Vikan


Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 24

Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 24
Ungfrú Yndisfríð Hvotr er örkíti hflns NÓÆ? <1 Gamla myndin. Þetta er Ingólfscafé- og Iðnó-h]jómsveitin frá árinu 1049. Frá vinstri: Adolf Theódórsson, harmonika og tenór-saxófónn (starfar ekki lengur við hljóðfæraleik), Lárus Jónsson, klarinet og altó-saxófónn (starfar ekki lengur við hljóðfæraleik), Þórhallur Stefánsson, trommur (leikur enn í Ingólfscafé), Óskar Cortes, fiðla og altó-saxófónn (leikur í Sinfóníuhljóm- sveitinni og lítið eitt i Ingólfscafé), Tage Möller, píanó ('er nú í hljómsv. Guðmundar Finnbjörnssonar í Þórscafé) og John Kleif, trompet (hann er nú búsettur í Danmörku). His Master Yoice plata, sem fæst í Fálkanum, Laugavegi. Chubby Checker og Bobby Rydell: Teach me to twist og Swingin together. Teach me to twist er samið þann- ig að Chubby og Bobby skiptast á um að syngja laglínuna, syngja svo Framhald á bls. 39. Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: JENNA K. JENSDÓTTIR, Drekavogi 17, Reykjavik. Enn er það Örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfrið hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri mynd- inni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ungfrú Yndisfríð heitir góðum verðlaunum: Stórurn konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Hcimilisfang Örkin er á bls. Sími Nýjar hljómplötur. Bert Weedon: Twist a Napoli og Twist með pretty baby. Fyrra lagið er skemmtilegt og vel leikið. Það fellur ekki í fiokk þeirra twist-laga, sem mest hafa verið leikin undanfarið. Þetta er mun betra lag og eins og orðið bendir til í nafninu, þá er ítalskur blær yfir laginu. Gítarleikur Bert Weedon er mjög góður, en Bert var einn af allra beztu jazzgitarleikurum Eng- iands áður en hann sagði skilið við jazzinn og lága kaupið og sneri sér að verzlunarmúsík. Nú á hann eigið hús og tvo bíla eftir fjögurra ára verzlunarmúsík- starf. Þ. e. a. s. hann ieikur danslög inn á plötur, rokklög, twistlög og hverskonar iög, allt eftir því sem óskað er og Bert er mjög eftirsóttur til að leika inn á plötur með hinum og þessum söngvurum þegar þeir þurfa að setja saman hijómsveit til að aðstoða sig á plötu. Sjálfur er Bert ekki með hljómsveit, heldur fær í lið með sér hljóðfæraieikara eftir því sem þörf krefur hverju sinni. Á þessari plötu er hann m. a. með saxófónleikara, sem leikur skemmtilega gamaldags og auk þess er hann með rafmagnsorgel eða jafn- vel rafmagnaða harmoniku, það er erfitt að heyra það. Rhythma- hljóðfærin eru mjög góð. Síðara lagið er aftur á móti sáralélegt. Það hefur líklega verið samið meðan á plötuupptökurini stóð og einhver fenginn til að öskra ýmsar upphróp- anir af og til út alla plötuna. Það steridur á plötunni að Bert hafi samið lagið, ég mundi nú í hans sporum forðast að láta það fréttast. En það er sjáldnast hægt að búast við því-að bæði lögin á einni plötu séu góð og það er svo sannarlega fyrra lagið, sem kemur til með að selja þessa plötu. i 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.