Vikan


Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 6

Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 6
Og þá skilur maður, að aldrei framar muni maður ganga upp gömlu trétröppurnar, né heldur strjúka fjngrunum eftir handriðinu, sem var ste/pt og gljáandi af snertingu ótal handa Kannski vaknar maður einn morguninn við það, að fugl kvak- ar fyrir utan og sóiin skín glatt inn um gluggann. Maður nudd- ar stírurnar úr augunum, horfir dáiitla stund á sólargeislann á veggnum og svo spyr maður fullur tortryggni: — Getur það verið að vorið sé komið? En af því maður á heima á Islandi svarar maður sjálfum sér, eitthvað á þessa leið: — Nei, nei, þetta er ekkert að marka, þetta er bara þykjastvor, það eru margar vikur til sumars. Og maður vefur hlýrri mjúkri sænginni fastar að sér og lokar augunum, því klukkan er ekki nema átta. Það sígur á mann sætur svefn, en maður er brátt vakinn aftur af litla fuglinum á þakskegginu og sólargeislinn skín nú beint á nefið á manni. — Hvað á þetta eiginlega að þýða, segir maður háif gramur, um leið og maður bröltir fram úr, til að draga gluggatjöldin betur fyrir. En þegar maður stendur við gluggann skilur maður loks, hvað hefur í rauninni gerzt, eða maður telur sig skilja það. 1 nótt, á meðan við sváfum hefur vorið komið, það er alveg áreiðanlegt, ilmurinn í loftinu segir það, og litlu telpurnar sem strika „parísinn“ niðri á gangstéttinni, hrópa það upp. — Pant'byrja, segir önnur. — Nei, ég má byrja, ég bjó'ann, segir hin snúðug. — Jæja þá, allt í lagi, byrjaðu. Á svona skjótan og einfaldan hátt getur æskan ein afgreitt sín deilumál. Og snöggvast verður maður angurvær, vorkennir sjálfum sér að vera ekki lengur ungur, og heíur alveg gleymt því, hvað maður öfundaði fullorðna fólkið þegar maður var barn, Og brátt er sjálfsmeðaumkvuninni engin takmörk sett,-------- hvers vegna hefur maður glatað hæfileikanum og lönguninni til að hoppa í „parís“? Maður er líka sannfærður um að maður getur ekki sveiflað sippubandinu fimlega í kross, án þess að flækjást í því. Og hvar er draumurinn sem maður átti þegar maður var ennþá með síða hárið fléttað í tvær fléttur, sem bundnar voru í lykkjur við eyrun? Og minningarnar taka að ásækja mann, minn'ngar nátengdar hlýjum kyrrum vorkvöldum, maður heyr- ir jafrível tóna frá gömlum lögum, sem maður söng í æsku. Og allt í einu halda manni engin bönd. Einhver annarleg gleði- tilfinning gagntekur mann, ennþá er maður þó ekki kominn í kör, cg er ekki vorið fyrir okkur öll? Þegar maður kemur út, stendur strætisvagninn einmitt við staurinn, hurðin er meira að segja opin, aðeins eftir að ganga inn. En maður brosir bara og býður vagnstjóranum góðan dag- inn, því auðvitað fer maður gangandi á fund vorsins, og maður veit nákvæmlega hvert skal halda. Maður er léttur í spori og hnakkakertur, engin þreyta, enginn kuldi, samt hefur maður gleymt að setja klút um höfuðið. Ó- sjálfrátt greikkar maður sporið, því skyndilega finnst manni leiðin svo löng, og maður er bráðlátur sem barn, og vill komast sem fyrst á Ieiðarenda. En hvað allt breytist með árunum, þessi brekka til dæmis, hún var ekki svona brött og löng, þegar maður var ungur og var að hlaupa heim úr Miðbæjarskólanum. Að minnsta kosti var maður alls ekki svona móður þá, svo eitthvað hefur breytzt. Þarna við torgið er kominn bekkur, það er dásamlegt, sumar breytingar eru þó til bóta. Maður sezt til að kasta mæðinni, áður en lengra er haldið, og þá minnist maður þess, að einu sinni var maður ástfanginn, og gekk langt inn fyrir bæinn, þangað sem Háskólabíó stendur nú eða þá Hallgrímskirkja, stundum var einhver vinstúlkan með manni, stundum var mað- ur einn, þá var maður feiminn og niðurlútur, og til þess að leyna því, sparkaði maður kannski á undan sér smá steinvölu. Svo gerði maður kaup við örlögin, eða reyndi að leika ofurlítið á þau. Ef maður, til dæmis, gat sparkað sama steminum alla leið að hvíta húsinu þarna út frá, gat maður átt von á því að mæta „svermiríinu“, og maður taldi ekki eftir sér sporin, jafn- vel þó steinninn skoppaði langt út fyrir veginn. Það var verra þegar maður týndi honum alveg, eða þekkti hann ekki frá öllum hinum steinunum. Kanns'ki var lánið með manni einmitt 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.