Vikan - 02.11.1961, Side 33
Dr. phil. Stefán Einarsson:
íslenzk bókmenntasaga
874 -1960
Tvimælalaust má telja þaS til stórtíðinda i ís-
lenzkum bókmenntum, að út er komin ýtarleg
bókmenntasaga, er nær yfir timabilið 874—4960.
Það er dr. Stefán Einarsson prófessor í Balti-
more i Bandaríkjunum, sem unnið hefur þetta
þrekvirki. Áður hafði hann ritað íslenzka bók-
menntasögu á enska tungu, sem út kom árið 1957
hjá The John Hopkins Press, og vakti þvílíka at-
hygli í hinum enskumælandi heimi, að bókin
helur þegar verið endurprentuð tvisvar sinnum.
íslenzka útgáfan af bókmenntasögu Stefáns er
miklu stærri og ýtarlegri en sú enska. Bókinni er
skipt í 22 kafla og hverjum kafla aftur í fjöl-
marga undirkafla. Sérstakur kafii er og um
isienzka rithöfunda í Vesturheimi. — Að lokum
er löng bókaskrá og ýtarlegt registur, sem nær
yi'ir a.m.k. 4000 uppsláttaratriði.
Eins og að líkum lætur eru mörg hundruð
höfundar lifs og liðnir nefndir í þessari bók og
mun margan fýsa að sjá ummæli dr. Stefáns
um verk þeirra.
Bókmenntasagan er 519 + 12 bls. í stóru broti
(28x16 cm). Verð kr. 375,00+11,25 (söluskattur),
ib. í sterkt strigaband. Bókin hefur verið send
til flestra bóksala. Send hvert á land sem er
burðargjaldsfrítt, ef greiðsla fylgir pöntun.
Þeir, sem vilja kynna sér islenzkar bókmenntir
að fornu og nýju, fá hér upp í hendurnar þá
bók, sem lengi hefur vantað.
Aðalútsala hjá útgefanda sem er
Smrbj örnlíónsson^ Co.h.f.
sig á svarinu.
— Sonja Wallin, gerið þér yður
ljóst, að þér brosið? Reynið að varð-
veita það bros, fyrir alla muni. Og
þér megið ekki reiðast mér, þótt ég
verði að spyrja yður fáeinna óþægi-
legra spurninga.
Hún gerði sér það ekki ljóst fyrr
en hann minntist á það, að hún hefði
brosað.
... Jæja, svo þú ert Stenlund lækn-
ir, hugsaði hún með sjálfri sér. Ef-
laust ertu góður og nýtur læknir, en
ég er viss um að þú ert ekki hug-
lesari, og þessvegna ætla ég að leyfa
mér að viðurkenna, að þú sért ó-
venjulega heillandi ungur maður;
alltof heillandi til Þess að það sé
hættulaust að hafá Þig fyrir lækni.
Ég óttast þig, þar sem ég finn að
þú hefur mig algerlega á þínu valdi
og gætir fengið mig til alls. Og ég
kemst ekki hjá þvi að segja þér allt,
sem þú kannt að spyrja um, og það
boðar aldrei neitt gott ...'
— Sonja Wallin; þér vitið ósköp
vel hvers vegna þér sitjið hérna
gegnt mér. Reynið nú að segja mér,
eins rólega og yður er unnt, hvað Þér
höfðuzt að þessa nótt. Var þetta fyrir
slysni — eða með ráðum gert?
Hún varð gagntekin innri fögnuði,
einskonar tilhlökkun, þegar hún virti
hann fyrir sér, þar sem hann sat við
borðið og hrærði með skeiðinni í
kaífibollanum. Hann hafði einhver
þau áhrif á hana, sem ekki áttu neitt
skylt við hvita sloppinn; það var
eins og hann umlyki hana og þrýsti
henni fast að sér, og þó sat hann
þarna á bak við gamla skrifborðið.
