Vikan


Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 21

Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 21
hélt mér uppi og veitti mér hugrekki til að standast þá raun. 1 einverunni, sem nú tók við, sner- ist öll hugsun mín um börnin og þó fyrst og fremst um hið ófædda barn Clarks. Andlát eiginmanns míns var þungt reiðarslag, og mér fannst það sár harmleikur, að hann skyldi ekki einu sinni fá að líta einkabarn sitt áður en hann lézt. E'n ég var stað- ráðin í að láta ekkert buga mig. Það var skylda mín gagnvart Clark, að ég héldi vöku minni og tæki öllu með ró og skynsemi. Ég get ekki nóg- samlega þakkað það, að mér skyldi verða að þeirri von minni. Og það var eHki heldur eins og ég stæði ein uppi. Börnin voru mér vitanlega bæði til mikillar huggunar og aðstoðar, eins og þau eru enn, enda þótt ég sé þvi algerlega mótfallin, að börn séu látin taka þátt í áhyggj- um og erfiðleikum hinna fullorðnu, umfram það sem þeim er eðlilegt. Það kom fyrir stundum að ég gat ekki leynt tárum minum fyrir þeim, en það var ekki oft. Og Bunker hafði strangar gætur á því, að ég eyðilegði ekki neitt „með saltinu". Við Ciark höfðum bæði hvatt börn- in til að spyrja af skynsemi og gerðum okkur far um að svara þeim satt og heiðarlega, en forðast að „tala þau af okkur“. Það var kvöld nokkurt skömmu eftir jarðarförina, að Bunker kom að mér í fataherbergi Clarks, þar sem ég var að taka ofan föt hans og búa um þau. Þetta var starf, sem tók á tilfinningarnar, einkum þó þegar kom að „skrininu", þar sem hann geymdi þann klæðnað, sem honum þótti alltaf vænzt um — hvers- dagsfötin. „Hvað ertu nú að gera?“ spurði Bunker. Ég sagði honum það, og þegar hann hafði horft á mig um hrið, varð honum að orði: „Þú ert svo döpur, mamma." „Já, Bunker minn,“ svaraði ég af einlægni. „Það er alltaf dapurlegt þegar einhver deyr. Hann lætur allt eftir sig. Pabbi átti öll Þessi föt, og nú verð ég að koma þeim undan.“ En Bunker varð ekki svarafátt. „Skilurðu það ekki, mamma, að þetta er ekki neitt sorglegt. Pabbi þarf ekki neins með lengur af þvi, sem hann þurfti með hérna, vegna þess að nú eignast hann allt dýrmæt- ara og betra." Dag nokkurn skýrði ég systkinun- um frá því, að ég ætti von á gesti — jesúítapresti — þar sem ég hefði ákveðið að fara að sækja kirkju aft- ur, en það hafði ég ekki gert um margra ára bil. „Hó, mamma,“ varð Bunker að orði. „Þú verður þá tímana tvo í fyrsta skiptið sem þú skriftar!“ Þótt þetta væri eins og hver önnur glettni, er vist um það, að trúin hef- ur orðið mér mikilvægur styrkur. ekki það að ég liti á trúna sem eitt- hvert skjótvirkt lyf gegn sorginni, heldur er hún mér leiðsögn á hinni örðugu leið til innri friðar. John Clark Gable fæddist í sama sjúkrahúsi og faðir hans dó 124 dög- um áður. Eg kveið því að koma þang- að aftur, vegna hinna dapurlegu end- urminninga, sem við þann stað voru tengdar, en það réði úrslitum, að fæðingarlæknirinn, sem hafði stundað mig þegar ég átti hin börnin tvö, og sem Clark bar mikið traust til, var þar starfandi. Það var löngu augljóst að taka yrði barnið með keisara- skurði, og Clark þekkti skurðlæknana þarna og vissi að þeir voru hinir hefur þyngt,“ þóttist ég heyra lækn- inn segja. Það var eins og martröð. Hjúkrunarkonan grét. Ég reis á fæt- ur, en sortnaði fyrir augum. Eftir örfáar sekúndur kom ég þó til sjálfrar mín aftur. Læknirinn neri úlnliði mína. „Hvað sögðuð þér?“ spurði ég. Og nú heyrði ég greinilega að hann sagði: „Clark er látinn.