Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 104
64 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR Hljómsveitin Worm is Green frá Akranesi hefur verið tilnefnd til hinna virtu bandarísku tónlistarverð- launa Independent Music Awards fyrir plötu sína Glow sem nýverið kom út. „Þetta kom skemmtilega á óvart. Þetta hjálpar aðeins við að kynna plötuna,“ segir Bjarni Hannes- son úr Worm is Green. Platan er tilnefnd í flokki bestu dans/raf- hljómplatna og verður tilkynnt um sigurvegarann í janúar. Fjórir aðrir flytjendur eru til- nefndir í flokki Worm is Green, þar á meðal Alaska in Winter sem hefur spilað á Airwaves-hátíðinni og Boys Noize, sem hefur endur- hljóðblandað lög fyrir Snoop Dogg og Röyksopp. Á meðal tilnefndra sveita í öðrum flokkum eru … and You Will Know Us By The Trail of Death og Ra Ra Riot. Bjarni óttast ekkert samkeppn- ina í sínum flokki. „Við vorum til- nefndir og eigum því alveg séns. Maður verður að vera bjartsýnn en þetta er fyrst og fremst rosalega mikill heiður að fá tilnefningu.“ Fjölmargir þekktir aðilar úr tón- listarbransanum eru í dómnefnd á Independent Music Awards og þar ber helstan að nefna Tom Waits. Önnur stór nöfn eru Brian „Head“ Welch úr rokksveitinni Korn, Han- son-bræður, Suzanne Vega, Markus Hopus úr Blink 182 og Ken Jordan úr The Chrystal Method. Aðdáendur geta einnig haft sín áhrif því þeir geta gefið hljómsveit- um einkunn á Netinu. Sú sem fær hæsta meðaleinkunn fær sérstaka viðurkenningu. Sigurvegarinn fær kynningu á sinni tónlist í heilt ár á vegum IMA sem ætti að hjálpa tón- listarmönnum að komast að með efni sitt í sjónvarpi, kvikmyndum og útvarpi, auk þess sem auðveld- ara verður að bóka tónleikaferðir. Íslendingar geta stutt við bakið á Worm is Green á síðunni Independ- entmusicawards.com. Plötuna Glow er hægt að nálg- ast í stafrænu formi á heimasíð- unni Wormisgreen.com. Sveitin er einnig að gefa út röð af stuttskífum sem innihalda endurhljóðblandan- ir af öllum lögum plötunnar ásamt b-hliðar-lögum. Stuttskífurnar verða níu talsins, ein fyrir hvert lag, og kemur ein út í hverjum mánuði. Stuttskífan The Politician EP er þegar komin út og sú næsta, Hopeful EP, er væntanleg á næstu dögum. freyr@frettabladid.is Worm is Green tilnefnd til bandarískra verðlauna „Markmiðið er að þarna fái ungt fólk að selja sitt eigið handverk og hönnun,“ segir Berglind Sunna Stefánsdóttir hjá upplýsingamið- stöð Hins hússins, miðstöð ungs fólks. Þar fer fram jólamarkaður á morgun milli klukkan 14 og 18, í Pósthússtræti 3-5. „Á markaðnum viljum við að ungt fólk komi á framfæri því sem það er gera því að kostnað- arlausu og ekki er verra ef hægt er að græða smá á því sem það er að búa til. Þarna verður fólk að selja eigin tónlist og fatahönnun, svo sem kraga og boli, jólakort og málverk svo eitthvað sé nefnt. Við setjum ekkert fyrir okkur hvað þau koma með, þau ráða því sjálf og verðleggja eigin vöru,“ segir hún og býst við góðri mætingu á markaðinn. „Við vorum með sams konar markað í fyrra. Við vissum ekki alveg við hverju var að búast en það var rosalega góð mæting og gekk vonum framar. Markaðurinn í ár er jafnvel nær jólum en síðast svo það verður eflaust fleira fólk í miðbænum og margir sem eiga eftir að detta inn,“ segir Berg- lind. „Þetta er kjörið tækifæri til að kaupa litla og persónulega hluti til að gefa í jólagjafir. Fólk getur komið inn og hlýjað sér og við ætlum að bjóða heitt súkkulaði og piparkökur,“ bætir hún við. - ag Jólamarkaður í Hinu húsinu HANDVERK OG HÖNNUN Berglind Sunna segir um tíu ungmenni ætla að selja handverk sitt og hönnun í Hinu húsinu á morgun milli klukkan 14 og 18. