Vikan


Vikan - 05.04.1962, Qupperneq 17

Vikan - 05.04.1962, Qupperneq 17
Einn liSurinn í því að hressa upp á sjálfa sig og umhverfiö er að fá sér ilmvatn og ekki aðeins það, heldur einnig aS nota það réttilega. Hér á eftir fara nokkur fróðleikskorn um ilmvötn. Hve lengi helzt ilmurinn af ilmvatni? í fjóra klukku- tíma. Er það mögulegt að nota of iítið af ilmvatni? Já, það er hægt að nota svo litið af þvl að það skemmi frekar en hitt. Þegar einu sinni er búið að opna ilmvatnsflösku, byrjar alkohólið smám saman að gufa upp, það raskar hlut- föllunum i ilmvatnsblöndunni og eyðileggur því hinn rétta ilm. Það er ódýrara að nota ilmvaln daglega. Fer það ekki eftir gæðum? Sum ilmvötn eru mjög dýr, en flest góð ilmvötn eru á meðalverði. Hvað er hægt að gera til að ilm- urinn haldist lengur? Olían í hárinu heldur ilminum lengi við. Iíona ætti alltaf að setja nokkra ilmvatnsdropa í hárið á sér, þegar hún klæðir sig og jafnvel setja örlitið af ilm- vatni í síðasta vatnið, þegar hún þvær á sér hárið. Bómullar- hnoðrar vættir í þvi ilmvatni, sem konan notar ættu að vera i skúffum, töskum og hattaöskjum. Hvernig á að fara að því að velja ilmvatn? Með nefinu. Efnafræðilega er húð hvers einstaklings ólík, þannig að hvert ilmvatn er öðru visi á einum en öðrum. Áður en kona getur gert sér ljóst, hvort ilmvatn er rétt fyrir hana, verður hún að prófa það á sinni eigin húð. Hvaða munur er á ilmvatni og Gologne? Ilmvatn er mikiu sterkara. Það inniheldur ekki alkohol nema rétt til að halda við uppgufuninni. Cologne inniheldur miklu meira alkohol og er þvi veikara og gufar fyrr upp. Stenk- vatn, sem flestir halda að sé veikara en Cologne er venju- iega sterkara. Geta Cologne og steinkvötn komið í staðinn fyrir ilmvötn? Nei, það er ekki það sama. Kona sem vit hefur á snyringu notar þau á líkamann sem undirlag fyrir ilmvatnið. Hvað er átt við með nútimailmvatnsblöndum? Það eru itmvötn, sem innihalda eðlilegar olíur biandaðar saman við gervioliur. Eru gervioliur eins áhrifarikar og eðlilegar oliur? Já, og þær hafa gefið ilinvatnsframleiðend- um miklu fjölbreyttari tækifæri til framleiðslu. Eru sum ilmvötn ætluð fyrir nokun að degi til og önnur að kvöldi til? Nei, ilmvatnsframleiðendur nú á tímum ætlast til þess að kona noti það ilmvatn, sem henni fellur, hvenær sem er. Geri það að vissum þætti i persónuleika sinum. Hvaða ilm* vötn eru einkum notuð af frægum konum? Það er enginn sérstakur ilmur, sem er í uppáhaldi með frægum konum. Þær velja ilmvötn, sem hæfa þeirra persónuleikum. Marilyn Monroe og Deborah Kerr nota nútímailmvötn. Rossalind Russel og Doris Day nota gamaldags blómailm. Jacqueline Kennedy velur sterk nútíma ilmvötn og dálítið „exotic“. Hvað er það helzt, sem ekki á að gera við ilmvötn? Það á aldrei að bera þau beint í föt, útkoman getur orðið allt önnur en ilmurinn af ilmvatninu. Hiti og ljós hjálpa til við uppgufun alkoholsins. Svo það verður að geyma það fjarri ofnum og sólarljósi. Ekki hella því á ykkur og berið heldur ekki of litið af því. En aðalatriðið í sambandi við ilmvatn er það, að fylgja nefinu. Ekkert er heldur eins hvimleitt og blárauðir fætur, en þvi miður sést allt of mikið af þeim að af- loknum vetri. Einnig getur slæm blóðrás átt þar hlut i máli. Gott ráð við þessu fyrirbæri eru víxlböð. Setjið annan fótinn i fötu með köldu vatni og hinn í fötu með heitu vatni, og vatnið verður að vera vel heitt og vel kalt. Síðan skiptið þið um fötu á hálfrar mínútu fresti. Einnig er gott að setja styrkjandi baðsalt i vatnið, þá sláið þið tvær flugur i einu höggi. Gætið þess einnig að borða nóg af vitaminum, þetta á ekki eingöngu við fæturna. Hafizt eitthvað að í tómstundum, sem hefur það í för með sér, að fæturnir eru á hreyfingu. Hvernig er með dans? ©g þá fáu köldu vetr- aradga, sem eftir eru, vonum við, eigið þið án undantekningar að vera í hlýjum og þykkum sokkum. Vortíxitoo í rnólningu og bórgrelðslu H á r i ð er ekki lengur eins og frauðpinni uppi á höfðinu. Bylgjur og mýkt fylgja hártizkunni 1962. Hárið er oft greitt út í aðra hliðina. Það er eðlilegt að margar ykkar setjizt niður og hugsið um það, hvernig eigi að fá gljáa aftur á hárið. Svarið er einfaldlega, að nota minna hár- lakk, túbera hárið minna og bursta það meira. Hliðarsvipurinn er mjög mikilvægt atriði í tizkunni 1962 og reynt er að greiða hárið aftur og upp í boga. Hárlitun er fullkomin og getur fullnægt ölium ykkar kröfum. Aðalliturinn er brúnt. M á 1 n i n g : Yfir hana má nota eitt lýsingarorð „matt“. Ilin nýju krem, sem innihalda bæði undirlag, yfirlag og meik (fluid all-in-one creams) munu verða algjörlega rikjandi. Þau gefa húðinni ekki mélað yfirbragð eins og púður, og ekki lieldur gljáa, heldur Ijóma. En auðvitað er allt undir því komið að þið finnið þá tegund, sem á við ykkar húð. Hér ætla ég að nefna nokkrar tcgundir, sem gaman væri fyrir ykkur að prófa: Lancóme's Solaire Mat, Revlon's Con- tempera, Max Factor's Sheer Genius, Helena Rubinstein's Coverfluid. Það er ekki vist, að þetta sé komið hér á markaðinn, en það mun þá gerast bráðlega. V a r a 1 i t u r hefur fengið fulla uppreisn og mun skína í öllu sínu veldi árið 1962. Nýjasti Revlonliturinn er t.d. Revlon Super-Lustrous II. Aðallitirnir eru rósbleikt, rauður og appelsínu- gult er notað skærrautt eða skærrautt með ofur- litlu gulu í. Við flesta aðra liti er notaður hreinn rauður. Við blátt, sem er aðaitizkuliturinn þctta sumar, má nota allar tegundir af bleiku. Við rauður og við jadegrænt er notaður skærbleikur án þess að nokkuð blátt sé í honum. Augnmálning er ekki eins bogadregin og var, heldur miðast meira að þvi að gera augun dálítið beinsett i andlitinu. Og auðvitað er hún notuð til að stækka augun, eins og alltaf. Og aðalatriðið í sambandi við tizkuna er eins og ég sagði áðan, hliðarsvipurinn, við hann er hár- greiðslan aðallega miðuð. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.