“ „Lofið mér að fara inn til hans,“ bað ég og reis enn á fætur. ,,Nei,“ svaraði læknirinn rólega. „Það er bezt fyrir yður að halda kyrru fyrir meðan þér eruð að jafna yður“. En ég greip sloppinn minn, ýtti læknin- um til hliðar og þáði ekki róandi lyf, sem hann bauð mér. Gekk síðan rak- leitt inn í sjúkraherbergið. Þegar ég sneri svo að lokum heim, gekk ég inn i skrifstofu hans og tók mér sæti í stólnum, þar sem hann hafði löngum setið. Enn hafði ég neit- að öllum róandi lyfjum; ég vildi halda hugsun minni skýrri og vakandi, það var svo ótalmargt, sem ég þurfti að taka afstöðu til og ekki þoldi neina bið. Og umfram allt varð ég að vera sterk, ég mátti ekki bregðast Clark látnum og ófæddu barni hans. Ég sat þarna lengi — það var komið undir morgun, þegar ég bað um að mér yrði fært te, og stundarkorni síðar sagði ég börnunum hvað orðið væri. Ég sagði þeim, rólega og ástúðlega, að Clark væri látinn. Þau þögðu við, en urðu litverp um hríð. Þau höfðu unnað honum hugsástum. Ég vafði þau örmum. „Munið það, að honum þótti innilega vænt um ykkur bæði,“ sagði ég. „Eitt af því síðasta, sem hann bað mig, var að hringja heim og vita hvernig ykkur liði.“ Jarðarför Clarks var i senn virðu- leg og látlaus, eins og hann hefði áreiðanlega helzt kosið. Þótti mér mikils um vert að ekkert varð til að rjúfa alvörublæ athafnarinnar. Clark hafði eitt sinn komizt þannig að orði við mig, eftir að hafa lesið blaðafrá- sagnir af öllum þeim ósköpum, sem á gengu við jarðarför einnar kvik- myndastjörnunnar: „Ég ætla að biðja þig, Kathleen, að sjá svo um, ef ég fell frá á undan þér, að þannig verði ekki með mig og minningu mína far- ið; að jarðarför mín verði ekki gerð að einskonar trúðsýningu." Þessi orð lét ég verða mér leið- beiningu um allan undirbúning út- fararinnar. Ég reyndi að virða allar óskir hans. Hann var kistulagður í dökku brúðkaupsfötunum og með giftingarhringinn, styrjaldarheiðurs- merki sitt og síðustu jólagjafirnar frá börnunum lagðar í kistuna. Það varð mér erfiður dagur. Og það var eingöngu minningin um Clark, sem færustu. Ég var því fús að hlíta því ráði, vildi og allt til vinna að sem bezt tækist til. Fæðingarlæknirinn varð við þeirri ósk minni að mænu- deyfa mig í stað svæfingar. „Ég vil vera við fulla meðvitund þegar barnið sér ljós þessa heims," sagði ég, „svo ég geti þrýst þvi að mér og fært því kossinn frá pabba.“ Ekki varð þó af því, að ég fengi að skila kossinum fyrr en seinna, slíkt hefði verið gagnstætt reglum skurðlæknanna. En ég gat fylgzt með öllu saman í stórum spegli, sem komið var fyrir þannig. Og þegar ég sá son minn, varð mér Það fyrst að orði: „Hann er fallegur. Það var einmitt þetta, sem faðir hans þráði ...“ Þegar sonurinn var svo lagður í faðm mér nokkru siðar, ætlaði mér að veitast örðugt að hafa taumhald á tilfinningum mínum. Þetta var sú stund, sem Clark hafði þráð heitast. Þetta var sonur hans — dýrmætasti ávinningur hans í lífinu, en sem hann lifði þó ekki að njóta. Hjúkrunar- konan skildi hugarástand mitt og lét mig eina um hríð. Ég athugaði drenginn gaumgæfi- lega. Hann var hraustlegur, rétt skap- aður í alla staði og hið fallegasta barn. Ég nefndi nafn hans upphátt .. . John Clark Gable. Það nafn hafði faðir hans ákveðið barninu, ef Það yrði drengur. Það er erfitt að lýsa tilfinningum mínum Þessa stund. Þar fór saman innilegur fögnuður og sár- asti söknuður, þakklæti og harmur. Og það var sem mér fyndist að faðir drengsins væri staddur hjá okkur. Hlyti að vera það ... John Clark hefur verið okkur öll- um á heimilinu sannkallaður sólar- geisli, og ástin, sem hann er umvaf- inn, veitir hverju andartaki nýjan og djúplægan tilgang. Hvergi er glað- ara í húsinu en í litla herberginu hans, og þó mér finnist Clark hvarvetna nálægur mér, finn ég hvergi jafn greinilega til nálægðar hans og þar. Hann réði sjálfur öllum búnaði her- bergisins, meira að segja litnum á veggjunum. Ég man hve við urðum innilega glöð, þegar okkur stóð til boða barnarúm með sparlökum, smið- að 1852, og skreytt gömlum skurði. Við létum lagfæra það og mála Það Framhald á bls. 47. Fegurðnr- snmUcppnin 1962 er bnfin og sú fjfrstO/ Rnnnvcig Ólsfsdóttir/ ' cr í nœstu opnu VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.