Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 116

Fréttablaðið - 18.12.2009, Side 116
76 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Um mitt síðasta sumar samdi hinn átján ára HK-ingur Hólmar Örn Eyjólfsson við enska úrvalsdeildarfélagið til þriggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um hefur margt breyst síðan en félagið var þá í eigu Björgólfs Guðmunds- sonar. Staða Hólmars hefur þó ekkert breyst og segist hann lítið verða var við hvað eigi sér stað hjá yfirstjórn West Ham. „Þetta hefur gengið mjög vel hjá mér í vetur,“ sagði Hólmar Örn við Fréttablaðið í gær. „Ég er bara sáttur og er jákvæður á framhaldið hjá West Ham. Ég bíð bara spenntur eftir framtíðinni.“ Enskir fjölmiðlar fjalla um erfiða stöðu West Ham og mögu- lega sölu félagsins upp á nánast hvern dag en Hólmar segir að það hafi engin áhrif á leikmenn félagsins. „Nei, það er alltaf jafn mikið fjör á æfingum og góður andi í liðinu. Þessi stjórn er svo fjar- læg leikmönnum og maður þekk- ir ekkert til þess hvað gerist hjá henni. Ég mæti bara í mína vinnu og sé um að sinna mínu,“ segir Hólmar, sem segist ekki líða fyrir það að vera Íslendingur hjá liðsfélögunum sínum. „Nei, alls ekki,“ segir hann og hlær. „Það eru einhverjir sem virðast halda að Íslendingar búi í snjóhúsum en þeir eru lítið að spá í fjármálin.“ Þjálfararnir ánægðir með mig Hann segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá þjálfurum liðsins, sérstaklega eftir að hann sneri aftur til félagsins eftir að hafa verið einn mánuð í láni hjá enska D-deildarliðinu Cheltenham. Þar spilaði hann í fjórum leikjum. „Þjálfararnir hafa sagt mér að þeir séu ánægðir með mig, sér- staklega eftir að ég kom til baka eftir lánið. Það er svo undir mér komið að fylgja því eftir,“ segir hann. „En það þarf margt að ganga upp og smá heppni líka, sérstak- lega þar sem ég er varnarmað- ur. Þeir færu varla að setja menn eins og Matthew Upson, byrjunar- liðsmann hjá enska landsliðinu, út úr liðinu hjá West Ham bara til að prófa eitthvað nýtt.“ Sem fyrr segir á Hólmar að minnsta kosti eitt og hálft ár eftir af sínum samningi við West Ham og honum litist vel á að halda áfram hjá félaginu. „En svo er auðvitað aldrei að vita. Það getur margt breyst á einum degi. En ég væri vissulega spenntur fyrir því að fá að spila í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Hólmar. „Pabbastrákurinn“ í landsliðinu Hann hefur einnig verið fastamað- ur í yngri landsliðum Íslands og á þegar tólf leiki að baki með U-21 landsliðinu. Alls hefur hann spil- að 32 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hólmar er þó í nokkuð sérstakri stöðu þar sem faðir hans, Eyjólf- ur Sverrisson, er þjálfari U-21 liðsins. „Ég er verulega ánægður með gengi U-21 liðsins og það væri auðvitað algjör draumur að komast í sjálfa úrslitakeppnina,“ segir Hólmar en Ísland er sem stendur í öðru sæti síns riðils í undankeppni EM 2011. „Þetta er auðvitað svolítið sér- stök staða fyrir mig og maður fær stundum að heyra það frá strák- unum í liðinu. Þeim finnst það til að mynda mjög „óvænt“ þegar ég er í byrjunarliðinu,“ segir hann og hlær. Og hann reynir því að sleppa því að kalla þjálfarann pabba á æfingum. „Nei, ég forðast það eins og ég get að kalla yfirleitt á hann á æfingum,“ segir hann og skellir upp úr. eirikur@frettabladid.is Jákvæður á framhaldið hjá West Ham Hólmar Örn Eyjólfsson er á