Vikan


Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 32

Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 32
Vikan hefur þá ánægju, að tilkynna lesendum sínum, að í næsta blaði byrjar ný framhaldssaga, sem hlotið hefur heimsfrægð á skömmum tíma; hún hefur verið kvikmynduð og þar að auki verið saminn vinsæll söngleikur um efni sögunnar. Söngleikur- inn hefur ef til vill náð mestri hylli, en þar hafa menn eins og Jerome Robbins og Leonard Bernstein lagt hönd á plóginn. Þetta er niítímasaga; gerist á vestari bakka Manhattan eyju í New York. Það mætti kalla hana „Sögu úr Vesturbænum“ eins og Guðmundur Jónsson stakk uppá í útvarpsþætti, en við látum það vera að þýða nafnið, heldur höldum okkur að „West Side Story“ - því nafni sem notað er á söguna um allan heim. West Side Story hefur verið líkt við ástarsöguna frægu Romeo og Júlía eftir Shakespeare. Efnið er hliðstætt, nema sagan gerist á vorum dögum. Þetta er saga um ást, sem virðist vonlaus, um mikið hatur og allt er efnið ofið skemmtilegum tilbrigðum. Þetta er sag- an af Tony og Mariu og hinni ógæfusömu ást þeirra. Byrjar í næsta blaði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.