Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 14
Helga Finnsdóttir
Þá brostu
þeir svörtu
frá Kallikabulu
v’NEXTÍU OG FIMM lcílómetrum fyrir
sunnan Miinchen er lítið þorp, sem
heitir Bad Aihling. Það er ekki lítið
á íslenzkan mælikvarða, en saman-
borið við stórborgir eins og Miinchen,
sem er næststærsta horg Þýzkalands, er
])að ósköp friðsælt og vinalegt. Það hefur
sína kirkju, sem stendur uppi á hárri
hæð, þar skammt frá er sjúkrahúsið, niðri
í bænum eru tvö kvikmyndahús og ótal
litlar verzlanir, þar sem hægt er að fá
allt milli himins og jarðar. Einnig eru
þrjú gistihús i þorpinu, tvö kaffihús og
tvær pensionir, það er mjög athyglisvert
í Þýzkalandi, hvað mikið er um gistihús
og veitingastofur og öll eru þau jafnvei
sótt. Fyrr á tlmum tíðkaðist það ekki að
Þjóðverjar væri heima hjá sér á kvöldin,
heldur sat öll fjölskyldan á svokölluðum
Gastháuser, drakk hjór og át Wurst og
Sauerkraut eða spilaði þjóðleg þýzk pen-
ingaspil. Oft var líka fiðluleikari á veit-
ingastofunni og þá sungu allir og vögg-
uðu sér í takt við lagið. Enn þann dag
í dag sitja Þjóðverjar á bjórstofum á
kvöldin, en ekki eins mikið og áður var,
sem eðlilegt er með tilkomu sjónvarps
og annarrar nútímatækni.
Ennfremur var i þorpinu þýzkuskóli
fyrir útlendinga og sú var ástæðan fyrir
þvi, að ég, komin alla leið norður úr ís-
hafi, var að þvælast um þessar slóðir.
Bad Aibling iiafði það ' nefnilega fram
yfir önnur þýzk þorp, að á götiun þess
matti sjá kolsvarta og jafnvel bláa svert-
ingja, heiðgula Japani, dökkbrúna ítali,
vandláta Englendinga, kæruleysislega
Ameríkana og jafnvel stolta íslendinga.
G SAT og velti því fyrir mér meðan
lestin þaut í gegnum sveitahéruð
Oberbayern, hvað mundi verða
gert við mig, þegar ég kæmi í skól-
ann, ég var nefnilega tveimur dögum
of sein, og stundvísi, nákvæmni og skyldu-
rækni Þjóðverja er heinísfræg. Ég hafði
einnig orðið vör við það, að þeir eru
nokkuð skapbráðir, þú gazt setið í strætis-
vagni og áður en varði var allur vagninn
kominn í háarifrildi út af strákhnokka,
sem ekki borgaði nógu mikið, og það ekki
í svo lítilli bræði. Ég, þessi friðsama, ís-
lenzka sál, varð dauðhrædd i fyrsta skipti,
sem ég sá Þjóðverja skipta skapi, en það
vandist og ég var ákveðin i því að semja
mig að siðum og háttum þjóðarinnar, það
er ekki nema tilhlýðileg kurteisi. Sinn
er siðurinn í landi hverju og heima á ís-
landi mundi maður se-m missti stjórn á
skapi sínu út af engu á almannafæri, vera
álitinn skrýtinn. En það má margt gott
af Þjóðverjum læra, ég fer t. d. nú orðið
miklu betur með eigur mínar en áður.
Mér er minnisstætt fyrst þegar ég kom
til Hamborgar og þurfti að sýna lestar-
miðann i lestinni til Múnchen. Eftir langa
leit í öllum vösum og töskum, því það eru
áiög á mér, þó ég taki lii í handtöskunni
á hvcrju kvöldi, dró ég upp miðann, en
hann var víst eitthvað krumpaður og ó-
hrjálegur, því ég fékk að heyra langa
ræðu um það, að þannig færi maður ekki
með opinher skjöl og lestarþjónninn
strunsaði í burtu, fuliur heilagrar vand-
iætingar á því, að sýna yfirvöldunum
svona mikla óvirðingu. Já, ég var greini-
lega ekki lengur á íslandi.
ANNIG lét ég hugann reika, meðan
lestin bar okkur yfir þetta gull-
fallega land, sem hefur ])olað svo
mikið og orðið svo illilega fyrir
barðinu á vonzku manna. Það er ekki hægt
að komast hjá því að spyrja sjálfan sig
hvers landið eigi að gjalda, þó fólk með
þessa skapgerð hafi reikað um þetta svæði
í þjóðflutningunum. Óbeit á sjálfu Þýzka-
landi er of algeng. Einnig hættir fólki til
að gleyma hve ótrúlegum hæfilcikum
Þjóðverjar eru gæddir, hvergi I heimin-
um má finna færari vísindamenn og
hljómlistargáfa þeirra er óviðjafnanleg.
Á Strausshijómieikum um jólaleytið í
Múnchen varð fólkið jafnhrifið og ungl-
ingar á rockhljómleikum i Bandaríkjun-
um. Það er þetta sama fólk, sem sleppir
skapi sínu út af hverju sem er. Þjóðverjar
eru ákaflega tiifinninganæmir annars veg-
ar, en mjög harðir hins vegar, það er að
vonum erfitt að sameina þetta og heim-
urinn veit hver útkoman er. Þetta er með-
al annars ástæðan fyrir þvi, að Þjóðverjar
geta ekki gert góðar kvikmyndir, annað