Vikan - 24.05.1962, Síða 9
og stúlka, hörundssár og fljótastur þeirra til reiði. Rulli, sá feiti,
sem bjargaði öllu við með þvi að fá þá til að hlæja i stað þess að
rjúka saman. Svo var það Kennet, sem alltaf var Eke megin ef eitt-
hvað bar á milli, var eins og skjöldur fyrir honum í eiginlegri og
óeiginlegri merkingu — öll sjötíu kilóin voru eins og múrveggur,
sem enginn þorði að ráðast á. Og loks Roy, sem allt sá og heyrði, og
hafði óhugnanlega hæfileika til að koma auga á aumu blettina hjá
öðrum.
Sune stóð þögull hjá, meðan hinir töluðu saman.
— Hvað er að þér, maður? Roy gaf honum olnbogaskot og glotti.
Þú ert allur inni í sjálfum þér, sýnist mér.
— Ekkert. Sune hallaði sér að veggnum svo skugga bæri á andlit
hans. Það hafði honum Hka fundizt. Hann vildi ekki vera með strák-
unum í kvöld. Stundum þarfnaðist maður einveru, eins og krabbi væri að
draga sig inn i skel. Já, honum leið eitthvað undarlega. Ef hægt var
að segja að einhver væri innhverfur, þá var það hann núna.
— Með hverju eigum við svo að mennta oklcur í kvöld? Eke veifaði
sigarettunni. Cowboymynd? Sænskri glæpamynd? Það er ekki úr
mörgu að velja.
— Ekki mikill tími heldur. Klukkuna vantar kortér. Eke benti á
klukkuna yfir dyrum úrsmiðs nokkrum húsum neðar við götuna.
Ef maður hefði nú getað sagt: Ég verð ekki með i kvöld. Einfaldlega.
En það var ekki svo einfalt. Svoleiðis gerði maður ekki. Klíkan veitti
félagsskap og krafðist samheldni. Allt í einu fannst honum að hinir
fimm stæðu þarna eins og fangaverðir.
Þeir gengu eftir götunni.
— Þarna er Babsan og hinar. Fint. Herðið á ykkur strákar!
Þeir ruddust áfram með Kennet í fararbroddi og slógu hring um
stelpurnar.
Babsan, Majsan, Carina, Jane, Maríanna — þær líktust hver annarri
eins og bláber af sama lyngi. Jakkar, pils — víðir jakkar, þröng pils
— hár eins og sykurfroða. Majsan hafði aftur breytt um háralit, fyrir
nokkru hafði það verið eldrautt. Hann stóð og hlustaði á þær. Appel-
sinurauðar varirnar opnuðust og lokuðust, settu á sig stút, klemmdust
saman og breiddu úr sér aftur. Blaður, hugsaði hann, ekkert nema
blaður!
Raddirnar suðuðu og niðuðu og urðu að samfelldum tón, sem borað-
ist miskunnarlaust inn í höfuð hans. Hann sneri baki að þeim og þótt-
ist vera að skoða auglýsingarnar um næstu mynd. Helzt hefði hann
viljað hlaupa frá öllu saman.
— Það virðist ekki liggja sérlega vel á þérl
Hann beit á jaxlinn. Þetta var Marianna. Það var hún, sem hann hafði
haldið að væri eitthvað sérstök, fyrst þegar hann hafði farið að vera
með klikunni. Hann hafði haldið að hún væri stúlka, sem maður kyssti
ekki fyrr en maður meinti eitthvað með þvi. Og þarna var maður að
Smóongo cfrir Kersten A. Nilsen
Maríanna var ekki vitund betri en aðrar stelpur.
Því skyldi hann þá hika, þegar hann hafði tækifæri?
Allir strákarnir mundu hlæja að honunt
ef hann notaði sér það ekki.
En líklega mundi Maríanna hlæja mest ...
burðast með þessa líka virðingu fyrir henni þangað til maður sá annan
kyssa hana. Það hreif!
Hann leit á hana. Hún var klædd eins og allar hinar og í kringum
augun voru þykk, svört strik, sem minntu óljóst á hnefaleikara eftir
siðasta knóckout. Hann yppti öxlum.
— Er það ekki? Þú getur þá bara talað við aðra.
Þá sá hann þessu bregða fyrir, sem hann í byrjun hafði haldið að
væri inni fyrir. Inni i augunum, bak við kolsvarta umgjörðina, var
eins og í ljós kæmi fimm ára stúlka, sem hefði verið skömmuð. Ekki
svona fjandi puntuð og gljáfægð, lífsþreytt og kæruleysisleg.
— Fyrirgefðu, sagði hann. Ég er í vondu skapi.
En hún svaraði ekki. Hún gekk nokkur skref frá honum og fór að
leita að einhverju i töskunni sinni. Þegar hún beygði sig, sá hann i
grannan hálsinn milli kragans og stutts hársins, grannan eins og úln-
liðirnir á Eke. Hann skammaðist sín dálítið. Hún virtist svo barnaleg
og umkomulaus þarna sem hún stóð.
Hann hrökk við. Nú var liann byrjaður aftur. Hann efaðist um að
nokkur ætti i eins miklum vandræðum með sjálfan sig og hann.
' Framhald á hls. 33.
VIKAN 9