Vikan


Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 50

Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 50
Hin. nýju TRITON-BELCO-ELEGANCE bað- horbergisseít hafa sett svip sinn á heims- markaðinn — o" getum við nú útvegað þau með stuttum fyrirvara í miklu úrvali gerða og' lita. Þér hafið því aðeins smekklegt, nýtízku heimili — að TRITON- BAÐ-SETTIÐ sé í húsinu. TRITION-baðsettin eru úr ekta postulíni með nýtizku formi,, enda Vestur-þýzk. Sighvatur Einarsson & Co. Skipholti 15. — Símar: 24133 — 24137. Plötur og dansmúsík. Framhald af bls. 17. twist stíl. Fyrra lagið er eftir Fats Domíno og kannast líklega einhver við það. Síðara lagið, sem reyndar er auglýsl erlendis sem aðallag plöt- unnar er öllu ómerkilegra. Twist músikin er reyndar ekkert annað en rock & roll músikin í nýjurn bún- ingi. Og rock músikin var reyndar aldrei neitt annað en blues músikin gamla. Allt hefur þetta verið gert áður og það fyrir 30—40 árum og þá meira að segja miklu betur en nú. En ])eir sem vilja dansa twist ættu gjarna að ná sér í Twist Her með Bill B.'ack, því nákvæmlega svona eru twist lögin, sem nú eru svo mjög í tízku. Plötufyrirtækið heitir HI og platan fæst hjá HSH, Vesturveri. Söngkvartettastríðið í Bandaríkjunum. Það hefur verið mjög áberandi undanfarna mánuði að mikill meiri- hluti þeirra hljómpiatna, sem vin- sældum ná, eru sungnar, af söng- flokkum, tríó, kvartett eða jafnvel kvintett. Og fyrir nokkrum vikum kom á markaðinn hljómplata, sem m. a. fékkst í hljóðfæraverzlunum hér, þar sem kvartettinn „P'our Preps“ stældi söng margra anarra söng- flokka. Lagið ber nafnið „More Söngkvartettinn „The Four Preps“. Að ofan: Ed Cobb, Marvin Inabnett, Glen Larson og Bruce Bclland. money for you and me“. Á milli þess sem þeir syngja gamanvísur um hina ýmsu söngflokka líkja þeir eftir þeim; svo sem Platters, Kingston tríó, Dion & the Belmonts, Four Freshmen og mörgum fleirum. Þetta er ein skemmtilegasta platan, sem kom á markaðinn á siðasta ári. Unga stúlkan á forsíðumynd- inni heitir Arnheiður Björns- dóttir og er dóttir þeirra hjóna Sveinu Sveinsdóttur og Björns Pálssonar, flugmanns. Arnheið- ur er 18 ára um þessar mundir og stundar nám í 4. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Hún ætlar að taka stúdents- próf, en aðrar fyrirætlanir kvaðst hún ekki hafa. Hún segist ekki hafa áhuga fyrir því að læra að fljúga, en það gæti verið að hún vildi reyna flug- freyjustarf um tíma. Á sumrin hefur hún stund- um verið við símánn heima hjá föður sínum, því það getur komði kall hvenær sem er. Stundum hefur hún ferðazt, m. a. til Bandaríkjanna og Canada. Þá dvaldist hún í rúma tvo mánuði í Winnipeg. Amheiður hefur yndi af músík; spilar áa fiðlu og syngur sópran með Polyfonkórnum. Myndin er tekin austur í Þingvallahrauni s.l. sumar og það gerði ljósmyndari Vik- unnar. *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.