Vikan - 11.01.1962, Síða 43
Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár-
um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður
sjálfa og þjóðfélagið í heíld að spara eldsneyti svo sem
unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun
notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað).
Lækjargötu . Hafnarfirffi . Simi 50975.
REftu
JcaUMulBlnM
Framliald af bls. 2.
Kæri Draumráðningamaður,
Mig langar til að fá ráðningu á
eftirfarandi draumum. Við hjóniii
vorum fyrir skömmu á ferðalagi liti
á landi og á heimleiðinni gistum við
hjá mágkonu minni. Drcymdi mig þá
að við hjónin vorum stödd í stóru
húsi og var i því stór gangur og
gengum við eftir þessum gangi og
mættum hinu og þessu fólki. Loks
finnst mér við komast út úr húsinu
og erum við stödd á sjávarbakka og
var þar talsvert af slegnu heyi og
slútti það víða fram af bakkanum.
Finnst mér þá maðurinn minn taka
heyið og færa það betur upp á bakk-
ann til að það félli ekki niður í
fjöruna. Gengum við svo fjöruna
jiannig að ýmist var hann á undan
mér eða eftir og segi ég við hann:
„Við skuluin koma lengra og skoða
fjöruna. Það er svo gaman að skoða
fjörur.“ Hinn drauminn dreymdi
mig fyrir nokkrum dögum. Mig
dreymdi að maðurinn minn er að
koma inn og opna ég fyrir honum
hurðina. Sé ég að hann er bara á
nærbuxunuin og milliskyrtunni og
var hún fiakandi ofan á brjóst; með
hárið úfið og slútandi fram á enni,
allur rennandi blautur svo lak af
honum forarleðjan og fannst mér
liann bera poka á bakinu og var
pokinn fullur af tómum flöskum og
stóðu þær upp úr opinu.
Draumarnir voru ekki lengri.
Með fyrirfram þakklæti,
Draumkona.
Svar til Draumkonu,
Að vera í húsi er talið vera
tákn um öryggi. í draumnum
segir að þið hafið gengið eftir
gangi og nuett fólki, sem bendir
til að þið haldið saman og er að-
eins um gang lífsins að ræða. Að
því loknu standið þið á sjávar-
bakka og gangið eftir fjiirunni, og
maður þinn lagfærir heytuggur,
sem standa fram af bakkanum.
Þetta bendir til að á einhverjum
tíma samvista ykkar verður mað-
ur þinn starfandi við sjávaraf-
urðir eða sjóinn. Síðari draumur-
inn, segir frá manni þín-
um illa klæddum og með tómar
flöskur á bakinu. Þetta bendir til
að maður þinn taki að neyta á-
fengis, en það þarf ekki að vera
nema tímabundið. Hinar tómjh
flöskur í bakpokanum benda til
áfengisneyzlu og hið lélega fata-
ástand mannsins bendir til að
hann fari illa með sig fjárhags-
lega. Hér er því um tvo nokkuð
andstæða drauma að ræða og
bendir sá fyrri til velferðar en
sá síðari er vissulega ekki tákn-
andi um neitt gott, sem þó þarf
alls ekki að vera nema tínia-
bundið.
Kæri draumráðandi.
í sumar sem leið var ég með
strák, en við urðum að hætta að vera
sainan, vegna þess að hann á heima
úti á landi, en ég hérna fyrir sunn-
an. Svo dreymdi mig að ég væri
komin heim til lians og við vorum
saman á laun. Mér fannst í draumn-
um að það væri snjór og mjög
dimmt. Hann fór í burtu en kom
alltaf öðru hvoru og vorum við þá
saman. Svo frétti ég að hann væri
með annari stelpu líka. Ég varð mjög
sár og grét mikið. Sagði ég honum
þá að ég vildi ekki sjá hann, fyrst
hann hefði farið svona með mig.
En þá uppgötvaði ég að ég var van-
fær. Sagði ég honum það og
var hann mjög glaður og sagðist
löngu vera hættur við hina og því
bezt að við skyldum giftast. Þegar
hann ætlaði að setja hringinn á
höndina á mér var ég vakin. í
draumnum fannst mér prestur sem
ég þckki mjög vel alltaf vera að
flækjást þarna blindfullur. Ég var
mjög hrædd við hann. Svaraðu nú
fljótt.
Ein forvitin.
Svar til Einnar forvitinnar.
Eftir draumnum að dæma kom-
izt þið aftur saman og takið upp
fyrri kunningsskap. Samt sem
áður er ýmisslegt sem bendir til
þess að þú verðir þér að ein-
hverju leyti til skammar á al'-
manafæri á næstunni. Eða með
öðrurn orðum að þú fremjir ein-
hvern þann verknað sem þú
verður að fyrirverða þig fyrir.
Hringurinn f draumnum er hins
vegar merki þess að þið náið
aftur saman. Framhjáhaldið í
draumnum er merki leiðinda sem
þú verður fyrir sakir ósæmilegr-
ar hegðunar vinstúlku þinnar.
Kæri draumráðningamaður.
Fyrir stuttu dreymdi kærastann
minn draum, sem mig langar að
biðja þig að ráða fyrir mig.
Honum finnst hann vera staddur
á smáplássi rétt hjá heimili hans
og þar var hann eitthvað að flækj-
ast með fannhvítt sængurver, sem
honum finnst hann eiga. Svo fer
hann niður á bryggju, sem þar er
og eldri maður þar á staðnum á,
sem lieitir Guðjón. Hann leggur svo
sængurverið ofan á draslið í rúminu
sem honum fannst vera þar og fer
svo eitthvað frá. Síðan kemur liann
aftur og ætlar að taka sængurverið,
en þá er Guðjón búinn að taka allt
draslið úr rúminu og sængurverið
með. Þá fer hann að leita Guðjón
uppi og finnur hann loks i stórum
bragga, sem þarna er. Hann spyr
hann eftir sængurverinu, en Guðjón
þykist ekkert um það vita, cn hann
fer. Unnusti minn fer nú að leita
og finnur loks sængurver þarna hjá
Guðjóni, sem honum finnst hann nú
eiginlega ekki eiga því það var svo
blakkt og skitugt, en hann tekur
það samt og fer með það og þá var
draumurinn búinn.
Með fyrirfram þökk,
Fanney.
Svar til Fanneyjar.
Draumurinn er fyrir því að
unnusti þinn verður fyrir tjóni
í sambandi við atvinnu sína, sem
þó voru alls ekki líkur til að gæti
átt sér stað. Hreina sængin er
tákn um að framlag unnusta þíns
sé algerlega heiðarlegt og flekk-
laust. Langa rúmið sein þú segir
að hann hafi lagt sængina í er
tákn togarans, sem hann siglir
út á, en hin skítuga sæng sem
hann fékk til baka er tákn svika
og vonbrigða með tekjur af skip-
inu. Bryggjan er tákn veiðiskap-
arins og Guðjón í þessu tilfelli
er tákn útgerðarmannsins, þann-
ig að ekki verður annað séð en
að tjón hans verði tengt veiði-
skap eða útgerð á einhvern hátt.
VIKAN 43