Vikan


Vikan - 05.04.1962, Qupperneq 32

Vikan - 05.04.1962, Qupperneq 32
í fullri alvöru: Hver sólskinsstund Um sama leyti og farfuglarnir hópast hingað til sumardvalar, halda aðrir hópar af stað héðan, flestir eitthvað suður á bóginn, eða öfugt við „vorboðann ljúfa“. Yfir- leitt fara þeir og „háa vcgaleysu“, eins og farfuglarnir — en um fjaðra- blikið skal þó ósagt'látið. Þetta fólk fer utan i leit að sum- arauka, suður á Spáni, Majorka eða Ítalíu; „telur það tryggara að taka út forskot á sæluna“, eins og þar stendur. Suður þar má yfirleitt allt- af ganga að sumri og sólskini vísu um þetta leyti árs, en alltaf nokkur óvissa rikjandi um hvorttveggja hér á landi. Sennilega er það líka þess vegna, að íslendingar eru yfirleitt miklir sóldýrkendur, og reyna að njóta hverrar sólskinsstundar sem gefst. Jafnvel Bakkabræður höfðu það mikið dálæti á sólskininu, að þgir reyndu að bera það í húfum sínum inn í híbýli sin. En það kostar skildinginn að sækja sumarauka suður í lönd, og það eins þótt öllum kostnaði sé í hóf stillt af hálfu þeirra, sem slíkar hópferðir annast. Fæstir eru svo efnum búnir, að þeir eigi þess lcost að fara margar slíkar ferðir á æv- inni, og eins sumarauka nýtur eng- inn til lengdar, nema i minning- unni, sem er að visu nokkurs virði; kannski meira virði en margan grunar. Það er unaðslegt að liggja i sólbaði á mjúkum sandi suður á Majorka, meðan enn næðir svalt í Nauthólsvíkinni — en það eru dýrar sólskinsstundir. Máltækið segir, að hollur sé heimafenginn baggi. Vafalaust verð- ur líka heimafengið sólskin hverj- um hollast. En það er ekki öllum alltaf hægt um vik að njóta þess, grípa stund meðan gefst, því að hér er sólskinið stopulla en suð- ur í löndum. Flestir 'eru bundnir við sína vinnu þann hluta dagsins, sem sól er hæst á lofti. Og komi nokkrir rúmhelgir sólskinsdagar i röð, eru þeir ekki nema tiltölulega fáir, sem geta notið þeirra. Öll þekkjum við það, að koma að skrifstofudyrum og sjá þar lítið spjald með áletruninni: „Lokað vegna jarðarfarar". Stundum er lok- að hluta úr degi, stundum allan daginn; þa8 fer eftir þvl hve við- komandi fyrirtæki er tengt þeim látna. Og okkur kemur ekki til hug- ar að segja neitt ljótt, þótt við verð- um frá að hverfa erindislausir af þessum sökum; síður en svo, það er alltaf eitthvað virðulegt við slika hluttekningu. En hvernig mundi okkur verða við, ef við kæmum að lokuðum skrif- stofudyrum og sæjum spjald á hurð- inni með áletruninni: „Lokað i dag vegna sólskins“? Ætli okkur kæmi þá ekki heldur til hugar að segja neitt ljótt? Það er vitanlega ákaflega fallegt að fyrirtæki sýni látnum starfs- manni þakklæti og virðingarvott með þvi að loka, daginn sem jarðar- för hans fer fram. En mundi þeim látna sjálfum ekki hafa orðið það eins mikil ánægja, „að mega taka út forskot á sæluna“ á meðan hann var á lífi. Fá að njóta sólskins einn dag, lifs og með lifandi starf- systkinum sinum? Og mundi sú tillitsemi fyrirtækis við lifandi starfsfólk sitt ekki borga sig . . . Drómundur. íþróttir. Framhald af bls. 20. áður en fallið hófst. Andrá síðar lá hann í mjúku saginu. Og þversláin líka. Þarna lá hann og starði upp eftir stöngunum. Þarna gat að líta okana titlu, sem ætlað var að halda uppi þverslánni. Það var langt upp þang- að. Þvi sem næst fimm metrar. Og svo hátt hafði enginn stokkið enn sem komið var. Það nálgaðist því oftraust á sjálf- um sér, þegar hann lét sér það til hugar koma að hann gæti unnið það afrek fyrstur manna. En hvað um það, hann var tilneyddur að reyna tvisvar enn. Hann reis úr saginu, gekk hæg- um skrefum til baka og bjó sig enn undir atrennu. Honum tókst betur í þetta skipti, en ekki nógu vel samt. Hann kom fótunum yfir þverslána, en felldi hana með kviðnum. Þótt svo færi, hafði hann náð betra stökki. Sýnt