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í Háteigskirkju í kvöld ætla ungir og framsæknir listamenn að koma saman og flytja frum- samið efni. Þetta eru hljómsveit- irnar Útidúr og Stórsveit Mukka- ló, söngvaskáldið Júníus Meyvant og ljóðskáldið Ingunn Huld. Útidúr hefur verið að hrista upp í reykvísku grasrótarsenunni undanfarið með illskilgreinan- legri gleðitónlist og líflegri svið- framkomu. Í tónlist sveitarinnar mætast bossanova, sígaunabrag- ur, jaðarrokk og diskó eins og ekkert sé sjálfsagðara. Bandið skipa venjulega tólf manns en í kvöld munu þau bæta við sig ýmsum hljóðfæraleikur- um sem munu vafalaust magna hinn sérstaka seið sveitarinnar til muna. Stórsveit Mukkaló er ný sjö manna sveit úr Reykjavík sem spilar lágstemmt þjóðlagaskotið jaðarpopp í anda tónlistarmanna á borð við Bright Eyes, Noah and the Whale og Sufjan Stevens. Mukkaló málar sína björtu hljóð- mynd með kassagíturum, tromm- um, fiðlum, harmonikku og síló- fón. Textarnir eru ýmist á ensku eða íslensku, en eiga það sameig- inlegt að fjalla á einlægan hátt um ástina, lífið og æðri máttarvöld. Júníus Meyvant er ungt söngva- skáld úr Vestmanneyjum. Hann hefur áður spilað með rokksveit- inni Jack London, sem hefur ferð- ast víða um veröldina. Í kvöld verður Júníus hins vegar á rólegri nótum en áður, með kassagítarinn að vopni. Tónlistina mætti kalla blúsað kassagítarpopp, en með ýmsum bragðbætiefnum þó. Háteigskirkja opnar fyrir gesti klukkan 19.30, en tónleik- arnir hefjast stundvíslega hálf- tíma síðar og standa í tvo tíma. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og allir aldurshópar eru velkomnir. Indí í Háteigskirkju TÓLFMANNA ÚTIDÚR Illskilgreinanleg gleðitónlist. WORM IS GREEN Hljómsveitin Worm is Green hefur verið tilnefnd til Independent Music Awards fyrir plötuna Glow. Norðrið nefnist tónleikaröð sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) og Iceland Express standa saman að. Nú er auglýst eftir upphitunaratriði fyrir fjórðu tónleika- ferðina, sem leidd verður af hljómsveitinni Seabear. Markmið- ið er að styðja við bakið á íslenskum tón- listarmönnum og hljómsveitum sem eru að hasla sér völl í Þýskalandi. GusGus, Helgi Hrafn og Kira Kira eru meðal þeirra sem nú þegar hafa þrætt tónleikastaði á vegum Norðursins. Spilað verð- ur á átta stöðum í ferð Sea- bear. Ferðin verður farin um mánaðamótin febrúar/mars. Áhugasamir ættu að skrifa til nordrid@icelandmusic.is. Það er annars helst af Seabear að frétta að nýja platan We Built a Fire er tilbúin og kemur út í mars. Nú leggja allir sjö meðlim- irnir í lagapúkkið, en ekki bara forsprakkinn Sindri Már Sigfús- son, eins og til þessa. Seabear hitar upp fyrir múm á heim- komutónleikum þeirra í Iðnó í kvöld. Seabear hefur verið að hita upp fyrir múm úti í heimi að undanförnu og hafði meðal annars það upp úr krafsinu að David Fricke, blaðamaður Rolling Stone, kallaði Sindra Má „hinn íslenska Beck“. Seabear lýsir eftir upphitun Tinni 690 kr. Smáratorgi + Kópavogi Sími 580 0000 + www.a4.is Ótrúleg t verð! Bækur frá Fjöl va frá 290 kr. til 690 k r. Ungbarnaleðurskórnir komnir aftur Sokkabúðin Kringlunni Sími 553 7014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.