Vikan


Vikan - 05.04.1962, Side 24

Vikan - 05.04.1962, Side 24
Kvíkmyndasagan SÖGULOK Myndin verður sýnd í Trfpólíbíói á næstunni Morguninn eftir, skömmu fyrir átta, bar þá að Edensgarði, Abe Dia- mond, eiganda hússins og nýja leigj- andann, herra Lapwich. Lögreglu- fulltrúinn var í fylgd með þeim. Ally, sem sat úti á veröndinni ásamt þeim Mario frænda, Soffíu og frú Rogers ,sá til ferða þeirra. Mario og Soffía voru þarna með allar sínar föggur og farangur, Ally líka; þeim var ekkert að vanbúnaði, nema hvað þau kunnu ekki við að leggja af stað án þess að kveðja Tony. Frú Rogers gerði þá grein fyrir komu sinni, að sig hefði langað til að kveðja þau, Mario, Soffíu og Ally litla. Pau létu sem þau tryðu því, enda þótt þau vissu ósköp vel, að minnsta kosti hún Soffía litla, að erindi hennar var allt annað. En það var bara þetta .... Tony hafði ekki komið heim í nótt. — Hvað er klukkan orðin? spurði Mario óþoiinmóður. Við missum af lestinni. Soffina kinkaði kolli. —• Þá förum vði með þeirri næstu. — Heldurðu kannski að það gangi járnbrautarlest þessa leið með nokk- urra mínútna millibili, rétt eins og strætisvagn. ■— Þá förum við með fiugvél. — Það var fastákveðið að við íær- um með járnbrautarlest, og þá förum við með járnbrautarlest. — Mario .... stilltu þig og lestu morgunblöðin, sagði Soffía. —• Hvar í ósköpunum getur mað- urinn verið alla nóttina? Að hann skuli ekki einu sinni koma heim til að kveðja drenginn. Soffia — við missum af lestinni .... — Við skulum fara, sagði Ally. Ég kæri mig ekkert um að kveðja hann. Fyrst honum stendur algerlega á sama um mig. Soffía settist hjá honum. — Þetta er rangt, sagði hún. Hann vill allt fyrir þig gera. Honum þykir innilega vænt um Þig. En þú verður bara að athuga Það, að hann er enn drengur, þótt hann sé kominn á fimmtugsald- urinn, ekki nærri eins fullorðinn og þú, þótt þú sért ekki nema tólf ára. Og hann ann þér hugsástum, Ally. Þú kemur heim með okkur eingöngu vegna þess, að þú þarft að eignast stöðugt heimili, en það getur hann aldrei veitt þér .... Þegar Tony lét loks sjá sig, var hann því líkastur sem hann hefði ekki sofiö væran blund alla nóttina. Það hafði hann ekki heldur gert. — Hvar hefurðu haldið þig í alla nótt, öskraði Mario. Ræfill, bætti -- hann við. Soffia reis á fætur og vildi ganga á milli þeirra. E?n Þess þurfti ekki með. Tony var gersamlega niðurbrot- inn maður. Hann horfði um hríð á ferðatöskurnar. — Jæja, svo þú ætlar að yfirgefa mig, mælti hann við Ally. Eg lái þér það í rauninni ekki. Tony leit á Soffíu, og hún skildi að hann lang- aði til að vera einn með Ally eitt andartak. Hún gaf Mario og írú Rog- ers bendingu um að koma út að biln- um, sem beið þeirra. En Ally reis þá lika á fætur og lét sem hann hvorki sæi föður sinn né heyrði. — Ætlarðu ekki að kveðja mig, spurði Tony. En Ally gekk þangað sem Frank gamli stóð og kvaddi hann með handabandi. — Vertu sæll, drengur minn, sagði Frank gamli. Ég sakna þín einhvern- tíma, því máttu trúa. Að því búnu kvaddi Ally stofu- þernuna. Gekk siðan út að bílnum og lét sem hann sæi ekki föður sinn. Soffia sneri sér að honum. — Þú ferð ekki fet með okkur fyrr en þú hefur kvatt hann. Ally gerði aðeins að hrista höfuðið þrákelknislega. Svo settist hann inn i bilinn. — Mér stendur á sama hvað lengi við bíðum. En ég tala ekki við hann framar. Sofíía leit á Mario og Mario leit á Soffíu. Þetta var þýðingarlaust. Soffía vafði frú Rogers örmum og kyssti hana. — Vertu sæl, elskan. Og mikið varstu sæt að koma að kveðja okkur, svona snemma morguns. Og að því búnu vatt Soffía sér að Tony og kyssti hann. — Harkaðu þetta af þér, Tony .... Tony kinkaði kolli, en kom ekki upp neinu orði. — Ég skal sjá um að honum líði vel, Tony. Þú þarft ekki að hafa nein- ar áhyggjur þess vegna, Ég veit að þú þekkir mig .... — Þú verður að fá hann til að borða vel og reglulega. Það verður að beita hann hörðu, ef hann á að fást til að borða. Mario kom að kveðja Tony. — Hvað tekurðu þér nú fyrir hendur, spurði hann. — Ég hef ekki hugmynd um það. Skyndilega féll hann í grát, Mario og Þeim öllum til mikillar undrunar. Mario tók utan um hann og leiddi hann afsíðis. — Svona, svona, villing- urinn þinn og þrákálfurinn þinn. Hvernig stendur eiginlega á því, að þér verður aldrei neitt úr neinu — og þó sízt úr sjálfum þér. Við erum þó af góðu fólki, það veiztu. Og okk- ur hinum hefur vegnað vel, öllum. .... Hvað er það eiginlega, sem vant- ar i þig ? Tony svaraði ekki, en þegar honum varð litið upp, stóð Ally hjá honum. Framhald á bls. 38. 24 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.