Vikan


Vikan - 05.04.1962, Síða 21

Vikan - 05.04.1962, Síða 21
SMASAGNA KEPPNI Til er gamalt annálsbrot, sem greinir frá ógnþrungnu atviki í mjög fáum orðum. Það er svona: „Árið 1232 gerðust þau hræðilegu tíðindi, að Þor- lcifur nokkur Þórðarson drap Þorbjörn prest Þor- steinsson í Vogi á Mikaelsmessudegi (29. sept.) þá er hann var skrýddur fyrir altari. Síðan lagði þessi Þorleifur sjálfan sig í gegn með hnífi“. Fleiri eru þau orð ekki. Engar sögur eru til um ástæð- urnar fyrir verknaði Þorleifs, en vafalaust hefur það verið mikið drama, sem þarna gerðist og átt aðdraganda mikilla átaka. Vogur: Kirkjuvogur í Höfnum. Vikan efnir hér með til smásagnakeppni í sambandi við annálsbrot þetta og skorar á íslenzka smásagnahöf- unda að vefa utan um atburð þennan. Aðeins ein verð- laun verða veitt og þau eru 5000,00 krónur í peningum. Vikan áskilur sér rétt til birtingar á verðlaunasögunni endurgjaldslaust fyrir utan verðlaunin, og áskilur sér einnig rétt til birtingar á öðrum sögum úr keppninni, ef ástæða þykir til og verða þær greiddar með venjulegum ritlaunum. Frestur til að skila smásögum er til 15. júlí 1962. Sög- urnar skulu vélritaðar og merktar moð dulnefni, en hið rétta nafn höfundar skal fylgja í lokuðu umslagi. Dómnefnd í þessari smásagnakeppni skipa Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, rithöfundur; Helgi Sæmundsson, formað- ur menntamálaráðs og Gísli Sigurðsson, ritstjóri Vik- unnar. °9 svo er það DANSHLJOMSVEIT ARSINS Eftir tíu daga rennur út frestur til þess að skila atkvæðaseðlum i kosningum þeim, sem Vikan efndi til um beztu hljóðfæraleikara ársins. Ef þetta skyldi hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá einhverjum, þá geta að minnsta kosti þeir sem búa i næsta nágrenni við okkur tekið þátt i kosningunni. I siðasta blaði birtum við lista yfir all- margar liijómsveitir, sem hafa á að skipa þeim hljóðfæraleikurum, sem ætla má að séu snjallastir i danshljómlist. Við birturn lista yfir tíu hljóðfæri og það var ætlazt til, að eitt nafn yrði skrifað við hve,rt hljóðfæri. Siðan stefnum við saman þeim mönnum, sem kjörnir verða beztir og einhvern tíma í maí í vor, efnum við lil hljómleika, þar sem hljómsveit ársins kemur fram. Sem sagt: Eftir tíu daga verður talið og síðan birtum við úrslitin í blaðinu við fyrsta tækifæri. Að sjálfsögðu er heimilt að greiða mönnum atkvæði, enda þótt þeir séu ekki á list- anum, sem Vikan birti. Sá listi var aðeins til hægðarauka. FRESTUR TIL AÐ SKILA ATKVÆÐASEÐLUM RENNUR UT EFTIR TÍU DAGA

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.