Vikan


Vikan - 24.05.1962, Page 24

Vikan - 24.05.1962, Page 24
Verzlunin Guðrún Kjóla og dragtir fær verzlunin aðallega frá Englandi og nokkuð frá Danmörku, og er auðséð að hún hefur góð sambönd, því eins og sjá rná á myndunum eru vör- urnar mjög smekklegar. Hér eru þrír kjólar og sá t. v. úr gráu strigaefni, blöndu úr rayon og silki. Þetta er heill kjóll með lausum, stuttum jakka, og kost- ar 1995.00 kr. í miðið er gulur shantung- kjóll, líka heill með jakka hnepptum að aftan. Á ermunum eru kvenlegar pífur, sem setja svip á kjólinn. Yerðið á honum er 2160.00 kr. T. h. er svo tvískiptur svart- ur kjóll með blússu, en fóðrið á jakkanum er úr sama efni og blússan, en hvort tveggja er í tízkulitunum appelsínurauðu og grænu. Hann kostar 2160.00 kr. o Verzlunin Eygló Eftirmiðdagskjóll úr svörtu jersey, með plisseringum, sem byrja um hné. Langar ermar og mikið fleginn í bakið. Verð 1585.00 kr. 24 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.