Vikan


Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 42

Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 42
ÞEGAR RIGNIR ÚTI GETIÐ ÞÉR NOTIÐ SÓLAR OG SUMARAUKA MEÐ OS R A M Ultra Vitalux háfjallasól á yðar eigin heimili. Einnig getið þér fengið heita bakstra með infra-rauðum geislum OSRAM Theratherm lampans. Leitið nánari upplýsinga í raffangaverzlunum, sem verzla með O S R A M -vörur. OSRAM ULTRA-VITALUX Sakrament. Framhald af bls. 13. alda af gleði yfir þvi, að hafa gengið heim í kotið til þessara aumingja. Ég skrönglaðist inn stutt, myrk göng, og komst inn í baðstofu. Hún var lítil, tvö stafgólf, lág og óvist- leg. í henni miðri var þiljað upp að bita til beggja hliða, en gangur á milli, og opið 1 gegn fyrir ofan bitann. í innri hlutanum var Ijós, lampi hékk þar á krók og logaði dauft á honum. Auk þess var ísa- foldarblaði vafið utan um lampann — svo birtan yrði minni. Þegar ég kom inn, lá gamla konan og mókti. Hún dró andann þungt og óreglulega, og hafði hryglu. Bóndinn, sonur hennar, sat á rúm- 42 VIKAN inu á móti og horfði á hana. Hann benti mér að setjast hjá sér. „Það hefir verið að draga af henni í allan dag“, hvíslaði hann að mér. „Hóstinn er nú horfinn, og þá kom hryglan". „Það er ekki álitlegt“, sagði ég. „Hún er i dauðanum", sagði hann, og svo sátum við þegjandi um stund. Bóndi laut að eyra mér aftur. „Ég verð nú að biðja yður bónar“, hvíslaði hann. „Ég þarf dálítið að líta til skepnanna, ég verð fljótur. Mér sýnist hún nú heldur betri. Gerið það nú fyrir mig, að vera hjá henni á meðan ég skrepp í húsin". Ég gat auðvitað ekki neitað hon- um um það. En ég sagði honum, er hann fór, að mér sýndist hún eiga skammt eftir ólifað. Ég hafði einu sinni áður séð gam- almenni deyja. „Blessaðir reynið þér að borða á meðan“, sagði hann um leið og hann fór. En matarlystin var nú horfin. Ég var órólegur. Einhver dökkur og leyndardómsþrunginn kvíði læsti sig inn í sál mína, ótti eða kvíði. Ég reyndi til að hrekja hann burtu af alefli, ég sagði við sjálfan mig, að ég væri sendur hingað af forsjóninni til þess að verða að liði, að öðru leyti væri mér þessi viðskilnaður alveg óviðkomandi. Alveg jafn óvið- komandi eins og ég sæti enn á steininum við veginn og horfði á Ijósið í kotinu. — En allt í einu opnaði gamla kon- an augun, sneri andlitinu að mér og starði á mig. Mér varð ónota- lega við, og ég stóð ósjálfrátt upp og gekk að rúminu. Augun voru svo hvöss og undarleg. Hún hærði varirnar. Hún var að berjast við að segja eitthvað. En ekkert heyrðist. Eg beygði mig nið- ur að henni, og lagði eyrað við, en heyrði fyrst ekkert nema hrygl- una. Svo var eins og kraftar henn- ar yxu, og ég heyrði slitrótt, ern greinilega: „Guði — almáttugum - sé lof — að þér eruð — kominn — séra Pétur — nógu fljótt“. Mér varð svo við, að ég rétti mig upp. Þetta hafði mér alls ekki dott- ið i hug. Eg var alveg ráðalaus, orðlaus augnablik. Hún sá þegar hik- ið á mér, en misskildi mig auð- sjáanlega. Angistarsvipur kom á gamia úttaugaða andlitið. „Ó, drottinn minn“, stundi hún, og nú svo greinilega, að ég heyrði vel orðaskil, „ég veit að ég er ekki þess verðug, að fá þitt heilaga blóð til að lauga í syndasárin min og græða þau. Ó, drottinn minn“. Tárin komu fram í augun á henni, hún iokaði þeim og endurtók stöð- ugt: „Ó drottinn minn“, en ég stóð sem höggdofa, horfði á hana og vissi ekki, hvað ég átti að segja. Svo opnaði hún aftur augun. „Séra Pétur, séra Pétur“, sagði hún, „gefið þér mér sakramentið fljótt, í Jesú heilaga nafni“. llún hreyfði sig eins og hún ætlaði að risa upp i rúm- inu, en var svo máttfarin, að hún gat aðeins lyft annarri hendinni lítið eitt upp á móti mér. — Hún sagði þetta svo lágt, að ég heyrði það varla, en þó fannst mér hún hrópa — hrópa lengst utan úr hyl- dýpi örvæntingarinnar, hrópa á þá einu hjáip, sem unnt var að fá. Þá hjálp, sem ein gat dugað úr þvi, sem komið var. Hvað átti ég að gera? Ég var i ákafri geðshræringu og fann, hve ég var ákaflega vanmáttugur þessa voðalegu stund. Hversu afskaplega vanmáttugur ég var gagnvart ógn dauðans. Ég klappaði á kinnina á henui. Hún hrökk undan þvi, eins og hún þyldi það ekki. „Guð er mismunnsamur“, sagði ég, „verið rólegar. Jesú Kristur fyr- irgefur yður syndir yðar. Þér hafið unnið verk yðar dyggilega, og fáið nú launin vel_ verðskuiduð, góða, gamla kona“. Ýmislegt fleira sagði ég, en fann um leið, hversu lítili ég var og ómyndugur allra þeirra orða. Því, satt að segja, hugsaði ég litið um andlega velferð mína og annarra hversdagslega, og hafði aldrei búizt við þvi að verða sálu- sorgari deyjandi, trúaðrar konu. En alvara þessarar stundar gagntók mig algerlega. „Sakramentið, sakramentið“, — stundi hún stöðugt. Og ég sá að hún var i dauðanum. Og þá kom atvik fyrir, sem varð til þess, að ég segi þér nú þessa sögu. Ég hreyfði mig eitthvað, rétti mig upp, eða beygði mig niður. Þá gutl- aði í portvínsglasinu í vasa mínum. Þú mátt reikna mér það til synd- ar, ef þér sýnist svo. Ég ásaka þig ekki fyrir það. Hugsunin greip mig þegar. Ég hrökk við, þegar hún greip mig, eins og rafmagnsstraum- ur hefði farið í gegnum mig. En i framhaldi af henni beit ég á jaxl- inn og dró pelann upp úr vasa minum. Ég veit það, að aldrei getur nokk- ur maður séð meiri svipbrigði en þau, sem ég sá á andliti gömlu deyj- andi konunnar á Heiðarbæ, þegar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.