mála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham. Hann hefur verið fyrirliði varaliðs félagsins og líst vel á framtíð sína í Lundúnum. „Getur þó verið fljótt að breytast,“ segir hann. FYRSTA LANDSLIÐSMARKIÐ Hólmar Örn Eyjólfsson á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands en skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 8-0 sigri U-21 liðsins á San Marínó á Laugardalsvelli í október síðastliðnum. Hér fagnar hann markinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari þýska liðsins Kassel sem fór í greiðslustöðvun á dögunum, skoðar framtíðarmöguleika sína þessa dagana. Honum stendur til boða að vera áfram með Kassel en hann er þrátt fyrir það að skoða aðra möguleika. „Ég hef verið í viðræðum við tvö félög í 2. deildinni og það ætti að koma í ljós fljótlega hvort eitthvað verður úr því. Ef það gengur ekki geri ég ráð fyrir að vera áfram hjá Kassel. Hér get ég verið áfram á aðeins lægri launum en öðrum forsendum enda litlir peningar til og margir leikmenn farnir,“ sagði Aðalsteinn en hann hefur misst sex leikmenn úr byrjunarliðinu síðan félagið fór á hausinn. „Það er reyndar alveg magnað að við höfum ekki tapað leik síðan við fórum á hausinn. Það voru náttúrlega miklar væntingar fyrir tímabilið og það er eins og þungu fargi hafi verið létt af mönnum. Nú spila þeir pressulaust og njóta þess að spila. Eða kannski var ég bara að velja vitlaust byrjunarlið,“ sagði Aðalsteinn léttur. Þegar Aðalsteinn kom til félagsins hafði félagið gríðarlega sterkan bakhjarl í stóru tryggingafyrirtæki. Eigandi þess mokaði peningum í Kassel-liðið og ætlaði sér að koma því upp í efstu deild á mettíma. Sá náungi fór lóðrétt á hausinn með fyrirtæki sínu en hann var mikill glamúrgosi þegar hann átti peninga og ferðaðist meðal annars í sérmerktri þyrlu á milli staða. „Hann er flúinn til Tyrklands. Það er ekki búið að kæra hann en samt búið að tæma húsið hans og einhver málaferli í gangi. Hann hefur greinilega búist við því versta og flúið til Tyrklands en það er ekki hægt að framselja menn frá Tyrklandi til Þýskalands,“ sagði Aðalsteinn en þessi þýski útrásarvíkingur lofaði Aðalsteini því á sínum tíma að hann myndi fá Porsche-glæsibifreið ef hann kæmi liðinu upp um deild. „Hann sagði að daginn eftir myndi ég vakna og í hlaðinu yrði nýr Porsche. Það var notaleg tilhugsun en ég tel engar líkur vera á því að ég fái Porsche úr þessu.“ HANDBOLTAÞJÁLFARINN AÐALSTEINN EYJÓLFSSON: HUGSANLEGA AÐ HÆKKA SIG UPP UM EINA DEILD Það eru engar líkur á að ég fái Porsche úr þessu HANDBOLTI Framarinn fyrrverandi Jóhann Gunnar Einarsson er milli steins og sleggju þessa dagana. Honum stendur til boða að vera áfram hjá hinu gjaldþrota Kass- el-liði sem hann er ekki spenntur fyrir. Svo hafa íslensk og skand- inavísk lið falast eftir kröftum hans. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að hann komist að hjá liði Björgvins Páls Gústavssonar, Kad- etten Schaffhausen, en hann var til reynslu hjá liðinu í síðustu viku. „Ég fór og æfði með bæði Kad- etten sem og Amicitia Zürich sem Kári Kristjánsson spilar með. Ég fór reyndar ekki á góðum tíma þar sem bæði lið voru með leiki hand- an við hornið og því ekki góðar æfingar til þess að sanna sig. Ég var nú ekki sérstaklega spenntur fyrir Zürich sem Kári er sjálfur ekki ánægður með. Þar eru líka peningavandræði og ég nenni ekki í annað svoleiðis dæmi. Kadetten vill aftur á móti skoða mig betur