Á þessum áhrifum hafði hinsvegar
aldrei borið neitt, þegar hann kom
inn í sjúkraherbergið með lækna-
nemunum; Þá hafði hann ekki verið
henni neitt, nú var hann henni allt.
Hana langaði mest til að gripa um
hönd hans, Þegar hún hrærði í boll-
anum, fara fingrum sínum um hár
hans, varpa sér í faðm honum.
Það ert Þú, sem ég hef alltaf beðið
eftir. Þú og enginn annar ...
Framhald í næsta blaði.
BEINAGRIND
Framh. af bls. 11.
að við búum okkur til farar. Það
nægir, að við séum þrír.“ Hann sneri
sér að van Dyk. „Hefurðu ferðazt
um frumskógasvæöi ?“
Van Dyk kinkaði kolli.
,,Og þú hefur peninga til reiðu?“
Van Dyk kinkaði kolli. „Það má
vera,“ svaraði hann. „En ég fer ekki
að leggja þá í neitt, nema ég viti til
hlítar hvað um er að ræða ...
„Það er ekki nema eðlilegt," svar-
aði Swartz. Hann gerði nokkra mál-
hvíld, og virti þau fyrir sér, þar sem
þau sátu við borðið, Anna, Philip
eiginmaður hennar og Van Dyk. Þau
störðu öll á hann stórum augum og
biðu þess, að hann hæfi frásögn sína.
„Þú manst eftir honum Christoffel
Pretorius?" mælti Swartz við önnu.
Hún kinkaði kolli. „Hann féll í
styrjöldinni,“ sagði hún.
„Já,“ svaraði Swartz. „Það ætti ég
manna bezt að vita, því að hann var
félagi minn. Sá sem ég sagði ykkur
frá, að hefði, ásamt mér, orðið við-
skila við liðsveitina. Það var i sept-
embermánuði, árið 1900. Við héld-
um inn í frumskóginn, komumst alla
leið að landamærum portúgölsku
Austur-Afriku, þar sem við vorum
tilneyddir að snúa við. Þá héldum
við aftur vestur á bóginn, skutum
skógardýr okkur til matar og drukk-
um vatn úr ám og lindum til að svala
þorsta okkar."
Þá sagði hann þeim frá því, að það
hefði verið á þeirri leið, sem þeir
gengu fram á beinagrind af manni,
sem ekki var svo ýkjasjaldgæft í þann
tið, þegar styrjöld geysaði og sóttir,
hungur og villidýr urðu mörgum þar
að auki að bana.
Swartz starði fram undan sér og
hélt áfram frásögn sinni. Það sem
gerði beinagrind þessa öðrum frá-
brugðna, var feyskið og veðrað leð-
urbelti, sem tiu leðurookar litlir voru
festir við. „Að sjálfsögðu opnuðum
við pokana,“ sagði hann.
„Þrír þeirra voru troðfullir af dem-
öntum. Hinir sjö voru fullir af gull-
hnullungum," hvislaði hann.
Hann gerði nokkra málhvíld til
þess að gera siðustu setninguna enn
áhrifameiri og lofa henni að gerjast
i hugsun þeirra. Síðan mælti hann
enn:
„Við fundum veski í fataslitrunum,
og í þvi voru bréf, sem gáfu til kynna,
að þvi leyti sem þau urðu lesin, að
þetta væri brezkur maður, og að
hann hefði verið í Kimberley,
Barberton og gullnámusvæðinu við
Pilgrims Rest.“
Þeir karlmennirnir tveir kinkuðu
kolli og voru með á nótunum. Það
var semsé almennt vitað, að ævin-
týramenn, þjófar og smyglarar höfðu
flykkzt til demantsnámanna og gull-
námanna, haft þaðan auðæfi á brott
með sér, og síðan farið í gegnum
frumskóginn til Transval, þar sem
þeir gátu notfært sér feng sinn.
„Og þarna stóðum við inni í miðj-
um frumskóginum með gifurleg auð-
æfi handa á milli,“ hélt Swartz áfram
vikaM 33