Vikan - 22.02.1962, Blaðsíða 18
\
n
J|EGI var tekið að halla. Emmy
sat meS prjónana sína inni
í fátæklegri stofunni. Smábarna-
fatnaður lá á víð og dreif og bar
því Ijóst vitni að ekki hafði hin
tilvonandi móðir setið með hend-
ur i skauti undanfarna langa og
einmanalega daga. Skyndilega fann
hún það einhvern veginn á sér
að óveður mundi i aðsigi. Andrúms-
loftið varð þyngra, það dimmdi yf-
ir og stakir stormsveipir hreyttu
regndropum á rúður.
Hún reis úr sæti sinu, gekk yfir
að glugganum og horfði út. Mundi
hún nú verða að þola þetta einu
sinni enn — þessa löngu, kvíöa-
þrungnu bið, þangað til Páll væri
kominn heim, heill á húfi? Þessa
bið, sem henni fannst að hún
mundi aldrei geta vanizt eða sætt
sig við.
Nei, hún gat vist aldrei orðið
honum sú eiginkona, sem skyldi.
Hann hefði átt að velja sér konu
úr fiskiþorpinu i stað þess að
kvænast stúlku úr borginni.
o G þó varð Emmy að and-
mæla sínum eigin hugsun-
um, einmitt hvað þetta snerti. Hún
elskaði Pál, auðvitað vildi hún ekki
fyrir nokkurn mun að hann hefði
kvænzt annarri en sér, en hún hefði
kosið að hann hefði aðra atvinnu.
Engin kona gat afborið tii lengd-
ar þessa þrotlausu bið og eftir-
væntingu, þegar eiginmaðurinn var
á sjónum, og þó var hún í sjálfu
sér léttbær samanborið við skelf-
inguna og óttann, sem lamaði mann
í hvert skipti sem óveður skall á.
Að minnsta kosti var Emmy þannig
farið, og hún fékk aldrei skilið
hvernig á þvi stóð, að hinar sjó-
mannskonurnar gátu tek'íð þessu
með slikri ró, sem raun bar vitni.
Voru þær þá í rauninni ekki ger-
samlega sviptar öllum tilfinningum,
þessar þöglu, hlédrægu konur, sem
henni hafði aldrei tekizt að komast
í neina snertingu við þessi þrjú
ár, sem hún hafði búið í þorpinu?
Þeim var það jafn eðlilegt og and-
ardrátturinn, að eiginmennirnir
sæktu sjóinn, að þeir ættu það á
hættu að hreppa storma og fár-
viðri — og að sumir þeirra kæmu
aldrei aftur i land . . . Emmy mundi
aldrei auðnast að skilja þann hugs-
unarhátt.
Þær höfðu að vísu verið henni
alltillegar fyrst í stað. Það var eitt
af þvl sem Emmy gat aldrei fellt
sig við, að það var þvi likast sem
þorpsbúar skoðuðu fiskiverið sem
eitt stórt heimili. Þær höfðu heim-
sótt hana, konurnar, þegar hún var
nýflutt i þorpið, eftir brúðkaupið,
og þá höfðu þær spurt hana spjðr-
unum úr, jafnvel um heimulegustu
hluti. Páll hafði að vísu skilið af-
stöðu hennar, en ráðlagt henni þó'
að einangra sig ekki. Hún ætti að
rabba við þær og reyna að semja
sig að venjum þeirra og sjónar-
miðum. Þeim gengi áreiðanlega ekki
neitt illt til með forvitni sinni.
Ef til vill hafði Páll þar lðg að
mæla, en hún vildi eiga eithvað
ein og út af fyrir sig. Henni gramd-
ist það, að mega alltaf eiga von á
þvi, hvernig sem á stóð, að einhver
nágrannakonan rækist inn fyrin-
varalanst, einungis til þess að fá
kaffisopa og masa. Smám saman fór
þessum óvæntu heimsóknum þó
fækkandi. hvi Emmy hafði ekki stöð-
ugt heitt á katlinum. Aftur á móti
þóttist hún vita það, að þvi meira
væri nú nm hana rætt yfir kaffi-
bollunum i eldhúsum nágrannanna.
TT
iJfcARÐUR stormsveipur gaf til
kynna að óveðrið væri skoll-
ið á. Það var engu líkara en lág-
reist húsið riðaði á grunni. Regnið
og sædrifið buldi á rúðunum og
18 VIKAN