Fréttablaðið - 18.12.2009, Page 118

Fréttablaðið - 18.12.2009, Page 118
78 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR © GRAPHIC NEWS Meistaradeildin – 16-liða úrslit Dregið: 18. desember A1 Bordeaux FRA Gengi: JSSSSS 16 stig Mörk: 9-2 A2 FC Bayern ÞÝS SJTTSS 10 stig Mörk: 9-5 B1 Man. United ENG SSSJTS 13 stig Mörk: 10-6 B2 CSKA Moskva RÚS TSTJSS 10 stig Mörk: 10-10 C1 Real Madrid SPÁ SSTJSS 13 stig Mörk: 15-7 C2 AC Milan ÍTA STSJJJ 9 stig Mörk: 8-7 D1 Chelsea ENG SSSJSJ 14 stig Mörk: 11-4 D2 Porto POR TSSSTS 12 stig Mörk: 8-3 E1 Fiorentina ÍTA Gengi: TSSSSS 15 stig Mörk: 14-7 E2 Lyon FRA SSSJTS 13 stig Mörk: 12-3 F1 Barcelona SPÁ JSTJSS 11 stig Mörk: 7-3 F2 Internazionale ÍTA JJJSTS 9 stig Mörk: 7-6 G1 Sevilla SPÁ SSSJTS 13 stig Mörk: 11-4 G2 Stuttgart GER JJTJSS 9 stig Mörk: 9-7 H1 Arsenal ENG SSJSST 14 stig Mörk: 12-5 H2 Olympiacos GRI STSTJS 10 stig Mörk: 4-5 Heimild: UEFA FÓTBOLTI Forráðamenn stærstu knattspyrnufélaga Evrópu verða í Nyon í Sviss í dag þegar dregið verður í sextán liða úrslit Meist- aradeildar Evrópu fyrir hádegi. Félög sem voru saman í riðla- keppninni geta ekki dregist saman og sama á við um lið sem eru frá sama landi. Annars dragast lið saman sem voru í fyrsta sæti síns riðils og lið sem lentu í öðru sæti í sínum riðli. Ensku liðin Manchester United, Chelsea og Arsenal geta ekki mætt Barcelona, Bordeaux, Real Madr- id, Fiorentina eða Sevilla. Lið eins og FC Bayern, Inter og AC Milan gætu aftur á móti lent á móti enskum liðum. Liðin sem lentu í öðru sæti spila heimaleikinn sinn á undan en þeir leikir fara fram 16. og 17. eða 23. og 24. febrúar. Síðari leikirnir fara þá fram 9. og 10 eða 16. og 17. mars. Enski landsliðsmaðurinn David Beckham verður aftur kominn í búning AC Milan í febrúar en hann flytur búferlum til Mílanó um ára- mótin rétt eins og á síðustu leiktíð. Verður hann þar í láni frá banda- ríska félaginu LA Galaxy fram á sumar. Beckham er afar spenntur fyrir drætti dagsins og hann vill ekkert frekar en að mæta sínum gömlu félögum í Manchester United en hann vann Meistaradeildina með félaginu árið 1999. „Ég yrði ákaflega kátur ef Milan drægist gegn United. Síðan ég fór frá félaginu árið 2003 hef ég ekki komið aftur á Old Trafford til þess að spila. Það eru orðin sjö ár síðan og ég vil endilega fá aftur tækifæri til þess að spila á Old Trafford,“ sagði Beckham. „Ég á móti United? Yrði það ekki frábært? Auðvitað yrði það svolítið erfitt fyrir mig en að sama skapi mjög spennandi. Ég elska svona stóra leiki.“ Lið úr ensku úrvalsdeildinni hafa komist í úrslit í síðustu fimm skipti. Chelsea var í úrslitum gegn Man. Utd fyrir einu og hálfu ári. Stjóri Chelsea, Carlo Ancelotti, vill ekki mæta sínu gamla félagi, AC Milan. „Ég skal viðurkenna að ég væri alveg til í að sleppa við að mæta Milan. Ef það gerist er það samt ekkert vandamál. Fótboltinn á það til að setja mann í erfiða stöðu. Það yrði samt tilfinningalega erfitt að mæta sínu gamla félagi,“ sagði Ancelotti. henry@frettabladid.is David Beckham vill mæta Man. United Dregið verður í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. David Beckham verður kominn í raðir AC Milan þegar sextán liða úr- slitin fara fram og hann vill ólmur mæta sínum gömlu félögum í Manchester United. Hann hefur ekki spilað á Old Trafford síðan árið 2003. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, vill aftur á móti forðast það að mæta AC Milan sem hann stýrði á síðustu leiktíð og síðustu ár. VILL KOMAST TIL MANCHESTER David Beckham vill ekkert frekar en að mæta Man. Utd með liði AC Milan. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES TÖLURNAR TALA Hér að neðan eru tölfræðilegar upp- lýsingar úr riðlakeppninni: Flest stig: Bordeaux, 16 stig. Fæst stig: Maccabi & Debrecen, 0 stig. Maccabi og Debrecen eru áttunda og níunda liðið sem ná ekki í stig í riðlakeppninni. Flest mörk fengin á sig: Debrecen, 19 Ekkert lið hefur fengið fleiri mörk á sig í sögu Meistaradeildarinnar. Fæst mörk fengin á sig: Bordeaux, 2 Flest skoruð mörk: Real Madrid, 15 Markahæstur: Cristiano Ronaldo, 6 Flestar stoðsendingar: Luis Fabia- no (Sevilla), Tomas Necid (CSKA Moskva), Juan Vargas (Fiorentina) og Wendel (Bordeaux), 4 Oftast rangstæður: Filippo Inzaghi, 14 Oftast brotið á: Diego (Juventus), 29 Flest skot: Diego Forlan, 31 Forlan átti einnig flest skot á markið (16) sem og flest skotin framhjá (15). Mest með boltann: Barcelona, 69% Liverpool var merkilegt nokk í öðru sæti hér með 59%. Staðreyndir um dagblaðalestur Íslendingar yngri en 55 ára verja lengri tíma á virkum dögum til að lesa síður Fréttablaðsins en síður Morgunblaðsins. Allt sem þú þarft... Heimild: Lestrarkönnun Capacent maí-okt 2009. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu yngri en 60 ára sem búa á áskriftarheimilum Morgunblaðsins lesa frekar Fréttablaðið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.