetta fólk hefur ekki,“ segir hún. „Þarna úti er fólk ekki með rennandi vatn, rafmagn eða kló- sett. Það á ekki neitt. Ég lenti í því að það kom tólf ára strákur upp að mér og bað mig um pening fyrir mat. Það var alveg svaka- lega erfitt fyrir mig og ég brotn- aði bara saman á staðnum.“ Guðrún Dögg bætir við að hún kunni betur að meta fjölskyldu sína á Akranesi eftir hina sex vikna dvöl í Suður-Afríku. „Mér semur svo vel við báðar systur mína eftir að ég kom heim. Við vorum alltaf að rífast,“ segir hún og hlær. „Maður er miklu þakklát- ari fyrir það sem maður hefur.“ Hún eignaðist margar vinkon- ur meðal hinna fegurðardísanna í keppninni sem hún ætlar að halda áfram sambandi við, þar á meðal ungfrú Ísrael sem var herberg- isfélagi hennar. Sú stúlka ætlar meira að segja að koma í heimsókn til Íslands í sumar. Kaiane Aldor- ino frá Gíbraltar, sem var kjörin ungfrú heimur, var einnig ein af bestu vinkonum Guðrúnar. „Ég er þvílíkt ánægð með að hún vann. Hún er rosalega ekta. Þetta er góð stelpa sem er ekkert að þykjast því sumar stelpurnar settu bara upp leikrit. Hún var alveg rosa- lega góð stelpa og átti algjörlega skilið að vinna þetta.“ Guðrún komst ekki í gegnum niðurskurðinn í keppninni en varð samt ekkert fyrir vonbrigð- um. „Maður getur ekki horft á þetta þannig. Þeir skáru þetta svo rosalega mikið niður, alveg frá 112 stelpum niður í 16 þannig að lík- urnar eru ekki miklar á að maður komist áfram. Ég man bara að við vorum ógeðslega fegnar eftir þetta því þetta var búið að vera svo lengi í gangi.“ Í byrjun næsta árs stefnir hún á að fara með móður sinni út fyrir landsteinana á rúnt um módel- skrifstofur, þar á meðal eina sem er í London. „Ég ætla að kíkja út og sjá hvernig þetta fer. Þetta er rosalega virt skrifstofa og ljós- myndarinn sem er með hana er rosalega þekktur,“ segir hún en vill ekkert gefa frekar upp um málið að svo stöddu. freyr@frettabladid.is Brotnaði saman í Soweto HJÁ BLETTATÍGRI Guðrún Dögg Rúnars- dóttir, Ungfrú Ísland, hjá blettatígri í Suður-Afríku. MEÐ UNGFRÚ HEIMI Guðrún Dögg ásamt ungfrú heimi, Kaiane Aldorino frá Gíbralt- ar. Tímaritið People vill meina að Elin Nordegren, eiginkona Tiger Woods, hafi ákveðið að skilja við kylfinginn strax eftir jól. Ástæð- an fyrir því að hún mun ekki flytja út fyrr er sú að hún vill að börn- in fái að njóta jólanna með báðum foreldrum. „Hún hefur gert upp hug sinn. Það var ekki erfitt fyrir hana að taka ákvörðun, hann mun aldrei breytast,“ hafði tímaritið eftir heimildarmanni. Að auki hefur verið staðfest að Nordegren hefur átt í viðræðum við lögfræðinga sína undanfarið og mun hún ætla að fara fram á að kaupmálinn sem hjónin gerðu með sér verði gerður ómarktækur. Á fimmtu- daginn sáust einnig flutningabílar við hús þeirra hjóna í Flórída sem styrkir enn frekar sögusagnir um skilnað. Tímaritið US Weekly heldur því jafnframt fram að Woods og Rachel Uchitel eigi enn í ástarsambandi og fyrr í vikunni ferðaðist Uchitel til Flórída og dvaldi aðeins steinsnar frá snekkju kylfingsins. „Tiger sendir henni enn smáskilaboð og hefur sagt henni að hann ætli að yfirgefa eiginkonu sína og þarfnist hennar,“ var haft eftir vini Uchitel. Það hefur einnig vakið furðu fjöl- miðla að Uchitel sé eina hjákonan sem hefur fengið greitt fyrir þag- mælsku sína og hafa menn velt fyrir sér af hverju það sé. Elin skilur við Tiger SKILNAÐUR YFIRVOFANDI Elin Nordegren ætlar að skilja við mann sinn strax eftir jól. Samkvæmt heimildum er Tiger enn í sambandi við eina hjákonu sína. Hljómsveitin Ullarhattarnir heldur sína tólftu Þorláksmessutónleika á Nasa næstkomandi miðvikudag þar sem spiluð verða jólalög í bland við þekktar dægurperlur. „Þetta er búið að vera ótrúlega vinælt,“ segir Eyjólfur Kristjánsson. „Í hittifyrra lentum við í svo miklum þrenging- um að við ákváðum að fara með þetta á Nasa. En í fyrra var skelfi- legt veður á Þorláksmessu. Það var ekki mikið af fólki í bænum en okkar hörðustu aðdáendur brutu sér leið í gegnum veðrið og mættu. Það var mikil stemning.