Vikan


Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 38

Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 38
STAKAR HERRABUXUR STAKAR DRENGJABUXUR DRENGJAFÖT DRENGJAJAKKAR HERRAJAKKAR HERRABLÚSSUR MATRÓSAFÖT sem svo, aS kannski þyrftir þú að- stoðar okkar við. — Aðstoð . . . það held ég hreint frá . . . Hún virti gestina fyrir sér og loks var sem alvörusvipurinn á andliti þeirra varaði hana við ein- hverju . . Hvað eigið þið við? spurði hún og röddin skalf af ang- ist. Hertha stóð á fætur og gekk til hennar. — Setztu hjá mér andatak, mælti hún rólega. Lofaðu mér að tala við þig nokkur orð. Við komum vegna þess, að við héldum að þú hefðir heyrt sagt frá. þessu í út- varpinu .... — Nei, ég hef ekki . . . hvað hef- ur komið fyrir? — Við vitum það ekki með vissu, sökum þess að útsendingin var rof- in . . . En það litur út fyrir að báturinn hans Páls hafi farizt. Á- höfninni var bjargað um borð i annan bát, nema . . . — Nema hverjum? — Nema einum. Nánar vitum við það ekki. Það var einungis sagt frá því, að báturinn væri sokkinn, og áhöfninni bjargað um borð i annan bát, nema einum manni, sem hefði fallið fyrir borð og drukknað. Emmy hneig niður á stólinn. — Það gæti þá hafa verið Páll, kjökr- aði hún. — Já, sagði Hertha. — Það getur verið Páll, það getur líka verið Ein- ar, og það getur lika hafa verið sonur annarra hvorra þessara hjóna, sem þarna sitja. Við vitum ekki neitt um það. Emmy hugðist segja eitthvað, en sortnaði allt i einu fyrir augum. Hún féll harkalega á bak aftur í stólnum. Það kom fát á suma gestanna. — Vonandi er ekki neitt i hættu í sambandi við barnið, varð einhverj- um að orði. Hertha hristi höfuðið. — Það hef- ur bara liðið yfir hana í bili. Hjálpið mér að koma henni í rúmið .... EGAR Emmy vaknaði aftur af öngvitinu, stóð Hertha við rekkjustokk hennar. — Liður þér nú betur? spurði hún. Emmy kinkaði kolli. Hún starði um hrið upp í loftið. Svo rétti hún Herthu höndina og benti henni að setjast á rekkjustokkinn. — Hafið þið frétt nokkuð, Hertha? — Ekki ennþá. En storminn hef- ur lægt nokkuð. Við megum búast hvað úr hverju við bátnum, sem bjargaði þeim. Hann er úr næsta þorpi, en hann kemur áreiðanlega hingað, því áhöfnin af báti Janusar er líka um borð. — Hvað heldur þú, Hertha? Emmy þrýsti hönd hennar. — Ekki neitt. Við biðum ein- ungis þess, sem er nú einu sinni okkar hlutskipti. Við veitum hvert öðru alla þá aðstoð, sem við meg- um, og samgleðjumst þeim, sem heimta sína heila á húfi. — Þið munduð þá líka veita mér .... aðstoð? — Auðvitað. Páll gerði skyldu sína. Hann er einn af okkur. Emmy lokaði augunum. — En það er ég víst ekki, hvíslaði hún. — Ef Páll kemur heill á húfi, geri ég ráð fyrir að þú verðir það, svaraði Hertha. Og hún bætti við: Og það vona ég að verði. — Já ... en Einar, Hertha? - Ég er ekki barnshafandi. Eg á þegar þrjá syni, sem allir líkjast Einari. Emmy svaraði ekki. Hún hugsaði með sjálfri sér: — Hvað hún er sterk . . . margfalt sterkari en ég. Það er margt og mikið, sem ég á eftir að læra. Hertha spratt á fætur. — Það er einhver að koma .... Andartaki síðar laut Páll að Emmy. — Elskan min, er eitthvað að? Ertu veik . . . vonandi er barn- ið ekki í neinni hættu? — Nei, nei, Páll . . . það amar ekkert að mér. Og þú ert kominn heim heill á húfi. Hvar var það, sem drukknaði . . . Einar? — Vertu ekki að hugsa um það núna, vina min. — Jú, ég vil fá að vita það. Segðu mér það, Páll? Páll varð alvarlegur við. Það var enginn héðan úr þorpinu, heldur einn af þeim, sem björguðu okkur. Þetta eru hin óskráðu lög hafsins, vina min. Ég vona að þú eigir eftir að skilja þau og sætta þig við þau ... — Ég geri ráð fyrir að ég sé að byrja að skilja þau. Ég er stolt af sér, Páll . . . stolt af þér og öllu þínu fólki. — Komdu þá fram og svo býður þú gestunum kaffisopa. Þeir meta þig áreiðanlega meir, ef þú gerir það. — Já, sagði Emmy. Viltu biðja þá að doka við . . . ég kem eftir andartak. Þegar Emmy var komin fram úr, mundi hún allt í einu eftir ferða- töskunum á gólfinu. Hvernig skyldi Páli hafa orðið við, þegar hann sá þær og skildi hvað hún hafði haft i huga? Hún sárskammaðist sin. En þegar hún opnaði svefnher- bergisdyrnar og gekk fram i stof- una, brá henni heldur en ekki í brún. Ferðatöskurnar voru horfnar af gólfinu —■ sennilega höfðu þær verið bornar upp á hanabjálkann því að hérna í þorpinu vissu allir allt um alla, líka hvar fólk geymdi hluti sína. Og gestirnir virtu hana fyrir sér alvarlegum og vingjarnlegum augum. Emmy brosti, og það var eins og bros hennar vekti endurskin á hverju andliti. Andrúmsloftið ger- breyttist í einu vetfangi. — Ég kem strax með kaffisopann, sagði Emmy. — Ef þér aðeins viljið segja mér, hvernig þér hafið farið að þessn ... 38 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.