Vikan


Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 30

Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 30
í fullri alvöru: Þjófar sem sleppa 1 öllum menningarlöndum er eignaréttur friðhelgur og verndaSur meS lögum, sem ákveða þunga refsingu og bótaskyldu hverjum þeim er tekur nokkuð það ófrjálsri hendi, sem er annara eign. Þessi lög- gjöf stendur djúpt rótum i samfélagslegum erfðum og meðvitund allra þjóða og er að eðli til jafngömul „ættinni“ og „fjölskyldunni“, hefur með öðrum orðum þróazt og þroskazt með þjóðfélaginu frá fyrstu tið. Það má því kallast furðu gegna, að þeir sem stela því sem hverjum manni er dýrmætast og engum verður bætt, skuli samkvæmt þessari löggjöf ekki einungis sleppa við ákæru, dóm og refsingu — heldur og þjófsorð. Þeir gera sér ekki einu sinni grein fyrir því sjálfir að þeir séu ófrómir á annara eign, enda geta þeir verið og eru yfirleitt, strangheiðarlegir að öðru leyti. Eins og aðrir sem ófróms iðju stunda, beita þjófar þessir mismunandi aðferðum og gengur ólik hneigð til — sumum sjúkleg árátta, öðrum algert skilningsleysi eða virðingarleysi gagnvart eignaréttinum á þessu takamarkaða sviði, enn öðrum eigingirni eða það hrokakennda kæru- leysi, sem oftast er sprottið af minnimáttarkennd. En það er þeim öllum sameiginlegt, að þeir gera sér yfirleitt alls ekki grein fyrir að þeir séu neinu að stela — það á sér jafnvel stað að þeir telji sig stunda iðju sina i vináttuskyni við þá, sem biða óbætanlegt tjón af þeirra völdum. Sumir eru jafnan einir að verki, aðrir mynda sér klíkur og samtök — og loks eru þeir, sem stunda þennan sérstæða þjófnað á vegum hins opinbera eða undir þess verndarvæng, en sá hópur er býsna fjölmennur í öllum menningarlöndum, hversu ótrúlegt sem það kann að virðast. Þetta eru tímaþjófarnir — þeir sem stela af manni þeirri stund, sem aldrei kemur aftur og enginn getur bætt honum. Náunginn sem sezt upp hjá manni á vinnustað eða heimili og stelur drjúgri stund frá starfi eða hvild með endalausu og ómerkilegu masi, eða heldur langar hrókaræður í sima, er þessara þjófa ef til vill hvim- leiðastur — en tiltölulega meinlausastur, að minnsta kosti mun mein- lausari þeim, sem stela skemmri og lengri tíma af mönnum með óstund- visi sinni, eða er það árátta að lengja allar umræður með innantómri mælgi eða tilgangslausu þrasi. Enn viðsjálli eru þeir, sem stela tima af fjölda manns með skrumauglýstu fánýti til „dægrastyttingar“ eða' „skemmtunar“. Og svo eru það hin skipulögðu timaþjófnaðarsamtök — klúbbar og félög, sem undir stjórn „framtakssamra og „félagslyndra“ manna reita með lægni hverja tómstund af meðlimum sínum. Þannig mætti lengi telja. Þeir eru þó hættulegastir og örðugastir við að fást, sem stunda tíma- þjófnað sinn á vegum þess opinbera eða undir verndarvæng þe-ss; t. d. skrifstofu- og afgreiðslumenn við opinberar stofnanir, sem — oftast nær fyrri sjúklega minnimáttarkennd •— þykjast verða að sýna „vald“ sitt á þann hátt að þeir taka ekki einu sinni á móti ákveðinni greiðslu eða skrifa tilskylda viðurkenningu, að það kosti samborgara þeirra ekki langa bið að nauðsynjalausu. Þessi timaþjófnaðarárátta virðist svo stöðugt færast í aukana að sama skapi og menn eru hærra settir á vegum opinberra stofnana, því engir eru þar ófrómari fulltrúum og skrifstofustjórum, sem finna minnimáttarkennd sinni útrás í því að láta þá, sem