Vikan


Vikan - 17.08.1961, Síða 14

Vikan - 17.08.1961, Síða 14
$0Kdt{fh fá //. . ' . '• '-V'': ’ h r\ ' ' ; HVAR ER WALLENBERG? Eva Kelecsényi-Busassy rekur hér þær fáu og óljósu upplýsingar, sem tekizt hefur að afla varðandi hvarf sænska sendisveitarstarfsmannsins í Búdapest, Raouls Wallenbergs, sem áður hafði auðnazt að smygla um tvö hundruð og fimmtíu þúsund Gyðingum út fyrir gereyðingarstöðvar Adolfs Eichmanns. Veit nú enginn, hvar þessi sendisveitarstarfsmaður er niður kominn. g er nú á leið til Debrecen til fundar við Malínóvskí hershöfðingja, hafði Wallen- berg sagt við sendisveitar- starfsmennina tvo úti fyrir bygg- ingu sænska sendiráðsins. Og það hafði verið sár beizkja í rödd hans, þegar hann bætti við: — En ég er ekki með öllu viss um, livort ég fer þangað sem frjáls maður eða fangi. I sjálfu sér var ekkert einkenni- legt við það, þótt för Wallenbergs væri heitið til Debrecen, þar sem yfirstjórn rússneska umsáturshers- ins hafði komið sér upp aðalstöðv- um þar og það . hafði fyrst og fremst verið fyrirætlun hans að ná sambandi við herstjórnina í þvi skyni að ræða við hana um vænt- anlega afhendingu þeirra eigna og verðmæta, sem Þýzkarar höfðu tek- ið af Gyðingum. En að því er ör- uggast verður vitað, kom Wallen- berg aldrei til Debrecen. Að minnsta kosti hefur enginn séð til ferða hans þar. Það ferðalag varð miklu lengra, sem hann og hinn trausti og tryggi bilstjóri hans, Ungverjinn Wilmes Langfelder verkfræðingur, voru neyddir til að f'ara i fylgd með rússnesku liðsfor- ingjunum. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem síðar hafa komið fram, var farið með þá alla leið til Moskvu, þar sein þeir voru settir i Lefortovskaja-fangelsið. Þeir komu til Moskvu í febrúar- mánuði 1945. Hins vegar var frá því skýrt í fréttatilkynningu i ung- verska útvarpinu um vorið 1945, að sænski sendisveitarstarfsmaðurinn Raoul Wallenberg hefði verið drep- inn af Gestapo, þýzku leynilögregl- unni, i Búdapest hinn 17. janúar. Nokkrum dögum síðar birtist grein í ungverska dagblaðinu Sza- bad Nep, þar sem skýrt var frá því, að Wellenberg hefði verið myrtur í Meszaros-götu af mönnum úr örva- krosshreyfingunni. Þegar málaferlin gegn striðs- glæpamönnunum hófust, var frá þvi Um það leyti sem hvarf Wallenbergs vakti nokkra misklíð með Svium og Rússum, var frú Kolontai ambassador Sovétríkjanna f Svíþjóð. Ásamt ritara sínum fór hún vandlega yfir allar leynitil- kynningar frá Moskvu; annað mál er það, hvort hún rteddi þær allar við frú utanrfkisráðherrans. skýrt í ungverskum dagblöðum, að að meðal hinna ákærðu væru nokkrir menn, sem störfuðu i Meszaros-hverfinu, og höfðu þeir játað á sig morðið á Wallenberg. Enginn af þeim, sem haft hafði samband við Wallenberg á því tímabili, sem upplausnin og öng- þveitið var mest, eða skömmu eftir hvarf lians, lagði þó minusta trún- að á þessar fréttatilkynningar, því að Meszaros-hverfið er á hægri bakka Dónár og var, þegar þessir atburðir áttu að hafa gerzt, alger- lega einangrað frá verndarsvæðinu á vinstri bakkanum, en þar hafði Wallenberg aðsetur sitt. Var þarna um misgrip að ræða, eða voru þessar fölsuðu upplýsing- ar tilkynníar i fréttum í ákveðnum tilgangi? Það vissi enginn örugg- lega, en okkur grunaði margt. Ungverjar þökkuðu Rússum „frelsunina* var hrotin af stíilli í Tínrl4 daginn sem líkneskja Stalins Wallenberg, sem þúsundir nauð- staddra í Búdapest áttu líf sitt að launa. St. Georg og drekinn — átti að verða minnismerki um hinn horfna — en hvarf líka! 14 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.