Fréttablaðið - 18.12.2009, Qupperneq 110
70 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR
Bretinn Ian Usher tók upp á
því í fyrra sumar að selja líf
sitt á uppboðssíðunni eBay.
Mánuði síðar lagði hann af
stað í ferðalag um heiminn
þar sem hann var ákveðinn
í að uppfylla hundrað mark-
mið sem hann hafði sett sér
á jafnmörgum vikum. Ian
er nú staddur hér á landi
þar sem hann hyggst sjá
ísjaka á Jökulárslóni og hin
margrómuðu norðurljós.
Sara McMahon hitti þennan
geðþekka Breta á Tíu drop-
um í miðborg Reykjavíkur.
„Ég var nýskilinn við eiginkonu
mína og langaði að breyta til. Ég
ákvað að selja líf mitt og leggja af
stað í tveggja ára ferðalag þar sem
ég myndi reyna að uppfylla gamla
drauma og önnur markmið sem ég
hafði sett mér,“ útskýrir Ian. Hann
segist upphaflega hafa ætlað að
selja líf sitt í einum heildarpakka
en það gekk ekki upp. „Kaupand-
inn átti að fá húsið mitt, sjóskíðin,
bílinn, öll húsgögnin, fötin mín og
jafnvel vinnuna mína. Það gekk
þó ekki upp og í staðinn skipti ég
eigunum upp og seldi hingað og
þangað.“
Disney keypti söguna
Ian hafði verið búsettur í Perth í
Ástralíu í sjö ár þegar hann ákvað
að leggja af stað í þessa langferð
og ákvað að fyrsta markmiðið sem
hann skyldi uppfylla væri að fara
á snjóbretti í eyðimerkurborginni
Dúbaí. Skíðabrekkan var í miðri
verslunarmiðstöð og segir Ian að
þetta hafi verið einstök upplifun.
Hann segir fjárhaginn ágæt-
an þrátt fyrir stanslaus ferða-
lög undanfarið eitt og hálft ár.
„Ég fékk summu frá Disney sem
tryggði sér kaupréttinn að sögu
minni í átján mánuði. Það þýddi
að ég get ekki selt sögu mína
neinum öðrum þessa átján mán-
uði. Ég hef því ferðast um í boði
Disney-samsteypunnar undanfar-
ið ár en sá peningur er næstum
uppurinn og nú þarf ég að fara að
eyða eigin fé, sem er mun sárs-
aukafyllra,“ segir Ian og hlær.
Hann hefur kynnst fjölda fólks
á ferðum sínum um heiminn og
segir það hafa komið sér á óvart
hvað fólk sé almennt hjálplegt.
„Ég hef verið heppinn því upp-
boðið á eBay vakti nokkra athygli
og margir höfðu samband við mig
í kjölfarið og buðu fram aðstoð
sína. Sumir vildu leyfa mér að
gista hjá sér á meðan aðrir vildu
sýna mér heimaborg sína. Ég er
mjög þakklátur öllu þessu fólki og
held að þeirra vegna hafi ég feng-
ið aðra sýn á staðina sem ég hef
heimsótt heldur en til dæmis hinn
almenni ferðamaður. Ég hef líka
eignast marga góða vini í leið-
inni,“ segir Ian.
Heldur jól með fjölskyldunni
Ian hefur nú þegar uppfyllt sextíu
og sjö markmið af þeim hundrað
sem hann setti sér í upphafi ferð-
arinnar. Nái hann að upplifa norð-
urljósin og ísjakana hefur hann
uppfyllt sextíu og níu markmið.
Eftir Íslandsdvölina heldur hann
heim til Bretlands þar sem hann
mun eyða jólunum með fjölskyldu
sinni. Í byrjun næsta árs heldur
hann svo til Suður-Ameríku þar
sem hann ætlar meðal annars að
upplifa kjötkveðjuhátíðina í Ríó
og ferðast um slóðir Inkanna.
Ian lýkur ferðalagi sínu 4. júlí
á næsta ári, en þá hefur hann
farið tvisvar sinnum í kringum
hnöttinn. Spurður hvort hann
kvíði því að snúa heim tómhent-
ur segist hann lítið hafa hugsað út
í það. „Ég veit ekki hvar heima er
lengur. Ég er ekki viss um að ég
muni snúa aftur til Ástralíu þegar
þessu lýkur. Ég hafði hugsað mér
að reyna að skrifa bók um ferða-
lagið og hef verið í viðræðum við
útgefanda í Bretlandi þannig að
það getur hugsast að ég snúi aftur
heim til Bretlands.“ - sm
Ian seldi líf sitt á eBay og vill
sjá norðurljósin á Íslandi
SELDI LÍF SITT Á EBAY Ian Usher seldi líf sitt á uppboðssíðunni eBay og hefur ferðast um heiminn undanfarið eitt og hálft ár.
