Vikan


Vikan - 24.05.1962, Qupperneq 38

Vikan - 24.05.1962, Qupperneq 38
D-G-9-5-3 y 7-5-2 ♦ 6 Jf, A-5-4-3 A K-10 N y A-G-8 4 A-K-9-8 V Jf, K-D-G-2 4 ekkert y 9-6-4-3 4 10-7-5-3-2 Jf, 10-9-8-6 ^ A-8-7-6-4-2 y K-D-10 4 D-G-4 * 7 Norður Austur 4 spaðar pass pass pass Suður Vestur 1 spaði dobl pass dobl pass Utspil lígulás. Bezta tækifæri liins siðferðislausa bridgespitara, ef svo má að orði komast, skapast við doblanir. Hann hr.'ur nefniiega þrjár mismunandi uobitegundir. Hin tyrsta er hljóð, vingjarnleg doblun, sem biður makker að segja sinn bezta iit. Næsta er hikandi doblunin, sem á að sýna að doblar- inn sé ekki viss um hvaða stefnu sé bezt að taka. Þetta dobl biður makker um að taka ákvörðun, hvað gera skuli, annað livart að breyta þvi i sektardobl með passi, eða segja sinn bezta lit. Þriðja doblunin er há og ákveðin, hún skipar makker að segja pass. í spilinu að ofan opnaði suður á einum spaða, vestur gaf vingjarnlegt dobl og norður sagði fjóra spaða. Þetta var passað til vesturs, sem doblaði það hátt, að rúðurnar i g.uggunum hristust. Vestur spilaði út tíguiás, síðan laufakóng og blindur átti slaginn. Nú myndu margir spila spaðadrottn- ingu, upp á að austur eigi K-10 í trompi og leggi kónginn á. Hétta út- spilið er lauf, trompað heima, spaða- ás, tígull og trompað, lauf og tromp- að, tígull og trompað, og lauf og trompað. Nú er sagnhafi búinn að hreinsa upp báða láglitina og spilar því næst spaða. Vestur verður að drepa og spila hjartalitnum upp til sagn- hafa. Lykilspilamennskan er laufútspil- ið úr borði í þriðja slag. Spili sagn- hafi einhverju öðru spili, missir hann tempó og getur ekki unnið sjjilið. SKIUIHGARNIR'SPREYTA Sl€ Fyrir nokkrum vikum lauk hinniBveita farandbikar keppninnar, for- árlegu firmakeppni Bridgesambands^ kunnar fagran grip, um eins árs íslands. Eins og flestum er kunn- ugt er keppni þessi einmennings- keppni og er tilgangur hennar fjár- söfnun fyrir Bridgesambandið. Yf- irleitt hefur hagnaði firmakeppn- innar hverju sinni verið varið í jiað, að styrkja íslenzka bridgesveit til keppni á Evrópumeistaramóti, en í ár var fénu varið í að bjóða heim sveit enskra úrvalsspilara. Sjigurvegari í keppninní í ár var málningarverksmiðjan Málning þ.f. í Kópavogi, en fyrir hana spilaði Stefán Guðjohnsen. í öðru sæti var Byggingafélagið Brú h.f., spilari Hilmar Guðmundsson. Þriðja sæti hlaut Prentsmiðjan Iiilmir h.f., en fyrir hana spilaði Jakob Bjarnason. Vátryggingarstofa Sigfúsar Sighvats- sonar var í fjórða sæti, spilari Ragnar Þorsteinsson og í fimmta sæti var Ólafur Þorsteinsson & Co. og spilaði forstjórinn sjálfur, Ólafur Þorsteinsson, fyrir fyrirlækið. ÖII þessi fyrirtæki og spilarar hljóta verðlaun og Málning h.f. mun varð- skeið. Myndin er frá lokaumferð keppn- innar. Á miðri myndinni er Stefán, en makker hans, Guðmundur Ó. Guðmundsson er í hvarfi. Andstæð- ingar þeirra eru Ragnar Þorsteins- son, sem er í þungum þönkum og Hilmar Guðmundsson. 