Vikan


Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 15
Frú Kristín L. Sigurðardóttir, fyrrv. alþingis- maður: Mér hefur persónulega alltaf fundizt, aS mað- urinn hafi gert rangt og mér finnst, aö ég hefði aldrei gert þetta. Ekki vegna gömlu konunnar -— það hefði vafalaust verið góðverk hennar vegna — heldur fyrst og fremst vegna eigin samvizku. Mér finnst þetta vera brot á helgi og ég hefði að ég held aldrei tekið púrtvínsglas- ið upp. Ég skrifaði þessa sögu ekki fyrr en ég var búinn að tala við nokkra menn, sem varu á gagnstæðri skoðun og töldu manninn hafa gert rétt. Maðurinn gerði góð- verk. Það sem um var að ræða á þessu augna- bliki, var að lina hug- arþjáningar gömlu konunnar og veita henni frið. Sakramenti er fyrst og fremst kærleiks- verk, sem unnið er í nafni Guðs, sem fyrirgefur allar syndir, ef iðrun er innileg. Sakramenti er andlegs eðlis — hugarástand, sem e. t. v. er oft auðveldast að framkalla með ýmsum tilfæringum eða helgisiðum. Helgisiðirnir eru því aðeins meðal til að ná takmarkinu, sem stefnt er að. Ef hægt er að ná þessu takmarki á annan hátt, get ég ekki séð að það skaði. 1 þessu tilfelli var konan þegar i því hugarástandi, að ekki þurfti flókna helgisiði eða sérstakar persónur tií að ná takmarkinu. Konan fékk sitt sakramenti i nafni kærleikans og þeirrar trúar, sem hún aðhylltist, og sá maður, er gerði henni þetta kleift, gerði góðverk. Þorsteinn Jónsson, höfundur sögunnar: Sigvaldi Hjálmarsson, forseti Guðspekifélags íslands: Maðurinn gerði rangt. Kærleikur, sem byggist á blekkingum, er enginn kærleikur, oft bara hugleysi. Menn hafa ekki leyfi til að óvirða kærleikann með því að villa á sér heimildir í hans nafni. — Ef mér leyfist að spyrja: Hver hefur umboð til að gefa upp sakir, hafi hann ekki umboð til að sakfella? Og hver Þykist hafa dómsvald yfir náunga sínum á banabeði? Maðurinn vissi ekkert hvað hann var að gera, gat ekki vitað með vissu að nokkur maður hefði það vald, sem hann lét liðast, að konan héldi, að hann hefði. Fyrir því gat hann ekki heldur á nokkurn hátt verið viss um, að Það verk, sem hann vann, væri kærleiksverk. Steingrímur Sigurðsson, rithöfundur: Ég veit ekki hvernig hægt er að ætlast til Þess af nokkrum, sem veit hvað sakrament er, að hann svari þessu játandi. Hvernig getur það líka verið Guði þóknanlegt að gefa deyjandi manneskju falskt sakrament, þótt það kunni að fróa stundarlega eins og hver önnur þægileg blekking. Maðurinn, sem lék svona á gömlu konuna I sögunni, er eitt dæmi um þegar gáleysingjar fremja syndsam- legt athæfi undir yfirskini samúðar. Hitt er annað mál, að tilhneigingin, sem þarna kemur fram, rýrir á engan hátt bókmenntalegan tilgang eða tilverurétt sögunnar frá mannlegu sjónarmiði. Slður en svo. Hendrik Ottósson, fréttamaður: Þetta hefði ég hik- laust gert sjálfur í hans sporum, — og þótzt meiri maður af. Ég held að það sé sama hvernig á þetta er litið, hvort sem maður horfir á það venjulegum mannleg- um augum, augum meðalkristins manns, eða með augum hvaða kristnitrúar, sem er. Aðalatriðið við þenn- an verknað, — sama hvernig á hann er litið — er það að lina dauðastrið konunnar og koma henni í æskilegt hugarástand. Hugarástand konunnar hefur i þessu tilfelli orðið hið sama og Þótt einhver prestur eða annar prókúruhafi Guðs almáttugs hefði framkvæmt at- höfnina. Konan iðraðist sinna synda og gaf sig fúslega á vald þess Guðs, sem hún trúði á, en það létti henni siðustu og erfiðustu stundirnar. Þarna var svo sannarlega engin synd framin, þvi mað- urinn gerði þetta einungis af náungakærleik. Hann var staðgengill prestsins í þessu sérstaka tilfelli og hans athöfn varð jafngild fyrir konuna, fyrir þann guð sem hún trúði á og fyrir þá kirkju, sem presturinn þjónaði. Jafnvel kirkjan — hver sem hún kann að vera — lítur með náðaraugum og jafnvel velþóknun á slika „fyrstu hjálp“. Rómversk-kaþólska kirkjan ekki sízt, Þvi þeir trúa því að sakramentið megi allt eins gefa eftir dauðann, ef það hefur ekki verið hægt fyrr. Sálumessur eru haldnar á hverjum degi í hundruðum kirkna og þar er þess beðið að látnum mönnum verði veitt aflausn, ef þeir hafa ekki fengið hana í Þessu lífi. Þess vegna hefði þeim mátt vera sama þótt þessi gamla kona hefði komizt á ógildum að- göngumiða inn í Himnaríki og vafalaust mundi Guð al- máttugur ekkert fara að ragast í Því, úr því hún vissi ekk- ert um Það, gamla konan, blessunin. Guðmundur er þekktur fyrir störf sín I þágu spiritismans, á sinn frjálslynda hátt, og Guðspekifé- lagsins. Mun mörgum í minni er hann fann bein Agnesar og Friðriks í Vatnsdalshólum 1 Húnavatns- sýslu — eftir tilvísun, er hann fékk í draumi. Hafði mikið verið gert til að finna greftrunarstað þeirra áður, en ekki tekizt fyrr. „Maðurinn gerði alveg spursmálslaust rétt, séð frá hvaða sjónarhóli, sem er. Það hafa allir rétt og leyfi til að gefa deyjandi manni sakramentið, ef þannig stendur á að prest- ur er ekki viðstaddur." — Mér hefur verið bent á það að Þessi maður hafi ekki verið löglegur prókúruhafi Guðs almáttugs ... „Jú, jú, jú, jú! Mikil ósköp. Hann var sko réttur prúkúru- hafi í þessu tilfelli. Hvenær sem þú réttir þínum litla bróður hjálparhönd í nafni kærleikans, þá gerir þú það i umboði Krists, — eftir hans eigin fyrirmælum. — En finnst þér ekki að konan hafi komizt inn í annan heim á ógildan aðgöngumiða, ef ég mætti segja svo? „Nei. Samlíkingin er að sumu leyti skemmtileg, en hún er ekki rétt. Hún var með fullgildan aðgöngumiða og það meir að segja í stúkusæti . . . og maðurinn var greinilega búinn að panta sér ágætis pláss, Þegar þar að kæmi, með þessu kærleiksverki ...“ Guðmundur Hofdal: TIKAH 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.