Vikan


Vikan - 22.02.1962, Page 31

Vikan - 22.02.1962, Page 31
— Ég fyrir mitt leyti, hef alltaf álitið það skemtilegra að safna frí- merkjum. húsum og á vinnustað innan um fjölda fólks. Kynni, sem takast við þær aðstæður, verða öll önnur og ópersónulegri en í þorpum og smá- bæjum. Múgur og margmenni í skini neonljósa á ekkert skylt við mann- lega sambúð eða samfélag. En maður má aldrei byggja til- veru sína á umhverfinu. Margar manneslcjur eru þannig gerðar, að þær geta aldrei verið einar af ótta við sjálfar sig, og sé svo, verður viðkomandi að skapa sér tilveru inn- anfrá en ekki utanfrá. Maður verð- ur að skapa sér tilveru, heimili og fjölskyldulíf, sem ekki byggist á um- hverfinu, og ekki er háð því hvar maður býr eða við hvaða skilyrði maður býr, heldur blómgast og þró- ast þrátt fyrir það. Samlif eigin- manns og eiginkonu, samlíf þeirra og barnanna, ailir heimilishættír — það er þetta, sem fyrst og fremst á að vera okkur traustur grundvöllur alla daga og á hverju sem veltur hið ytra, algerlega óháður þvi, hvar maður býr eða hvort maður skiptir um bústað og umliverfi. Vissulega er vald vanans sterkt, og það væri fásinna að viðurkenna ekki þá staðreynd, að sumar manneskjur eru þannig gerðar, að þær kunna fyrst í stað illa við sig í nýju hús- næði og nýju umhverfi. En yfirleitt neyðast þær til að samlaga sig breyttum aðstæðum — og yfirleitt tekzt þeim það líka. Það veit ég lika af eigin raun, að svo fremi sem okkur tekst að sigrast á óttanum við umbreytingarnar, eyk- ur það okkur oft og tiðum þroska að miklum mun. Það er þroslcandi að kynnast nýjum viðhorfum, maður öðlast skarpari sjón á sjálfan sig og umhverfið. Það getur valdið manni nokkrum sársauka á me-ðan breyt- ingin stendur yfir, en reynslan ger- ir mann sterkari og öruggari eftir á. Sá sem er sjálfum sér nógur og hefur náð jafnvægi í tilveru sinni, óttast ekki að breyta um heimkynni eða dvalarstað. Hann veit að hann unir sér jafnvel í litlu þorpi og stór- borg, og það breytir þar ekki neinu um, hvert hann flytur eða fer. Það byggist á öðru djúplægara, en þó einföldu og auðskildu, — að reyna að öðlast innra jafnvægi og sam- ræmi. Þá er manni auðvelt að lifa í sátt og samlyndi við aðra og um- heiminn. Sindrastóll gerð H-5 'Fæst hjá húsgagnaverzlunum víða um iand $in4rAsmiðjfln h.f. Hverfisgötu 42 — Sími 240G4. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.