öllum viðstödd- um, að honum varð ekki láð, þótt hann reyndi. Og loks var það þriðja og sfð- asta tilraunin. Davies fór sér ekki óðslega að neinu. Hann gekk hægt og rólega til baka, einbeitti hugs- uninni góða stund að stökkinu áður en hann hóf atrennuna. Hann náði hraðri atrennu og kröftugri spyrnu. Sveiflaði fótum beint upp á við og síðan yfir þver- slána. Það tókst. Hann hratt sér með höndunum frá stönginni, yfir þver- slána, en fann að enn snart hann hana með kviðnum í fallinu. Enn hafði honum mistekizt? Hann lenti i mjúku saginu, en þversláin varð honum ekki samferða. Hún sat enn á okunum, en titraði í- skyggilega. t nokkrar sekúndur störðu allra augu á slána, sem loks lá kyrr á okunum. §rr Pétur og ég: ÞaS kom að því. Þetta var búið að liggja úti í óráðinni framtíðinni um tuttugu ára skeið, en á laugardaginn skeið það. Þá gifti ég mig, og gladdi sá atburður marga. Eðlilega gladdi það okkur, sem urðum hjón, og þar að auki hýrnaði yfir yngri systur minni að verða nú ein í herbergi og ákveða héðan af sjálf ljósatíma, til- tektir og annað. Eldri systir mín gifti sig sjálf fyrir tveimur árum, og hefur síðan sífellt verið að klifa á ýmsum persónulegum spurningum í minn garð. Það er þessi árátta á giftu fólki að vilja fyrir alla muni koma öðrum í sömu frelsisskerðinguna. Augu beggja tindruðu beinlínis við undir- búning veizlunnar. Já, þú ljúfa líf, Þá er ég gift. Og honum Pétri. Og annar eins Pétur! Ég býst ekki við, að neinn væri bætt- ari, þó ég segði frá, hvaða skónúmer hann notar, eða hvernig hann er hærður. Ég læt nægja, að segja að hann er afar þögull maður. Bróðir minn, sem vann með honum eitt sum- ar, sagði mér, að það hefði verið tal- að um það í vegavinnunni að hafa heilsu eins og hestur og vera þögull eins og Pétur. En það gerir ekkert tiL Hann hefur hvort sem er sagt mér það sem ég vildi vita. Það gerði Honum hafði tekizt það. Hann hafði sett nýtt heimsmet — svo fremi sem hæðin hafði verið rétt mæld. Hann mátti því ekki treysta neinu enn — það hafði þráfaldlega komið fyrir að skakkt væri mælt. Og nú fóru þeir að mæla hæðina. Það tók þá eilífðartíma. I.oks kváðu þeir upp úrskurð sinn. Þversláin var ekki í 4,82 m hæð, eins og þeir höfðu haldið — hæðin var 4,83 m. Hann hafði því ekki einungis rutt gamla heimsmetinu — heldur og bætt það um fulla 2 senti- metra ... + ég gitt hann einu sinni fyrir framan lítið hrörlegt hús við Smiðjustíginn. ,,Eg elska þig“, sagði hann eftir langa og örlagaríka þögn. Og bætti við: „Það er rauði þráðurinn". Og ég verð að segja það, að ég hef hlustað á marg- an orðavaðalinn og skrafið, en aldrei heyrt néitt á við Þetta. Ég útbjó fyrstu máltíðina okkar i gærkvöldi. Pétur hafði talað um sparnað og fisk, svo ég keypti fiski- bollur og pakkabúðing. Mér var ó- mögulegt að fara að hreinsa hreistur og innyfli, hefur auk þess alltaf fund- izt eitthvað óhuggulegt við það. Systir min hin eldri borðaði með okkur. Hún var eitthvað að hafa orð á þvi við Pétur, að ég yrði áreiðanlega myndar- leg húsmóðir, — þegar ég færi að „sjóast". Hún er snillingur í því að koma með óviðeigandi og óþarfar at- hugasemdir. Þegar við höfðum borðað var ég í greinilegu óstuði að fara að vaska upp. Það gerði ég fyrst klukkan hálf-tólf um kvöldið, þegar ég sá að diskarnir ætluðu af og frá að vaska sig upp sjálfir. Matarörðurnar voru orðnar glerharðar á diskunum og vont að þvo þá. Það eru svona ýmsir erfiðleikar i þvi fólgnir að vera húsmóöir, sem sá einn veit, er reynir. Petrina. Husqvarna handsláttuvélin er létt og þægileg. • Hefur sjálfbrýnandi hnífa. • Gúmmíhjól, sem leika í kúlulegum, ® Stálskaft. Sænska stálið tryggir gæðin. Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16. Sími 35200. 28 VIKAN Og nú er

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.