Vikan


Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 3

Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 3
VIKAN 06 tssknin Fyrir nokkru síðan varð ég, ásamt fleirum, vitni að því er bill „lék“ sér uð þvi að fara upp og niður svr brattar og lausar brekkur og í slik- um halla, að enginn hestur hefði leikið það eftir með vagn eða undir klyfjum. Þvi miður sýna meðfylgj- andi myndir alls ekki til fulls hví- iíkar torfœrur má bjóða þessu farar- tæki, en þær eiga þó að gefa nokkra hugmynd um það. Hér er um að ræða nýjustu gerðina af „Land-Rover“, en eldri gerðin hefur lengi og viða verið í notk- un hér á landi og reynzt prýðilega. Þessi nýja ge-rð ber þó hiklaust af öllum biium í þessum flokki, sem hingað hafa flutzt og varla hugsan- legt farartæki, sem komi að betri notum hér á landi fyrir alla þá, sem eitthvað vilja eða þurfa að bregða beitt. Þetta er vitanlega nauðsyn- legt varðandi alla bila, en því brýnni nauðsyn sem þeir eru fjölhæfari og færir mn fleira umfram hið „venju- lega“. Og I.and-Roverinn er svo sannarlega fær um margt, umfram hið venjulega. Öll grindin er úr ferstrendu, holu stáli, níðsterk og þolir ótrúlega harða skelii og hnykki, böðuð ryð- varnarmálningu, sem rennur inn í holrúm hennar og ver hana gegn tæringu, en formið mjög einfalt, svo auðvelt er að komast að undirvagn- inum. Aðalgírkassinn hefur fjóra gíra áfram og einn aftur á bak með þriðja og fjórða gir samhraða- tengda. Fleiri hraðastig fást með milligírkassa, svo samanlagt fást átta gírar áfram og tveir aftur á bak. Með réttu gíravali og aðstoð fram- hjóladrifsins, er unnt að nó hraða- stigi og spyrnu, sem hæfir hvaða vegi — eða öllu heldur vegleysu — sem er. Hreyfillinn er fjögurra strokka með yfirlokum, strokkvíddin 90,49 mm, slaglengdin 88,9 mm, rúmmál 2,286 rúmsm. Orkan 77 hestöfl við MÁL og VIGT VENJULEGUR (223 cm hjólhaf) Þuml. Metra LANGUR (277 cm hjólhaf) Þuml. Metra Hjólhaf 88" 2.23 m 109" 2.77 m Sporvídd 51 % " 1.31 m 51% " 1.31 m Hæð frá vegi í drifhús 8" 0.203 m 9% " 0.248 m Beygjuhringur 38 fet 11.58 m 45 fet 13.72 m Mesta lengd 142% " 3.62 m 175" 4.44 m Mesta breidd 64 " 1.63 m 64" 1.63 m Mesta hæð 77% " 1.97 m 81 " 2.06 m INNANMÁL Hæð á körfuhliðum A 19% " 0.495 m 19" 0.483 m Körfubreidd B 56% " 1.44 m 56% " 1.44 m Gólfbreidd C 36% " 0.921 m 36% " 0.921 m Breidd á hjólkössum D 13% " 0.349 m 13% " 0.349 m Lengd á körfu F .. .. 43" 1.09 m 72% " 1.85 m Hæð á hjólkössum F 8% " 0.216 m 9" 1.22 m Lofthæð G 48% " 1.23 m 48" 0.229 m MESTA HLASSÞYNGD (600x16 hjólbarðar) Á vegi 3 menn 4- 450 kg. 3 menn + 900 kg. Á vegleysu 3 menn + 363 kg. 3 menn + 816 kg. Þyngd bílsins í öku- Benzin- Diesel- Benzín- Diesel- færu ástandi með 23 vél vél vél vél lítra af eldsneyti .. 