Vikan


Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 18

Vikan - 24.05.1962, Blaðsíða 18
FR3MH3L D $ $ A G 3 N jSOQULOH María gaf Tony bendingu um aB láta ekkert til sín heyra. „Ég vissi ekki að dyrnar væru læstar," hvíslaði hún. „Opnaðu," hrópaði Anita og barði enn á hurðina. ,,Eg þarf að tala við Þig.“ Tony lagði lófann að munni Maríu. „Segðu henni að bíða andartak," hvíslaði hann. „Bíddu andartak," kallaði María. „Ég var sofnuS, og er ekki almenni- lega vöknuð.“ Hún sneri sér að Tony. „Hvert ætlarðu?" „Ég bíð þin í lyfjabúðinni,” hvislaði hann. ,,Ef þú ætlar að flýja með mér, verð ég þar Þú ratar þangað?“ ? „Já, ég skrapp þangað í dag ■— í von um að sjá Þig." „Lyfsalinn hjálpar okkur um pen- inga,“ hvíslaði Tony enn um leið og hann steig upp í gluggakistuna. „Kemurðu?" María svaraði ekki strax, Því að Anita reyndi enn á hurðina. „Þú ert að tala við einhvern," kallaði hún í skráargatið. „María, opnaðu .. „Ég kem," mælti María lágt við Tony. „Eins fljótt og ég get." Hún beið þess að hann hyrfi niður bruna- stigann, svo gekk hún hægum skref- um út að dyrunum og opnaði. Anita hratt henni frá sér og struns- aði að rekkjunni. Svo virti hún systur Bernardos fyrir sér. þar sem hún stóð berfætt og fáklædd á gólfinu. „Sástu Chino?" spurði Maria. ’ „Hann kom hingað áðan og lét eins og óður maður." Hún þagnaði við, því að Aníta starði enn á hana. ,,Þá það." mcélti hún storkandi. „Nú veiztu allt, Anítá." „Skækjpn þín,“ æpti Anita um leið og hún skellti aftur glugganum. „Eng- in hóra í víðri veröld mundi hafa hagað sér eins og þú. Hann drap bróður þinn, og Þú launaðir honum það með því að leggjast með honum. Þú hefðir vist ekki sparað við hann launin. ef hann hefði myrt foreldra þina. Þá held ég að hann hefði fengið vilja sinn . . .“ Hún var of sæl, of Þreytt til að mæla Anítu í mót Hún rétti henni höndina, en Aníta hörfaði undan með viðbjóði, eins og María væri óhrein. ,,Ég veit hvað þú álítur,“ sagði María. „Og honum finnst Það líka." „Það færi betur að hann hefði fall- ið í stað þessa vinar síns. BernardO' hefði átt að drepa hann," „Þá hefði hann drepið þann, sem ég unni.“ Anita greip höndunum fyrir eyrun. „Ég hlusta ekki á þig. Skækja! Ég vil ekki líta þig augum framar!" María gekk hægum skrefum út að glugganum og lagði ennið að rúðunni. Glerið var svalara en loftið inni í herberginu. Hún spurði sjálfa sig hvort Tony mundi vera kominn i lyfjabúðina. Hvort honum mundi hafa tekizt að komast undan lögreglunni og Hákörlunum. Hún þráði að mega segja Anítu hvernig sér hefði liðið; Hve ákaflega hún hefði hatað Tony, þegar Chino sagði henni vígin, að hún hefði helzt af öllu viljað deyja. „Chino er með skammbyssu," sagði Anita. „Hann sendi strákana til að leita að Tony..." „Ef hann vinnur Tony mein, þá sver ég ..." „Hyggstu kannski fara eins að og Tony við Bernardo?" „Ég elska Tony," sagði María af einlægni. Aníta hristi höfuðið. Allt það, sem gerzt hafði þetta kvöld, var skilningi hennar gersamlega ofvaxið. Hún hafði beðið þolinmóð þangað til hún sá fyrstu stjörnuna á himni, og þá hafði hún óskað sér. Nú var það svarti kjóllinn fyrir jarðarförina. „Ég ætti að skilja það," svaraði hún, „Ég elsk- aði Bernardo." María fölnaði við. „Þú verður að bíða hérna þangað til foreldrar mínir koma heim," sagði hún. „Einhver verður að segja þeim hvað gerzt hef- ur." „Og þú treystir þér ekki til þess?“ Rödd Anítu var hæðnisleg og stork- andi. „Hvers vegna ekki? Eír þetta ekki það, sem gerist á hverjum degi? Segðu þeim bara að bróðir þinn sé dáinn . . . að hann hafi verið myrtur, og þú ætlir að hlaupast á brott með sonarbana þeirra ...“ „Reyndu að skilja," mælti Maria biðjandi. „Nei, ég skil þig ekki," æpti Aníta. ,.Ég skil þig ekki og vil ekki heldur revna Það, því að þá gæti farið svo að ég skildi þig ...“ . .Tú. þú skilur mig,“ svaraði María. Það er Þess vegna að þú æpir... Við ætlum að flýja saman, Aníta. Hann biður min í lyfjabúðinni, ef ein- hver gerir tilraun til að hefta för okk- ar. verður hann að myrða okkur bæði. Þau skilaboð skaltu flytja Chino ...“ Dyrabjöliunni var hringt, hurðinni h’-undið frá stöfum og Schrank leyni- lögregluþjónn kom inn í eldhúsið. Hann var snar í snúningum og þó var eins og ekkert færi framhjá honum; hann opnaði baðherbergið, leit inn í iitla herbergið, síðan inn í svefn herbergið, lokaði loks eldhúsdyrun- um. „Ég geri ráð fyrir að þú hafir frétt hvað gerðist," sagði hann við Mariu. „Þú ert systir hans.“ ,.Já," svaraði María. „Og ef þú vilt segja mér hvar þið hafið ..." „Hann getur beðið," svaraði Schrank og glotti að fyndni sinni. „Það eru nokkrar spurningar, sem ..“ „Seinna," mælti María biðjandi um leið og hún tók kjólinn sinn og steypti yfir höfuð sér. „Það tekur ekki neina stund," varð Schrank að orði. „Bróðir hennar var myrtur," hróp- 18 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.