við þá þurfa að tala, og þeir eru stöðu sinnar vegna skyldugir að ræða við, eltast við sig — á stundum dögum saman. Þarna gengur hið opinbera líka á undan með lélegu fordæmi — fyrir algert tillitsleysi við borgarana er svo um hnútana búið, að menn verða kannski að fara á þrjá eða fjóra staði, sem talsverður spölur er á milli, vegna nauðsynlegrar afgreiðslu sem hæglega gæti farið fram undir einu og sama þaki, ef einhver skilningur á eignarétti manna á þessu sviði væri fyrir hendi. Þess eru dæmi, að læknar, sem i liknarskyni við sárþjáða sjúklinga hafa stytt ævi þeirra um nokkrar klukkustundir, er þeim gátu ekki til neins orðið nema þjáninga, hafa hlotið fyrir það hina hörðustu refsingu. Þetta virðist í algerri mótsögn við það, að engum kemur til hugar að refsa þeim, sem i rauninni stytta starfsævi samborgara sinna um stórum mun lengri tima samanlagt. Og að þeir, sem stela því, sem mönnum er dýrmætast, og engum verður bætt, skuli vera nálega einu þjófarnir, sem engin lög ná yfir. Drómundur. Bergþóra skrifar um konur og karla: Ég vil ekki flytja Unga konan, sem ég kynntist um daginn, var óvenjuleg mann- eskja. Óvenjuleg fyrir þá sök, að hún var ánægð með tilveru sína, í stað þess að við þráum flest okkar annað en það, sem við eig- um við að búa. Hún hafði alizt upp i litlu þorpi úti á landi, gengið í skóla þar og gifzt þar. Þar áttu foreldrar hennar heima og allir hennar kunningjar. En nú hafði maðurinn hennar gerzt valdur að þvi, að hún stóð and- spænis vandamáli, sem hún átti örðugt með að leysa. Hann vildi flytjast til borgarinnar og kom- ast betur áfram í lífinu; vissi að þar voru fyrir hendi betri mögu- leikar í starfi hans og afkomu. Hann var orðinn þreyttur á þvi, að allt hjakkaði í sama farinu — en þetta „sama far“ var henni hins vegar tákn alls þess, sem hún vissi bezt í lífinu. — Ég vil ekki fyrir nokkurn mun flytjast héðan, sagði hún við mig. Þótt maðurinn minn kunni að fá betri laun, veit ég að það verður á kostnað þess, sem er mér meira virði. Þetta er mitt þorp, hér tala minningarnar til mín úr hverjum krók og kima og hér á ég marga góða vini og kunningja. Ég veit að ég uni mér aldrei í borginni, þar sem maður týnist i fjöldanum og þrengslunum. — En maðurinn minn hlær að mér, og segir að ég sé einföld. Það sé óþarfi að vera einmana i borginni, þar sem fullt er af fólki i kringum mann, og ótal félagssamtök og skemmtanir. Ég veit ekki hvað hann á við, þegar hann talar um skemmt- anir, en hérna getum við farið í kvikmyndahús og leiksýningar eru liér öðru hverju, og hér eru allir mínir vinir. Það nægir mér. Ég skildi hana til hlitar. Ég hef á stundum heyrt þvi fleygt, að sumar manneskjur séu „fæddar“ til að búa í fámenni, aðrar til að búa i marg- menni, en ég hef aldrei lagt neinn trúnað á það. Og samt sem áðui; virt- ist þessi unga kona vera ein af þeim manneskjum, sem una bezt lifinu í kyrrð og fámenni, — geta ekki fest rætur i þys og hraða stórborgarlifs- ins og standa því vörð um sitt venju- bundna og þægilega öryggi. Ég held þó, að liún hafi fyrst og fremst verið haldin ótta — ótta við hið óvissa og ókunna. Ótta við að glata ein- hverju, sem hún mundi svo aldrei finna aftur. Hvergi getur maður orðið eins ein- mana og í stórborg, það kemst marg- ur að raun um, sem þangað flytur. Hvergi eins einmana og í fjölbýlis-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.