Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 5
sæla lag. Þú vildir kannski birta
þetta, svona aö gamni.
Með þakklæti,
N. Klaufi.
LíSur brátt að miðnætti í
Moskvuborg,
myrkrið sveipar stræti og torg.
Hinar einmana
sálir mannanna
fyllast friði og fyrnist sorg.
En þann undramátt
enginn öðlast má
nema á miðnætti í Moskvuborg.
Liða mannabörn inn í draumaheim
faðinur hvildar opnar sig þeim.
Allt hið dapra flýr
er i huga býr
inn i óminnis tjfrageim.
j i i 1 ■ ■
En þann undramátt
enginn öðlast má
nema á miðnætti í Moskvuborg.
Hljómgrunn lijartans skynjar þá
sérhver sál,
hljóðar varir tjá unaðsmál.
Vonir vakna á ný,
rætist draumi í
ljúfra minninga dulin þrá.
En þann undramátt
enginn öðlast má
nema á miðnætti i Moskvuborg.
-------Nokkuð gott — en ein-
hvern veginn finnst mér eitthvert
hipsumhaps með stuðlana.
Uber Alles ...
Kæri Póstur.
Flest er nú farið að eigna Þjóð-
verjum. Um daginn sá ég í blaðinu
mynd ásamt klausu um einhverja
frú, sem var hálfgrissk og hálfþýzk,
t^og er það svo sem gott og blessað.
ÚEn svo bituð þið blaðamennirnir
f^aldeilis höfuðið af skömminni.
Þarna stó'ð, að hún héti bæði grísku
nafni og þý/.ku. Og það þýzka var
ekki annað en „Marta“. Þá eru lík-
lega Jesús og Maria þýzk nöfn líka,
eða hvað? Ég vil ekki sjá svona
andskotans þvaður i ykkar blaði
— og þetta er ekkert einsdæmi —
annars fer ég að „agitera“ gegn
Vikunni. Níels.
--------Nú já — en hvernig er
það að „bíta höfuðið af skömm-
inni“. Er það íslenzka, þýzka,
gríska eða bara danska?
Öskuvond húsmóðir ...
Kæri Póstur.
Viltu segja mér eitt? Til hvers
eru þessir fjárans öskubílar? Eru
þeir ekki til þess að hreinsa rusl
úr öskutunnunum? Þessir offíserar
yfir ruslinu skipa manni að kaupa
tunnu með loki yfir, en svo er bara
aldrei lireinsað úr henni. Ég er búin
að lilaupa óteljandi ferðir út á eftir
öskubilnum, þegar ég sé hann en
það er nú ekki alltaf. Meðan allar
tunnur í nágrenninu eru tómar, þá
verð ég að horfa á mina tunnu, þar
sem hún er yfirfljótandi i rusli, og
það liggur við að hún maðki.
Iteið húsmóðir.
— — — Ég held þú verðir að
skurka svolítið í þessum „offíser-
um yfir ruslinu“ hjá Bænum. Ef
þeir koina þessu ekki strax í
samt lag og neita að hreinsa úr
tunnunni hjá þér, þá neitar þú
bara veskú að borga útsvarið þitt.
(jef junflr
nklmði
Viö irkennd gæðavara heima
sem heiman.
Gæði, fjölbreytt litaval og
ótrúlega hagstætt verð, hafa
gert Gefjunaráklæði að út-
flutningsvöru.
Gefjunaráklæðin eru vinsæl-
ustu og niest notuðu áklæðin
á íslandi. Framleidd í fjöl-
mörgum gerðum og ávallt í
nýjustu tízkulitum.
Mtnajwa
Aðalútsölustaður
Kirkjustræti 8—10.
Sírni 1-28-38.
I
miklu
úrvali
Tíxkulitir
vikan 5