Vikan


Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 15

Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 15
held ég að hann sé ekki eins hættuleg- ur og hann vill vera láta. — Það er aldrei að vita, svaraði Lange liðsforingi og brosti við. En hitt get ég fullvissað ykkur um, að ég hef alls ekki í hyggju að skrásetja endurminningar mínar. — Það er gott að vita það, greip höfuðsmaðurinn fram i. Liðsforinginn lét sem hann heyrði bað ekki, en hélt áfram máli sínu. — Það sannar bezt fegurð rósar- innar, að maður hirðir ekki um þótt maður eigi það á hættu að særa sig á þyrnum hennar... Hann reyndi að fá Evu til að líta í augu sér. — Til þess að geta svo hrósað sér af að hafa slitið hana upp, eða hvað? spurði frú Halle, og dálítið meinlega. En eigum við ekki að snúa talinu að einhverju hversdagslegra; rósamálið getur alltaf reynzt dálítið viðsjárvert. — Þar er ég sammála, sagði Lilian og sendi liðsforingjanum unga aðvar- andi augnatillit. Halleshjónin og Lange liðsforingi voru farin; þau áttu langa leið heim, út á Miklasand. Þau hin sátu við ar- ininn í bókasafnsherberginu. Lilian var þreytuleg. Gréta og Einar reyndu eftir megni að halda uppi samræðum, en reyndist ógerlegt að blása neinu lifi í þær. Hans Bertilsen, sem ekki hafði komið fyrr en seint og siðar meir, var mjög undir áhrifum víns. Hann talaði i sundurlausum setningum, og enginn gerði sér það ómak að hlusta á hann. Það var líka sennilega bezt farið, hugsaði Eva þar sem hún sat og rifj- aði upp fyrir sjálfri sér orð og atvik úr samkvæminu. Henni var ógerlegt að átta sig á Hans Bertilsen lækni. Þegar hann kom i samkvæmið, virt- ist hann með öllu hafa gleymt þvl, sem gerzt hafði fyrr um daginn, og það var helzt á öllu að sjá að Þeir, hann og Einar, væru hinir beztu vinir. Og það leyndi sér ekki að Gréta var meir en lítið hrifin af Bertilsen; hins vegar virtist hann varla sjá hana, hugsaði Eva enn. Gustav Lange, þessi sjálfumglaði kvennagosi, hafði í raun- inni verið allra skemmtilegasta borð- herra, hugsaði hún, enda þótt hún hefði verið algerlega ósnortin af gull- hömrum hans. Einar brá sér frá andartak. Kom inn aftur að vörmu spori með vatn 1 glasi og eitthvert duft. — Gerðu svo vel, Hans, sagði hann, hæversklega en ákveðið, við Bertil- sen lækni. Það var eins og Bertilsen kipptist við. — Ég þarf ekki á þínu dufti að halda, tuldraði hann reiðilega og hratt frá sér glasinu. — Gerðu eins og ég segi, mælti Einar. Það er sjálfum þér fyrir beztu. Augnaráð Bertilsens varð slíkt að Eva bjóst við hinu versta. En þá reis Gréta úr sæti sínu og lagði hönd sína á arm honum. — Mundu að þú verður að mæta til vinnu snemma í fyrramálið, mælti hún biðjandi. Gerðu eins og Einar segir þér, og svo verðum við að fara. Við hin erum líka orðin þreytt, enda orðið áliðið. Sem snöggvast varð Bertilsen litið á Grétu, og Það var eins og hann gerbreyttist á einni svipan, þegar hánn sá hryggðina i biðjandi augna- ráði hennar. Hann tók duftið inn orðalaust og svalg vatnið í stórum teig. Svo reis hann á fætur með erf- iðismunum. — Góða nótt, Lilian, sagði hann, rétt eins og hann sæi ekki fleiri í herberginu. Síðan slagaði hann út í anddyrið, án þess að virða þau hin viðlits í kveðjuskyni. — Eg hringdi á bíl handa ykkur, sagði Einar við Grétu. Gréta kvaddi hann ástúðlega. Það leyndi sér ekki að hún var ákaflega þreytt — og að hún var Einari mjög þakklát. — Ég skal sjá um að hann komizt heim, sagði hún. Eva lagði hendina vingjarnlega á öxl henni, þegar þær kvöddust. — Góða nótt, og þakka þér fyrir kvöldið. Mér þykir mjög vænt um að hafa kynnzt Þér. Gréta