Vikan


Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 22

Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 22
Rannveig Ólafsdóttir cr fyrst í röðinni af þeim tíu stúlkum, sem vaidar hafa verið til und- anúrslita og birtast munu myndir af i Vikunni. Hún er 18 ára gömul, fædd og upp- alin í Reykjavík. Móðir henn- ar er Selma Antoníusardóttir úr Vestmannaeyjum og faðir liennar er Ólafur Stefánsson frá Hvammstanga, sölumaSur. hjá Esso. Rannveig hefur lok- ið gagnfræðaprófi og var að því loknu við enskiunám í Englandi. Sl. haust var hún svo í Tízkuskólanum í Reykja- vík. í vetur hefur Rannveig verið módel í málaradeild Handiða- og myndlistarskól- ans. Hún hefur lagt stund á dans frá 9 ára aldri; kenndi i fyrravetur í dansskóla Her- manns Ragnars og kennir þar öðru hvoru i vetur. Hún starf- ar við afgreiðslu í Pennan- um í Hafnarstræti, en í vor langar hana til að komast út í heim og sjá sig um, helzt til Bandaríkjanna. Hún hefur hug á því að halda áfram að vera módel og langar til að komast í tízkusýningar er- lendis.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.