Vikan


Vikan - 05.04.1962, Side 34

Vikan - 05.04.1962, Side 34
Óskagjöf fermingarbarnsins er: PIERPONI ARMBANDSÚR HEFUR ALLA KOSTINA: ★ hÖRgvarið ★ vatnsþétt ★ glæsilegt ★ árs ábyrgð ★ dagatal ★ óbrjótanleg gangfjöður ★ verð við allra hæfi. ★ Dömuúr — herraui, glæsilegt úrval. Sendi í póstkröfu um allt lar. i. Garðar Olafsson, úrsmiður. Lœkjartorgi. — Sími 10081. Gutierrez hugsaði þar að auki án afláts um Mercedes hina fögru; gekk sem mest hann mátti i norðurátt, i stefnu á hafið, þann dag allan og næstu nótt. Og að morgni næsta dags kom hann að fornrómverskum virk- isrústum, sem orpnar voru sandi að mestu í miðjum virkisgarðinum stóð súla ein mikil. Svo var að sjá, sem hún hefði einhverntíma verið fótstallur keisaraiíkneskis, en ,nú var líkneskið horfið og súlan stóð þarna, sand- fáguð og traust, og virtist ekki hafa neinu hlutverki að gegna. Juan var raunar ekki svo viss um það. Hitt vissi hann, að nú var sá hinn illi sjeik að þeysa af stað í fararbroddi riddara sinna Þeim mundi ekki veitast örðugt að rekja slóð Juans um sandinn. Hann varð því að leita fylgsnis. Og þarna var ekki nema um eitt öruggt fylgsni að ræða. Hann varð að komast upp á súluna og láta þar fyrir berast. Þeim hinum illa sjeik og hans fylgjurum mundi aldrei koma til hugar að svip- ast um eftir hopum þar. Hann brá hvítu skikkjunni af herð- um sér, dró af sér skóna og faldi hvorttveggja undir steini. Berfættur, klæddur eingöngu víðum, hvítum baðmullarbrókum og með hníf við belti sér, tók hann að klífa upp súl- una. Enn sem fyrr kom það sér vel fyrir hann, að hann var þrautþiílí- aður i þeirri íþrótt a* knra kaðla og stög. Hægt og hægt mjakaðist hann upp eftir súlunni; það var mik- ið erfiði, og þegar hann náði að brún, sá hann að röndin var sveigðari út en honum hafði virzt, þegar hann horfði að neðan. Svo útsveigð, að hann komst ekki lengra. Nú var ekki nema um tvo kosti að velja, og hvorugur góður. Annar var sá, að klífa niður súluna aftur og ganga hinum illa sjeik á vald; hinn var sá að freista að spyrna sér út og 34 VIKAN upp á við frá súlubolnum og gripa með höndunum um brúnina. Næði hann þar taki, var þess nokkur von að honum tækist að sveifla sér upp, næði hann ekki taki, var fallið svo hátt að hann hlaut að bíða bana. Hann nefndi nafn Mercedes hinnar íögru, sparn sér frá súlubolnum um leið og hann sveiflaði örmunum upp á við. Hann náði taki á brúninni, og andartaki síðar lá hann uppi á súl- unni, þar sem einhver rómverskur keisari hafði einhvern tíma staðið og glápt út yfir eyðimörkina. Hann trúði því varla sjálfur, að sér hefði tekizt þetta . . . Þegar hann hafði blásið mæðinni, tók hann að svipast um. Af súlunni sá margar mílur vegar út yfir eyði- mörkina, og fjarst í suðri leit hann kvika, dökka díla, ekki óáþekka reykjarhnoðrum, og færðust Þeir óð- ar nær. Þar þeysti sá hinn illi sjeik í fararbroddi riddara sinna, og stóð sandmökkurinn undan hófum hest- anna. Flötur súlunnar að ofan, þar sem Juan lá, var um átta fet að þvermáli. Það þótti honum kynlegt, að hvergi skyldi hann sjá þess nein merki, að þar hefði líkneskja keisarans staðið; þar var ekkert að sjá nema elligræn- an bronsehring, sem lá þar í lykkju. Fyrir meðfædda forvitni sína fór Juan að toga í