Disney keypti réttinn að sögunni og hann er í viðræðum við breskan útgefanda um að skrifa ferðasöguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þegar nafninu Ian Usher er slegið
inn í leitarvél Google birtist fjöldinn
allur af tenglum inn á vefsíður
tímarita víða um heim. Meðal þeirra
sem hafa fjallað um manninn sem
seldi líf sitt má nefna BBC News,
The Daily Mail, Huffington Post, The
Sun og The Enquirer.
Málið vakti gríðarlega athygli
bæði í Ástralíu og Bretlandi á
sínum tíma, enda þótti uppátækið
óvenjulegt.
Þessi athygli hefur þó verið Ian til
framdráttar því eins og kemur fram
í viðtalinu sýndi Disney-samsteypan
áhuga á að kaupa kvikmyndarétt-
inn að sögu hans auk þess sem
Ian hefur verið í viðræðum við
bókaútgefanda í heimalandi sínu,
Bretlandi.
IAN Í HEIMSPRESSUNNI
Eins og fram kemur í Fréttablað-
inu í dag er Sigur Rós víða með
plötur á listum yfir bestu plötur
áratugarins. Jónsi kemur sterk-
ur inn sjálfur með Alex Somers
kærastanum sínum, en þeir eru
valdir sætasta parið af tímaritinu
Out, vinsælasta tímariti samkyn-
hneigðra í Bandaríkjunum.
Í nýjasta tölublaðinu má sjá
hvaða hundrað manns segir að
hafi bjargað árinu, að mati Out.
Í umsögn er farið fögrum orðum
um verk Jónsa og Alex, hvort
heldur plötuna Riceboy Sleeps
eða myndverk þeirra, sem hafa
verið sýnd víða um heim. Þá er
væntanlegar sólóplötu Jónsa, Go,
getið, sem hann vann með Nico
Muhly. Nico var sjálfur á lista
Out yfir bestu tónlistarmennina
árið 2007.
Aðrir sem prýða lista Out í ár
eru meðal annars eitís-stjarnan
Cyndi Lauper, sem er „banda-
maður ársins“, kvikmyndaleik-
stjórinn Pedro Almodóvar, sem
er „mesti daðrarinn“, grínistinn
Wanda Sykes sem er skemmti-
kraftur ársins og Idol-stjarnan
Adam Lambert, sem valinn var
„út úr skápnum“ árins.
Jónsi og Alex sætastir
Í GÓÐUM HÓPI Á ÁRSLISTA OUT Samkvæmt aðaltímariti samkynhneigðra í Banda-
ríkjunum eru Jónsi og Alex sætasta parið.
KRINGLAN Sími: 553 8050 Sími: 551 8519SMÁRALIND
99003 00017 Stærðir: 36 - 41
39404 01001 Stærðir: 41 - 46
9.995
99004 00001 Stærðir: 40 - 45
68153 55878 Stærðir: 36 - 42
9.995
24.995 24.995
Katmandu
TILVALIN
JÓLAGJÖF
Golfskór
Dömuinniskór Herrainniskór
Útivistarskór
Viðtal sem var tekið við John
Lennon og Yoko Ono árið 1968 hefur
loksins verið birt í heild sinni, 41 ári
síðar. Það voru breski háskólanem-
inn Maurice Hindle og skólafélagi
hans sem tóku viðtalið, sem hefur
nú verið birt í blaðinu New States-
man. Það var John Lennon sjálfur
sem sótti nemana tvo á lestarstöð
skammt frá heimili sínu í Surrey.
„Fyrir utan Weybridge-stöðina
stöðvaðist Mini Cooper-bíll með
skyggðum rúðum sem leit út eins og
bíll úr The Italian Job-myndinni,“
sagði Hindle. „Í bílstjórasætinu var
Lennon. Við tróðum okkur í aftur-
sæti bílsins og John keyrði okkur
upp holóttan einkaveginn sem leiddi
að heimili hans.“
Viðtalið stóð yfir í sex klukku-
stundir. Í því ræddi Lennon um
þá gagnrýni sem hann og Bítlarn-
ir höfðu fengið fyrr á árinu frá
sósíalistanum Tariq Ali. Þar gagn-
rýndi Ali meðal annars lagið
Revolution og þótti það áhrifaminna
en margir vildu meina. Lennon
þótti lítið til skrifa Alis koma og
taldi að hann þyrfti að breyta um
hugsunarhátt ef hann vildi breyta
samfélaginu til hins betra.
Týnt viðtal við Lennon birt
JOHN OG YOKO Viðtal við John
Lennon og Yoko Ono frá árinu
1968 hefur loksins verið birt í
heild sinni.