Vikan - 24.05.1962, Qupperneq 32
í spori og glæsileg. Goebbels var aftur
á móti þögull og fálátur við aðra, og
svipur hans og augnatillit lýsti ó-
segjandi innri kvöl.
Frá brúðkaupi Evu Braun og Hitl-
ers hefur svo víða verið áður sagt,
að það verður ekki endurtekið hér,
en að þvi loknu samdi Hitler sína
„pólitísku erfðaskrá", þar sem hann
gerði Goebbels að ríkiskanzlara, en
Borman að foringja flokksins, en
Dönitz stóraðmírál að forseta rlkisins
og æðsta manni allra hervarna —
gerði þá Göring og Himmler flokks-
ræka, en sýndi Ribbentrop ekki einu
sinni þann heiður að minnast á hann.
Og allt var þetta leikur — furðulegur
og skopkenndur harmleikur, að því
leyti til, að þar kom greinilega í ljós
hvernig þeir menn voru að allri gerð,
sem um árabil höfðu skráð söguna
blóði og þjáningum, er þeir gátu
gamnað sér þannig við ímynduð völd
og vegtyllur, eftir að allt ríki þeirra
var lagt í rjúkandi rústir.
Skömmu áður hafði önnur mann-
eskja í þessum hóp einnig samið sína
„erfðaskrá", sem ætti það jafnvel
fremur skilið að kallast „erfðaskrá"
þriðja ríkisins en sjálfsblekkingar-
plagg foringjans — erfðaskrá þeirrar
kynslóðar, sem hann og nánustu að-
stoðarmenn hans og fylgjarar ekki
hvað sízt hinn nýbakaði „ríkiskanzl-
ari,“ höfðu leitt út í eitt hið ótrúleg-
asta og óhugnalegasta ævintýri, sem
sagan kann frá að greina; sem þeir
höfðu svikið og blekkt með ytri fals-
ljóma og kaldrifjuðum áróðri í ímynd-
aðar sigurhæðir og loks steypzt í
niðurlægingu og glötun — og sem lét
þó enn blekkjast til annarlegs átrún-
aðar á þá, þar sem hún stóð á barmi
tortímingarinnar, fyrir blinda of-
stækissefjun, sem okkur er nú, aðeins
tæpum tveimur áratugum siðar, með
öllu óskiljanlegt fyrirbæri. Þessi
erfðaskrá, var kveðjubréf Mögdu
Goebbels til sonar sins af fyrra hjóna-
bandi, sem nú var fangi á Bretlandi:
„Elsku sonur minn!
Nú höfum við dvalizt í viku hérna í
neðanjarðarbyrgi foringjans, pabbi
þinn, litlu systkinin þín sex og ég, til
að enda þar ævi okkar á þann hátt,
sem er heiðri okkar sem meðlimum
nazistaflokksins samboðinn.
Ég veit ekki hvort þú færð þetta
bréf. Kannski fyrirfinnst sá mannlegi
skilningur, sem verður til þess að þér
berist þessi hinsta kveðja mín. Ég
vil að þú vitir að það er gegn vilja
föður þíns, að ég dvelst hér hjá hon-
um, og að síðast á sunnudaginn vildi
foringinn aðstoða mig við að komast
á brott.En þú þekkir móður þína.
Við erum af sama blóði. Fyrir mig er
ekki framar nelnnar yíirvegunar þörf.
Vor dýrlega hugsjón tortímist, og
ásamt henni allt það, sem ég hef
kynnzt af fegurð, göfgi, góðu og að-
dáunarverðu á allri minni ævi. Sá
heimur, sem við tekur, þegar foring-
inn og nazisminn er allur, verður
ekki þess virði að í honum sé lifað,
og þess vegna tek ég börnin með mér
á brott úr honum. Þau eru of góð
fyrir þá tilveru, sem við tekur að
okkur liðnum, og náðugur guð hlýtur
að skilja mig, þegar ég veiti þeim
lausnina sjálf...“
Og þegar Magda Goebbels hefur lýst
því hve börnin séu þæg og eftirlát,
lýkur hún bréfinu með þessum orðum:
„1 kvöld tók foringinn sitt eigið,
guilna flokksmerki og nældi því í
barm mér. Ég er stolt og hamingju-
söm. Guð gefi, að mér endist þrek og
kraftur til að framkvæma það, sem
síðast VM-ður og örðugast. Við eigum
nú aðeins eitt takmark — hollustu
við foringjann unz yfir lýkur. Að
við tkulum ;t'ega ljúka lífi okkar í
félagi við hann, þaö er meiri náð en
ég hei' nokkurn tíma þorað að vona
að ég yrði aðnjótandi...