38 VIKAN Myndin er af fimm efstu spilurunum í firmakeppninni. Talið frá hægri: Stefán Guðjohnsen, Hilmar Guðmundsson, Jakob Bjarnason, Ragnar Þorsteinsson og Ólafur Þorsteinsson. Það er þröngt á þingi, þegar 160 manns keppa um hið eftirsótta fyrsta sæti. Myndin er tekin úrslitakvöldið í Skátaheimilinu og má þar kenna margan góðan bridgemann. Þá brostu þeir svörtu ... Fr. Niðri var restaurasjón og þangað söfnuðust margir þorpsbúar og mik- ið af nemendunum úr skólanum á kvöldin. Hinn nemandinn, sem bjó þarna, kínverskur piltur frá Hong Kong tók miklu ástfóstri við Lar- son og voru þeir óaðskiljanlegir. Hann sagði okkur meðal annars frá því, hver væri eftirlætisréttur heldri Iíínverja. Þeir fá sér iifandi apa, setja hann á milli fóta sér, undir borðið, taka hnif og höggva á hauskúpuna og éta heilann úr honum lifandi, en þetta er ekki nema á færi ríkra manna, hinir verða að láta sér nægja snáka og önnur smákvikindi. Sjálfur borðaði hann ekki annað en rjómaís. Að sjálfsögðu voru skiptar skoðanir um Ijúffengi ])essa hátíðarréttar. Þessi kínverski piltur var sá eini af nemendunum, sem var svo fræg- ur að koma í leigubíl í skólann. Hann var búinn að ferðast stanz- laust frá Hong Kong með skipum og fhigvélum og þegar hann kom til Múnchen var hann svo þreyttur, að hann settist inn I leigubíl og sagði bílstjóranum að liann ætlaði til Bad Aibling. Hann vissi ekki liver vegalengdin var og bílstjórinn tók þetta gott og gilt, svo hann lét sig hafa það að koma í leigubil þessa sextíu og fimm kílómétra og borg- aði hundrað mörk fyrir. Ég veit ekki hvort hann hefur verið jafn- þreyttur þegar hann átti að fara að borga. VÓLDIN liðu fljótt, því nóg var að gera og eins og æf- inlega þegar allra þjóða fólk kemur saman var mjög glatt á hjalla og menn tóku upp á ótrúlegustu hlutum. Myrkrið var kolsvart úti, einhvern veginn svartara en á íslandi, og í herbergi sínu sat Indverji og mallaði ofan í sig indverska rétli, skraddarinn, sem Ivramer bjó hjá var að sauma á hann þýzkan vetrarfrakka, litla japanska lótusblómið hjalaði við ítalskap ástvin sinn, andi þeirra sameinaðist í stjórnmálunum, þau ætluðu saman til Berlínar, nokkrir bandarískir hermenn hlógu sig máttlausa á tíu ára gamalli striðs- mynd, hermenn fara aldrei á annað en stríðsmyndir, og Stewart sagði þorpsbúum lygasögur, sjálfum sér til mikillar ánægju. Að síðustu sveipaði nóttin alla húmi sínu, jafnt gula, svarta, brúna og hvíta, því þó guð hafi skapað mannkynið í mismunandi litum njóta allir sömu hlunninda frá hans hálfu. ★ Bréf að norðan Framhald af bls, 17. „Ilva(ð eruð þið að tala iim'!" spurði ungi maðurinn. Ilann fékk skýringuna. Samningamennirnir tveir, á’ttu að fá tvö prósent af samn- ingsupphæðinni í sinn vasa! Það fara engar sögur af því hvernig málinii lyktaði. En hér mun vera að skapast hefð, svo falleg sem hún er. Iðnrekendur eru hér álíka settir og l'rlðsamir kaupmenn í Chicagó, sem urðu að gjalda bófaflokkum mánaðarlega fyrir „vernd.“ Sá, sem ekki lætur af hendi tvö prósentin getur átt á hætlu að missa af við- skiptunum. Hver getur láð þeim sem vill þó að þeir reyni að bjarga ein- hverju ‘með þvi að hækka tilboðin um helminginn af því, sem hinn að- ilinn á að fá að stinga i eigin vasa. Eða hvað finnst þér, Brandur sæll? Með beztu kveðjum. Björn á Norðurpól.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.