Vikan


Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 35

Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 35
GefjunaráKlæöin breytast sltellt t fitum 0£»ununztrum, þvi ræður tizkan nverjti slnni. Eitt breytist Dó ekki, vöruvðndun verk- i ldA3dflMV NfirJ3D j.D3TivjMvaa3jy AMd31S iMnrui avNoradionj aun oe NVMZfiN dVO T _ i 'bbipnar HrústmerkiÖ (21. marz—20. apríl): Það kemur dálítið óvænt fyrir, sem mun koma þér og fjöl- skyldu þinni í uppnám, en koma mun síðar í 1 jós, að einmitt þú munt hagnast á þessum óvænta atburði. Lánið virðist yfirleitt ætla að leika við þér, líklega vinnur þú í happdrætti eða græðist fé á ann- an hátt. — Heillaiitur rautt. Nautsmerkiö (21. apríl—21. mai): Þú munt fá beina eða óbeina gleði að því að kynnast manni eða konu um helgina. Liklega verður þetta i sam- kvæmi Þú skalt ekki reiða þig um of á loforð annarra í vikunni, heldur treysta einungis á sjálf- an þig. Það gengur of mikið á fyrir þér, þú ættir að reyna að stilla þig og halda þér betur að vinnunni. ___ Tviburamerkiö (22. maí — 21. júní): Einhver, sem vill þér vel, verður fyrir aðkasti kunningja þinna að ósekju. Reyndu að rétta hlut hans. 111- ur orðrómur kemst á kreik um þig og vin þinn, en sá orðrómur hefur ekki við neitt að styðjast. og skaltu reyna að sýna fram á hið sanna í málinu. Þú munt skemta þér mikið. Krabamerkiö (22. júní — 23. júli: Maður eða kona. sem þú hefur talsvert af að segja. þarfnast aðstoðar þinnar, en hefur ekki kjark í sér til þess að leita ráða þinna. Þér berast fréttir varðandi mál, sem gæti breytt framtíð þinni talsvert. Ef til vill kemur leiðinlegt atvik fyrir um helgina. Heillalitur er rautt. LjónsmerkiÖ (24. júlí — 23 ágúst): Nú er tæki- færið til þess að ná þvi takmarki, sem þú hefur verið að keppa að síðustu vikurnar. — Þú skalt reyna að færa þér í nyt öll þau góðu tækifæri, sem þér bjóðast i vikunni, þvi að ekki er víst að þér bjóðist önnur slík á næstunni. Helgin verður mjög skemtileg og tilbreytingarrík. MeyjarmerkiÖ (24. ágúst — 23. september): Vik- an verður tilbreytingarlaus, en bú munt lifa þægilegu lífi án allra skakkafalla. Miðvikudag- urinn verður þér t.il heilla. Ef þú skipuleggur bet ur. það sem þú ætlar að aðhafast, mun þér verða mikið úr verki. -— Þú finnur ef til vill til kvíða út af máli, sem hefur verið þér ofarlega i huga. VogarmerkiÖ (24. september —- 23. október): Þú munt hafa það á tilfinningunni — og ekki að ást.æðulausu — að einhver svni þér ónærgætni. Við bessu getur þú ekkert gert, nema láta eins og bú takir ekki eftir þessu. Ef þú Þarft að taka skjótar ákvarðanir í vikunni, þá reyndu að halda þér ró- legum, því á því getur mikið oltið. DrekamerkiÖ. (24. október — 22. nóvember): ■— Kuningi, sem þú hefur ekki lengi umgengizt, skvtur skyndilega upp kollinum og verður þér liklega að liði. Þú ættir að reyna að skapa skemmtilegra andrúmsloft á vinnustað, því að það getur þú hæglega. Peningalega er vikan þér naumast hliðholl, en úr því rætist fyrr en varir. Bogmaöurinn (23. nóvember — 21. desember): Þú verður að reyna að gera þér bað Ijóst. að maður verður að læra að skríða, áður en maður fer að ganga. Ef bú lætur ekki af Þessu flasi, munt þú iðrast Þess innilega siðar meir. Líkur eru á að þér berist skemmtileg gjöf í vikunni, sem jafn- vel mun rétta eitthvað við fjárhag þinn. Geitarmerkiö (22. desember — 20. janúar): — Reyndu að nota hugmyndaflug þitt til þarfari hluta en einskisnýtra dagdrauma. Ef þér lánast að beizla hugmyndaflug þitt, eru líkur á að þér vegni mjög vel næstu vikur. — Þú verður að temja þér meiri þolinmæði, þvi að þessi löstur þinn verður þér ftgjstum daglega til baga. VatnsberamerkiÖ (21. janúar — 19. febrúar); — 'Þú skalt ekki ráðast i neitt, sem þú sérð ekki fyrir endann á. Það skiptir miklu fyrir þig, að þú hafir næga viljafestu, til þess að taka andstreymi næstu daga, því að ef þér lánast Það, muntu upp- skera ríkulega — já, og það svo um munar. Heillatala er 7. Helgin verður óvenju tilbreytingarrík. FiskamerkiÖ (20. febrúar — 20 marz): Þú skalt ekki trúa vinkonu Þinni fyrir allt of miklu, Því að hætt er við að hún misnoti trúnaðartraust það, sem þú sýnir henni. Þér gefst tækifæri til þess að hjálpa manni eða konu, sem er i miklum vanda staddur, og með því eignast þú tryggan vin, sem þú munt kannske seinna meir þurfa að leita til. Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. f

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.