“ Leynigestur þá var Geir Ólafsson og að sjálfsögðu verður nýr leyni- gestur í ár. „Hann á örugglega eftir að koma skemmtilega á óvart. Ég hef það fyrir víst að þessi leynigestur hafi aldrei sungið jólalag á ævi sinni, þannig að þarna verður brotið blað í ferli þessa ágæta leynigests,“ segir Eyjólfur. Aðrir meðlimir í Ullar- höttunum eru Stefán Hilmarsson, Jón Ólafsson, Jóhann Hjörleifsson og Friðrik Sturluson. Tónleikar Ullarhattanna hefjast rétt eftir að búðir loka á Þorláks- messu upp úr klukkan 23 en húsið opnar kl. 22. Miðaverð er 2.500 krón- ur og forsala fer fram á Nasa milli klukkan 13 og 16 alla daga fram að tónleikunum. - fb Fyrsta jólalag leynigestsins ULLARHATTARNIR Ullarhattarnir halda sína tólftu Þorláks- messutónleika á Nasa á miðvikudagskvöld. MYND/PÁLL BERGMANN Gítarleikarinn John Frusciante er hættur í hljómsveitinni Red Hot Chili Peppers. Hann segist á heimasíðu sinni í raun hafa hætt fyrir ári. „Þegar ég hætti í hljóm- sveitinni fyrir rúmu ári vorum við komnir í frí um óákveðinn tíma,“ skrifaði Frusciante. „Það var engin dramatík eða reiði í gangi og hinir strákarnir voru mjög skiln- ingsríkir. Þeir skilja að ég vil gera það sem gerir mig hamingjusam- an og þannig líður mér líka gagn- vart þeim. Tónlistin sem ég aðhyll- ist núna hefur einfaldlega leitt mig í aðra átt,“ skrifaði hann og bætti við: „Mér þykir mjög vænt um hljómsveitina og það sem við gerðum en núna langar mig að gera mína eigin tónlist.“ Þetta er í annað sinn sem Frusci- ante yfirgefur Red Hot Chili Pepp- ers. Síðast hætti hann árið 1992, þremur árum eftir að hann gekk til liðs við sveitina. Hann átti erfitt með að venjast frægðinni og lagðist í mikla fíkniefnaneyslu. Árið 1998 fór hann í meðferð og gekk í kjöl- farið aftur til liðs við sína gömlu félaga. Frusciante hefur tekið upp fimm hljóðversplötur með Red Hot Chili Peppers, þar á meðal hinar vinsælu Blood Sugar Sex Magik og By The Way. Síðasta plata sveitar- innar, hin tvöfalda Stadium Arcad- ium, kom út árið 2006. Frusciante var kjörinn átj- ándi besti gítarleikari allra tíma af tímaritinu Rolling Stones árið 2003. Orðrómur er uppi um að Josh Klinghoffer, sem hefur spilað á sólóplötum Frusciante, sé þegar genginn til liðs við Chili Peppers. Aftur hættur í Chili Peppers RED HOT CHILI PEPPERS John Frusciante (lengst til vinstri) hefur sagt skilið við félaga sína í Red Hot Chili Peppers. Jennifer Lopez segist ekki eyða nærri því jafn miklum tíma í líkamsrækt nú til dags og hún gerði áður fyrr. Í viðtali við tímaritið Allure segir söngkon- an að það fylgi starfi sínu að hugsa um línurnar. „Hluti af því að vera í bransanum er að vera í góðu formi og líta vel út. Ég er samt ekki sama skrímslið og ég var áður fyrr þegar kemur að líkamsrækt,“ segir J-Lo. Þá segist hún hafa þurft að hafa mikið fyrir að þjálfa upp sönghæfileika sína. „Ég var ekki eins og Marc Anthony maður- inn minn, sem opnaði munninn þriggja ára gamall og var með algjöra englarödd. Það var ekki svoleiðis hjá mér,“ segir hún. Sjaldnar í ræktinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.