Fréttablaðið - 18.12.2009, Page 122
82 18. desember 2009 FÖSTUDAGUR
HANDBOLTI Væntanlega verða fjór-
ir íslenskir landsliðsmenn í þýska
stórliðinu Rhein-Neckar Löwen á
næstu leiktíð. Fyrir hjá félaginu
eru þeir Guðjón Valur Sigurðs-
son, Ólafur Stefánsson og Snorri
Steinn Guðjónsson og nú hefur
Róbert Gunnarsson samið við
liðið.
„Þetta mál kom skjótt upp á og
það var gengið frekar hratt frá
þessu. Ég hugsaði mig auðvitað
aðeins um en þegar eitt af þremur
stóru félögunum hefur samband
er eiginlega ekki hægt að segja
nei. Maður er bara afar stoltur
að svona lið vilji fá mann í sínar
raðir,“ segir Róbert kátur en hann
segir tilboð Löwen hafa komið á
frábærum tíma fyrir sig.
„Það er talsverð óvissa hjá
Gummersbach. Það er mikil pólitík
í gangi hjá stjórninni og svo eru
einnig fjárhagsvandræði hjá félag-
inu. Ég hefði því í raun ekki getað
hugsað mér betri tíma til þess að
fara héðan,“ segir Róbert en hann
er að leika sitt fimmta tímabil með
Gummersbach.
„Annað sem er mjög ánægjulegt
við að komast í þetta lið er að þetta
er skandinavískt lið. Mig langaði
alltaf að komast aftur í skand-
inavískt lið,“ segir Róbert, sem
ætlar sér stóra hluti hjá félaginu.
„Ég hef metnað til þess að
stefna hátt og þarna er mögu-
leiki að ná mjög langt og vinna
titla. Þetta er stórt félag með frá-
bæra umgjörð. Ég mun svo deila
stöðunni með öðrum línumanni og
það er önnur áskorun fyrir mig.
Ég mun þurfa að hafa vel fyrir
þessu og það er mjög gott,“ segir
Róbert, sem hefur verið einn um
línustöðuna hjá Gummersbach og
þurft að spila 60 mínútur í hverj-
um leik. Hjá Löwen mun hann
etja kappi við hinn öfluga Bjarte
Myrhol um sæti í byrjunarliðinu.
Róbert var í viðræðum við
Lemgo þegar áhugi Löwen kom
upp á borðið. „Ég bý í Köln og er
orðinn vanur stórborgarlífi. Ég
var því ekkert sérstaklega spennt-
ur fyrir því að flytja til Lemgo,
sem er nú ekkert sérstaklega
spennandi staður þó svo að liðið
sé gott,“ segir Róbert en hann
þarf ekki að hafa áhyggjur af ein-
hverri sveitastemningu hjá Löwen
sem spilar í Mannheim.
Þó svo að Róbert hafi verið
með samning við Gummersbach
var hann með klásúlu sem leyfir
honum að komast frítt frá félag-
inu. Hann segist þó ekki hækka
mikið í launum.
„Launahliðin er aðeins betri
en það er enginn stjarnfræðileg-
ur munur. Ég var ekki að skipta
um félag út af peningum. Löwen
er bara stærra félag með betri
umgjörð og allt annað. Það var
ekki hægt að segja nei við félagið,“
segir Róbert. henry@frettabladid.is
ÞAÐ ER EIGINLEGA EKKI HÆGT AÐ
SEGJA NEI VIÐ RHEIN-NECKAR LÖWEN
Landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við þýska stórliðið
Rhein-Neckar Löwen. Fyrir hjá liðinu eru þrír íslenskir landsliðsmenn. Róbert segir tilboðið hafa komið á
hárréttum tíma fyrir sig. Hann yfirgefur Gummersbach næsta sumar eftir fimm ár í herbúðum félagsins.
VEL GREIDDIR Róbert er hér í harðri baráttu við Christian Zeitz, leikmann Kiel, í leik Kiel og Gummersbach í vetur.
NORDIC PHOTOS/BONGARTS
GOLF Tiger Woods er sagður
algerlega niðurbrotinn og í ein-
angrun á einu heimila sinna þar
sem hann gerir lítið annað en
að borða morgunkorn og horfa á
teiknimyndir.
Eins og frægt er orðið hélt
Tiger framhjá eiginkonu sinni,
Elin Nordegren, með fjölda
kvenna.
Fram kemur í enska götublað-
inu The Sun að Woods hafi skipt
um farsímanúmer daginn eftir
áreksturinn fræga fyrir utan
heimili þeirra hjóna í Flórída.
Þar með hafa vinir hans ekki náð
sambandi við hann.
„Vinir hans hafa miklar
áhyggjur af því að Tiger sé að
takast á við þetta á mjög óheil-
brigðan máta,“ segir heimildar-
maður blaðsins.
„Ég hef verið að reyna að ná í
hann og get það ekki. Það er afar
pirrandi,“ er haft eftir körfu-
boltastjörnunni Charles Barkley,
vini Tigers. „Við viljum segja
honum að okkur þykir vænt um
hann og hann ætti að hringja í
okkur.“ - esá
Tiger Woods:
Situr heima og
horfir á teikni-
myndir
LEIÐINDI Tiger brosir bara að teikni-
myndum þessa dagana. NORDIC PHOTOS/GETTY
FORSETINN
LOKSINS Á F
M957
Nýr þáttur fe
r í loftið kl. 7
:45 í dag
SÆÆÆÆLL!
!!
Ólafur Ragnar Hannesson mættur á vaktina á FM957.
Stútfullur þáttur af sjóðheitu efni.
Hellingur af pizzum frá Eldsmiðjunni.
Ískalt Coca Cola á kantinum.
Og miðar á FM forsýningu á Bjarnfreðarson.
Ekki missa af útvarpsþætti ársins kl. 7:45 í dag.