brosti. —■ Þú verður að líta inn til min áöur en langt um líður, sagði hún. Ég hef búið um mig 1 litlu notalegu hreiðri þarna i sjúkrahúsinu. Komdu sem fyrst, Eva ... mér þætti vænt um það. Lilian stóð frammi i anddyrinu og horfði á eftir síðustu gestunum. — Mikil ósköp og skelfing get ég verið orðin þreytt, andvarpaði hún. — Þú ert föl og bleik, sagði Einar og lagði arminn um mitti henni. Evu fannst sér ofaukið í bili. Hún gekk inn í bókasafnsherbergið, vildi ekki trufla þau með þvi að bjóða góða nótt. — Ég fer að koma mér í háttinn, sagði Lilian og hélt upp stigann. Góða nótt... Einar horfði á eftir henni. Hann tók það nærri sér að sjá hana svona þreytta og niðurdregna. Það vakti með honum samvizkubit; Þetta var að vissu leyti honum að kenna, hann vanrækti hana, hugsaði hann með sér. Vegna starfsins gat hann ekki verið heima nema rétt yfir kvöldið og nótt- ina. Og allt í einu hvarflaði að honum, að ef til vill hefði hann ástæðu til að vera hræddur um hana; það sak- aði að minnsta kosti ekki, þótt hann sýndi henni dálítið meiri athygli en hann hafði gert að undanförnu. — Vill læknisfrúin ekki njóta fylgd- ar inn á draumalandið, kallaði hann glettnislega á eftir henni. — Ég er svo hræðilega þreytt, vinur minn, svaraði hún. Þið Eva haf- ið ekki nema gott af að spjalla saman smástund. Góða nótt... Hann stóð hugsi um hrið eftir að hun var horfin upp stigann. Siðan gekk hann hljóðlega inn í bókasafns- herbergið og opnaði dyrnar út á ver- öndina. Yndislegt að fá svalt og ferskt loft inn i híbýlin, sagði hann nánast við sjálfan sig. Svo stóð hann þögull um hríð; Eva vildi ekki trufla hann í hugunum sínum, hann var svo alvar- legur á svipinn .... kannski átti hún að bjóða honum góða nótt og halda í háttinn. Hún fann samt sem áður að sér mundi reynast ógerlegt að sofna strax; dagurinn hafði verið alltof viðburðaríkur og nýstárlegur til þess. Og hér var svo friðsælt og kyrrt, að hún varð að vaka og njóta þess. Hún drakk ferskt og ilmi þrung- ið loft vornæturinnar í djúpum teig- um eins og angandi vín. Himininn var orðinn heiðskír, stjörnurnar tindr- uðu og storminn hafði lægt, svo að nú þaut aðeins hægur blær I limi trjánna; það lét I eyrum eins og seið- andi dul tónlist. Og allt i einu varð hún gripin óskilj- anlegri hamingjukennd; sælum fögn- uði, sem hríslaðist um hverja taug og sem hún gat ekki vitað neina skýringu á. Það var ekki fyrr en að nokkurri stundu liðinni, að hún veitti því athygli að hún haíði staðið þarna lengi án þess að segja stakt orð. Hún virti Einar fyrir sér í laumi. Hann var enn alvarlegur á svipinn og Þungt hugsi. Allur gleðibragur kvöldsins hafði fallið af honum eins og hjúpur. Þögnin og alvaran lagðist að honum eins og brynja. Og nú fann hún vakna með sér löngun til að hann gæti litið á hana sem góðan og einlægan vin, sem hann mætti trúa fyrir öllum sín- um áhyggjum og vandamáium, en um leið fann hún hve barnalegt Það var að hugsa þannig. Vinátta kemur ekki yfir mann allt í einu — hún þarf langan tíma til að þroskast með báð- um aðilum, festa rætur. Framliald á bls. 32. AÐALPERSÓNUR SÖGUNNAR: Einar Bang, læknir við sjúkrahúsið í Sólvík. Lillian, kona hans, sem finnst hann hafa of lítinn tíma til að sinna sér og er komin í ástasamband við, Gustav Lange, lautinant í hernum. Hans Bertelsen, eirinig læknir og starfsbróðir Einars en hatar hann. Greta Sten, hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu og síðast en en ekki síst Eva, falleg hjúkrunarkona, sem er komin til Sólvíkur og verður ástfangin af Einari. ViKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.