og hefur boðið mér að koma aftur út í janúar,“ segir Jóhann Gunnar en danska liðið Viborg og sænska liðið Skövde eru á meðal þeirra liða í Skandinavíu sem hafa sýnt honum áhuga. „Svo hringdi Ólafur Gíslason í mig fyrir Haugaland en hann var að athuga stöðuna á mér. Svo hafa lið á Íslandi verið að hringja í mig líka. Það er frekar mikið í gangi og ég er alltaf í símanum,“ segir Jóhann Gunnar, sem kann ekki vel við að lifa í óvissunni. „Þetta er frekar pirrandi staða en samt þægileg. Það er nefnilega betra að hafa einhverja mögu- leika en enga. Ég get líka verið hér áfram hjá Kassel en er nú ekk- ert rosalega spenntur fyrir því. Það verður bara fínt að komast heim um jólin, slappa aðeins af og fara svo að skoða málin af fullum krafti aftur,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson. - hbg Örvhenta skyttan Jóhann Gunnar Einarsson í mikilli óvissu með framtíð sína í handboltanum: Þægilegra að eiga nokkra möguleika en enga HARÐAR MÓTTÖKUR Jóhann Gunnar fær hér hraustlegar móttökur í leik gegn Hauk- um sem eru taldir hafa áhuga á Jóhanni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Þó svo að Reading hafi í fyrradag rekið Brendan Rogers úr starfi knattspyrnustjóra hefur það engin áhrif á stöðu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar hjá félaginu. Þetta segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Gunnars Heiðars, við Fréttablaðið. Danska úrvals- deildarfélagið Esbjerg hefur sam- þykkt að lána Gunnar Heiðar til Reading til loka leiktíðarinnar en málið hefur tafist aðeins vegna brottvikningar Rogers. „Við höfum þó fengið símtal og verið fullvissaðir um að þetta breyti engu,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði enn fremur að þar sem yfirnjósnari félagsins, Brian McDermott, myndi stýra liðinu þar til nýr stjóri yrði ráðinn hefði hann litlar áhyggjur. „Hann er sá sem þekkir langbest til Gunnars hjá félaginu,“ sagði Ólafur. - esá Enn um Gunnar Heiðar: Stjóraskipti hafa ekki áhrif GUNNAR HEIÐAR Hér í leik með íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Enska götublaðið The Sun fullyrti í gær að Eiður Smári Guðjohnsen vildi aftur komast í ensku úrvalsdeildina. Enn fremur heldur blaðið því fram að Eiði hafi sinnast við Guy Lacombe, stjóra Monaco. Fullyrt er að samskipti þeirra tveggja séu við frostmark. Eiður gekk í raðir Monaco í haust en hefur ekki náð sér á strik. Hann var ekki valinn í leik- mannahóp liðsins fyrir leik þess gegn Stade Rennais í frönsku úrvalsdeildinni í fyrradag. Hann er sagður vilja komast sem allra fyrst aftur til Englands þar sem hann lék með Chelsea og Bolton á sínum tíma. Félaga- skiptaglugginn verður opnaður um næstu áramót. - esá Enska pressan um Eið Smára: Vill aftur til Englands EIÐUR SMÁRI Kampakátur á æfingu íslenska landsliðsins fyrr á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Deildarbikarinn í Strandgötu Ákveðið hefur verið að deildarbikarkeppnin í ár fari fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Leikirnir fara fram dagana 27. og 28. desember næstkomandi. Fyrri daginn eru undanúrslit- in bæði hjá körlunum og konunum. Fyrsti leikurinn er klukkan tólf á hádegi en sá síðasti klukkan 18 um kvöldið. Úrslita- leikirnir fara svo fram á mánu- dagskvöldinu, klukkan 18 og 20. Fram kom í tilkynningu frá HSÍ í gær að keppnin myndi í ár bera nafn Flugfélags Íslands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.