hringinn, lyftist þá hleri úr fletinum við átak hans og sá í vinduþrep undir. Nú fyrst skildi Juan hvernig í öllu lá. Þarna hafði aldrei neinn keisari staðið, heldur rómversk- ur varðmaður sem fylgdist þaðan með öllum ferðufn um eyðimörkina i grennd við virkið, og því lá stein- stigi upp súluna að innan. Neðst á henni hlaut því að vera hurð, enda þótt hún væri svo vandlega falin, að hann veitti henni ekki athygli. Sjálf var súlan full sextíu fet á hæð, svo þaðan sá vítt yfir. Þann hinn illa sjeik bar að í þessu í fararbroddi riddara sinna og Juan fylgdist vel með öllu þeirra athæfi. Það fór ekki milli mála að þeir urðu meir en lítið undrandi, þegar slóð hans hvarf þeim þarna allt i einu, rétt eins og hann hefði verið upp- numinn. „Ég heilsa yður voldugi sjeik", kallaði Juan nú til hans ofan af súlunni. „Yður vantar ekki nema herzlumuninn til að ná mér . . . aðeins sextíu fet. En Þér verðið samt að viðurkenna, að þér hafið ekki náð mér enn . . .“ Sakr-el-Drough, sá hinn grimmi sjeik og ógnvaldur eyðimerkurinnar, varð ekki einungis furðu lsotinn, held- ur og skelfingu. Og hann svaraði: „Þeir hlutir eru tii, sem skilningi mín- um eru ofvaxnir. Ég fæ til dæmis ekki skilið hvernig þú hefur getað komizt upp þangað. Hitt er mér aft- ur á móti augljóst, að niður kemst þú ekki — nema djúki þinn beri þig þann spöl á höndum sér“. ,,Ég verð kominn niður áður en máninn rís“, svaraði Juan Gutierez. „Komist þú niður aftur heill á húfi áður en máninn rís“, svaraði sá hinn illi sjeik, „skai ég fylla hendur þínar dýrustu gimsteinum og fá þér örugga fylgd til sjávar, því að svo er mikill máttur djúka þins, að ég vil ekki neitt undir honum eiga“. Þegar sól var setzt og lýsti af mána við sjónarrönd, vissi Juan að öllu var óhætt. Hinn illi sjeik og riddar- ar hans gláptu allir upp í loftið, þar eð þeir bjuggust við að sjá djúkann koma svífandi ofan með hann á örm- um sér. Juan lyfti þvi upp hleranum lítið eitt, smeygði sér undir rönd hans, kleif niður vindustigann í myrkrinu, ýtti hurðinni gætilega frá stöfum, lokaði henni með sömu gát, steig síð- an út á sandinn og kvaddi þann hinn illa sjeik virðulega. „Sjá hér er ég kominn — og enn er máni ekki ris- inn . . .“ Það mátti sá hinn illi sjeik eiga, að hann var orðheldinn þótt hann væri fantur. Hann gaf Juan sjóð eðal- steina og arabískan gæðing og fékk honum örugga fylgd til strandar. Þar tók Juan sér far til Bilbao. Þegar þangað kom, seldi hann rík- um og kunnum skartgripasala helm- ing eðalsteinanna, keypti fyrir and- virðið kaupskip mikið með rá og reiða og fermdi það viði. Skip þetta nefndi hann Mercedes og sigldi því suður til Malaga. Þegar þangað kom, kvæntist hann unnustu sinni, Mercedes hinni fögru, og ekki leið á löngu áður en hann var talinn auðugasti skipaeigandi og kaupmaður á Suður-Spáni. ° o ° Það var nokkurn veginn jafn- snemma, að Juan Gutierrez lauk sögu sinni og eiginkona hans, Mercedes hin fagra, kom inn. Fyrir fjörutíu árum, þegar Goya málaði hina fögru mynd af henni, hefur hún áreiðan- lega verið áttatíu pundum léttari en hún var nú. Af hæversku minni sló ég henni gullhamra, þegar ég laut henni, og þegar ég rétti úr mér aft- ur, fann ég augu Juans Gutierrez hvíla á mér — logandi af afbrýðisemi. Andartaki