Vikan


Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 10

Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 10
„Hvar í beinagrindinni er viðbeinið, herðablaðið, banakringlan og spj al dhryggurinn ?“ — Ailt í lagi, hugsaði Perry Hatch og starði á prófspurningablaðið, sem lá á borðinu fyrir framan liann. Svo leit hann í kringum sig, laut fram, eins og hann ætlaði að klóra sér á ristinni og ökklanum; brá fingrunum inn fyrir sokkafitina og dró upp minnismiðann og leit síðan enn upp, tii að sjá hvað Jarvis prófessor liefðist að. Og Jarvis karlinn hafðist ekkert að, frekar en hann var vanur, saí bara við kennaraborðið og starði fram undan sér gegnum kúpt gleraugun. Næstu spurningu gat Pcrry Hatch leyst aðstoðarlaust, en sú ]mr- næsta var dálítið snúin. Og Hatch laut enn fram .. . — Perry Hatch ... Hatch brá við kallið og leit upp, en í sömu svifum kom Jarvis æðandí að borðinu; mikið og úlfgrátt hárið reis upp af kolli hans eins og mön á reiðu ljóni og kjóllöfin flöksuðust í allar áttir. Perry Ilatch fataðist, bætti ekki að þvi að lauma miðanum áftur undir sokkfitina, fyrr en það var um seinan og prófessorinn læsti fingurna að úinlið iians eins og járntengur. — Sleppið miðanum, lirópaði prófessorinn æfur. Sleppið miðanum tafarlaust. Og Perry sleppti miðanum og Jarvis prófessor þreif liann og bar hann langleiðina upp að kúptu gleraugunum til að fá grun sinn stað- festan. Að því búnu þreif hann prófplöggin af borði nemandans. — Þér eruð liérmeð útiiokaður frá prófi, mælti hann harkaiega. Sitjið kyrr þangað til þeir hinir hafa svarað spurnihgiinum. Við töl- umst svo við þegar þeir eru farnir. — Já — en herra prófessor ... En Jarvis prófessor hafði ekki meira við hann að tala að sinni. Hann strunzaði aftur upp að kennaraborðinu og settist þar. Roði hafði færzt í föla og þrútna vanga hans. Ég lief þó að minnsta kosti vakið líf í hræinu, hugsaði Perry Hatch, dapur og gramur í senn. 10 VIKAN Þegar próftímanum var lokið, héldu námsfélagarnir á brott, án þess þeim yrði svo mikið sem litið þangað, þar sem Perry Hatch sat eftir í niðurlægingu sinni. Ekki einu sinni Dino, herbergisfélagi hans. Jarvis prófessor trónaði í virðuleik ellinnar bak við kennaraborðið, og raðaði próflausnunum. Hann lét það dragast í fullar tíu mínútur að ávarpa Perry Hatch. — Hvers vegna svindlið þér í prófinu, spurði hann eins fyrirlitlega og honum var frekast unnt, þegar hann hafði loks kallað Perry upp að borðinu. — Ég svindla ekki, svaraði Perry. Ekki að staðatdri, bætti hann við. Það var einungis þetta, að ég vissi ekki almennilega svarið við einni spurningunni .. . — Þér meinið, að þér beitið svindli, þegar þér vitið ekki svar við prófspurningunum. Það er lika nóg. Eg fyrirlit svindlara og lygara, Hatch. Við þess kónar náunga höfum við ekkert að gera hérna í há- skólanum. — En þér megið ekki ... — Það er ekki yðar að segja mér fyrir um það, hvað ég má eða má ekki. í hvaða prófgreinum öðrum hafið þér svindlað? — Ekki einni einustu. Það get ég svarið. — Ég efast um að rektorinn trúi þeirri staðhæfingu, varð Jarvis prófessor að orði. — En, kæri prófessor .. . Jarvis reis seinlega úr öndvegi sínu bak við borðið, þreif svampinn og tók að þurrka af töflunni á veggnum. Loks sneri hann sér enn að Perry. — Ég kæri yður ekki í þetta skiptið, Hatch. I^að er svo skammt af prófinu, að það tekur því ekki. — Kærar þakkir, herra prófessor ... — En þér skuluð samt ekki halda, að ég láti yður líðast slikt fram- ferði án þess refsing komi fyrir. Þess vegna skrifa ég föður yðar strax

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.