1.315 kg. 1.324 kg. 1.494 kg. 1.585 kg. sér út af lögðum vegi. Það er ekki einungis að þessi „Land-Rover“ fari „yfir allan fjandann", eins og einn áhorfenda þarna; komst að orði, heldur er öll bygging hans svo sterk, að hún þolir átökin og skellina til hlítar. Annað mál er svo það, að ekillinn þarf að vita til fulls um hina ótrúlegu fjölhæfni bilsins og kunna að notfæra sér hana á rétt- an hátt — vita og þekkja hvers hann er megnugur, sé honum rétt 4.286 snúninga á mínútu, þrýstihlut- fall 7:1. Benzingeymir undir hægra framsæti tekur 45 1, fylltur utanfrá. Einnig má fá bílinn með dieselvél, fjögurra strokka með yfirlokum, 62 hestöfl við 4000 snúninga. Þessi nýi Land-Rover fæst auk þess i tveim lengdum, sjá töflu, en tengidrif og reimdrif fæst gegn aukagjaldi, og er þá unnt að láta bílinn knýja ýmsar landbúnaðarvél- ar og tæki. Yfirbyggingin er úr 'tgefandi; Hilmír h.f. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (ábm.) AuglýBÍngastjóri: Jóhannes Jörundsson. .. Framkvœmdastjóri: Hilmar A. Kristjánsson. Rítstjórn og auglýsingar: Skípholtl 33. Símar: 35320, 35321, 35322. Póst- hólf 149. Afgreiósla og dreifing: HlaSadreifihg, Miklubraut 15, simi 36720. Drélfingarstjóri: Óskar Karls- son. Verð. I lausasölu kr. 15. Askriít- arverB ér 200 kr. ár.sþrlðjungslega, greiðist íyriríram, -Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f; . / næsta blaði verður m.a.: • FEGURÐARSAMKEPPNIN. Guðný A. Björnsdóttir, ein af þeim 10 útvöldu, sem keppa um titilinn: Ungfrú Island 1962. • NÝ FRAMHALDSSAGA: „West Side Story“, saga samin eftir samnefnduni söngleik, sem h'otið hefur heimsfrægð undanfarin ár. Söngleikinn samdi Jerome Robbins, en hljómlistina Leon- ard Bernstein. — Þetta er saga er gerist á vorum dögum, þrung- in sterkum tilfinningum, ást og hatri, en inn i hana er fléttað gamansemi og fjölmörgum bráð-skemmtilegum atriðum. © HYAR Á AÐ STAÐSETJA SJÓNVARPIÐ? Ýmsar uppástungur um það hvernig og hvar bezt verður að hafa sjónvarpið, þegar þar að kemur — eða jafnvel strax fyrir þá, sem hafa. Grein- inni fylgja margar myndir, er sýna stofur með sjónvarpstæki. • HEYFENGUR. Smásaga eftir Steingrím Sigfússon. . . . Hitaein- ingarnar mokuðust upp í Sigga þar sem hann hamaðist í hey- inu. Lauga hafði líka lofað honum því að hann skyldi fá það bezta, sem hún gæti gefið honum, ef hann kæmi heyinu í hlöðu, áður en færi að rigna . . . • ÞEGAR REGNINU SLOTAÐI. Saga eftir Leon Ware. . . . Bær- inn þeirra var umlyktur æðandi flóði og enginn komst út fyrir hússins dyr — en inni var gamall maður að kveðja þennan heim og konan unga að fæða nýjan einstakling . . . • MYNDIN AF ÞINGMANNINUM. Gamansaga eftir Valborgu Bents.....Hvað fann þingmaðurinn í útihúsinu . . .? • FÓLK Á FÖRNUM VEGI. Stór mynd af fundi Flugfreyju- félags íslands. Sigríður Geirs og kvikmyndaleikarinn frægi Ed Byrnes. Einar A. Jónsson forstöðumaður fegurðarkeppn- innar. Lúðvík Jóhannesson forstjóri Bílasmiðjunnar. Fyrir- tækið Skemmtiferðir. Upphafsmaður Bingó í Reykjavík. aluminiumblöndu og galvaniséruðu stáli og ryðgar ekki. Vökvahemlar eru á öllum hjólum, handhemill á afturdrifskafti. Hálfsporöskjulaga fjaðrir; strokklaga höggdeyfar aft- an og framan. Eins og kunnugt er njóta Land- Rover verksmiðjurnar álits um all- an heim fyrir bíla sína, og þessi nýi Land-Rover verður áreiðanlega til að auka enn ó hróður þeirra — að minnsta kosti má telja fullvíst að hún eigi eftir að geta sér mikinn orðstír hér á landi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.