síðar fyigdi hann mér ú* að hliðinu, þar sem hann kvaddi mig með handabandi, svo föstu, að mig verkjaði upp i öxl. Furðulegt er þetta allt, hugsaði ég á leiðinni heim til gistihússins. Þessi viljasterki maður, sem grópaði stein með sandi, gerði reipi úr sínu eigin hári og kleif upp súluna miklu á eyðimörkinni — þessi viljasterki og þrekmikli maður, sem engin dyflissa fékk haldið, varð samt sem áður fangi síns eigin draums. Þar með var hugs- un mín vakin . . . ° o ° Þá mælti hin fagra, bandaríska leik- kona og brá fyrir kvíða í rödd henn- ar: „Það hlýtur að vera hræðilegt fyrir fagra konu að eldast og glata öllum sínurn yndisþokka . . .“ Monsieur Dumas svaraði: „Hún var enn jafnfögur í augum hans, þótt hún væri skvapholda kerling í mín- um augum. Síðan eru liðin full þrjá- tiu ár, og hún er löngu látin . . .“ „En hvað um senor Juan Gutier- rez?“ spurði ég. „Skömmu eftir að við hittumst“, svaraði monsieur Dumas, „var hann á gangi um hafnarbakkana; þetta var nálægt miðju sumri, sólskin og ofsahiti. Öldungur nokkur var þarna og á ferð, og teymdi hann á eftir sér hvíta hryssu gamla, sem skjögraði undir þungum fiskikörfum. Og svo vildi til að hryssan hnaut þarna á götusteinunum og skall kylliflöt, slangraði í failinu utan í Juan Gutier- rez, sem var slíku allsendis óviðbú- inn, skall lika i steinlagða götuna, hálsbrotnaði og var dauður“. „Líft rættist þá spá kerlingar", varð mér að orði. „Hún rættist einmitt, og Það bók- staflega. Hryssan var hvít og öld- ungurinn kallaði hana því „Mjöll“. Já, siéaunar eiga það til að vera furðu nákvæmir . . Andartaki síðar bað mosieur Dum- as mig að ræða nokkur orð við sig einslega. Hann hafði gleymt pyngju sinni heima, og auðsýndi mér þann heiður að mega lána sér tiu Napoleon- dali. Bauð mér síðan að snæða með sér kvöldverð á þessum sama staö næstkomandi föstudag. ° o 0 Þarna lauk handritinu, eða öllu heldur því, sem komizt hafði í okk- ar hendur. Gesturinn minn gerði það að tillögu sinni, að við litum við hjá Ciuccia gamla, ef hann ætti eitt- hvað eftir af því enn. Það gerðum við. Ciuccja tautaði. „Meiri pappir eins þessi? Utan um tómata, seldir, farn- ir. Til hvers ykkur vanta — allur út- skrifaður, ekkert gagn til neins ann- ars . . . .“ Við keyptum af honum hvitar rós- ir, sem hann vafði bókmenntablaði „Times“ utanum. Ar Hvað bíður okkar ... Framhald af bls. 20. liönd (gagnvart skynjun minni) var óreglulega iagað ferhyrnt rjóður f þennan, að þvf cr virtisl óendanlega stjarnaheim. Það var skammt frá hinum ímyndaða liring, sem tak- markaði þekkingu manna á geimn- um en margfalt stærra en liann. Ég skeinmti mér við þá tilhugsun, að ef mannleg þekking gæti einhvern tima náð að þessari eyðu mundi koma fram hávísindaleg kenning um að takmörk alheimsins væru fundin, því til að komast yfir það þyrfti hinn þekkti alheimur mannsins að hundraðfaldast, sem virtist næsta vonlaust. Samt var þetta rjóður ekki stærra en lítil eyja á að því er virtist endalausu hafi. Þessum hugleiðingum minum lauk við það að mér fannst eins og lík- aminn leystist upp i straum, og ber- ast líkt og ljós eða raföldur í átt til hins nýja ákvörðunarstaðar. Samt skynjaði ég ekki eiginlega hreyfingu.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.