Elsku sonur minn lifðu fyrir Þýzka-
land! Þin móöir.“
Goebbels skrifaði einnig stjúpsyni
sínum kveðjubréf. Setningarnar eru
eins og þær væru klipptar úr áróð-
ursræðum hans.“ ... Sá dagur kemur,
þegar vald lyganna brestur undir sln-
um eiginn þunga, og sannleikurinn
hrósar sigri á ný. Þeir tímar koma,
þegar við stöndum aftur hreinir og
flekklausir gagnvart heiminum. Eins
hreinir og fiekklausir og trú okkar
og takmark hefur alla tið verið .. .“
Skiptar skoðanir eru enn um það,
hvort þær frásagnir af dauða foringj-
ans og Evu, sem teknar voru gildar
fyrst og enn eru viðurkenndar opin-
berlega í orði kveðnu, muni sannar.
Aftur á móti hafa aldrei verið skiptar
skoðanir um það, að það hafi verið
líkin af þeim hjónum, Mögdu og
Joseph Goebbels, sem rússnesku her-
mennirnir fundu úti í garðinum uppi
yfir neðanjarðarbyrgjunum, þegar þá
bar að, þótt mjög væru þau torkenni-
leg orðin sökum brunans. Lík barn-
anna sex lágu í rekkju niðri I byrginu.
Samkvæmt frásögn viðstaddra, bland-
aði Magda sterku svefnlyfi í kvöld-
mat þeirra, en’ þegar þau voru sofnuð
væran, renndi hún eitrinu 5 munn
þeirra, með skeið; síðan biðu þau
hjónin inni í herberginu, unz líkin
voru kólnuð og stirðnuð. Þegar þau
komu út þaðan, var Goebbels rólegur
að sjá, en Magda náföl og studdist við
arm hans. Rödd Goebbels var skýr,
þegar hann kvaddi viðstadda og þakk-
aði þeim aðstoð og traust. Hann
reyndi meira að segja að bregða á
gaman; það vottaði fyrir brosi um
varir hans, þegar hann kvað þau
hjónin mundu halda upp í garðinn,
svo vinir þeirra losnuðu við það erf-
iði að bera lík þeirra upp þrepin.
Þegar rússnesku hermennina bar
að, terrði Joseph Goebbels bruna-
sviðnar handkjúkur sinar móti þeim,
eins og í kveðjuskyni, og holdbrunnin
ásjóna hans starði til þeirra tómum
augnatóftum. Fjandmennirnir grófu
hann og konu hans og börnin í fjölda-
gröf, og veit nú engin hvar.
Þannig lauk ævi mesta áróðurs-
snillings og sviðsetningarmeistara
allra tíma. Mannsins, sem vildi
drottna yfir hugsun allra, ekki ein-
ungis í heimalandi sínu, heldur í
öllum heiminum; ieikarans, sem gekk
leiknum svo á vald, að hann varð hon-
um hinn eini veruleiki; snillingsins,
sem mat hvert málefni, mann og at-
burð eftir þvi einu hvernig það þjón-
aði undir list hans, en svo gersviptur
öllum tilfinningum gagnvart öðrum,
að hann gladdist ekki einungis yfir
pyndingum og múgmorðum, sem hann
hugði stefnunni, flokknum og foringj-
anum til framdráttar — en þetta
þrennt var honum hans annað
sjálf — heldur fagnaði og að
lokum hruni, ósigri og tortím-
ingu alls þessa, og þá um leið sinnl
eigin tortímingu og ástvina sinna,
fyrir það að þar gafst honum tækifæri
til þess að sanna öllum heimi snilli-
gáfu sina og tryggja sér eilift líf I
sögunni.
Verði Joseph Goebbels nokkurn
tíma reistur bautasteinn, munu vart
önnur orð valdari til að standa þar
greipt, en þau er hann mælti sjálfur
við einn af samstarfsmönnum sínum,
þegar þeir stóðu I grennd við rjúk-
andi rústir byggingarinnar, þar sem
hans eigið ráðuneyti hafði áður verið
til húsa:
„Takið eftir orðum mínum, þeir at-
burðir, sem við erum nú vitni að,
er sögulegur harmleikur, svo voldugur
og stórfenglegur, að ekkert, sem gerzt
hefur á vorri öld stenzt þar saman-
burð — já, raunar ekkert, sem gerzt
hefur fyrr á öldum, nema við látum
hugann reika allar götur til Gol-
gatha ..." ^
32 VIKAN