Vikan


Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 33

Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 33
Hann var lagður af stað upp stig- ann, þegar Eva kallaði til hans. — Taktu mig með, það sparar þér krókinn. Ég hef aðstoðað við upp- skurði. Hann leit á hana. Það var dálítið annað að aðstoða við uppskurð við hin frumstæðustu og óhentugustu skilyrði, en í skurðarstofu, þar sem allt var svo að segja lagt upp í hend- urnar á manni. En það mundi flýta för hans að minnsta kosti um hálfa klukkustund, ef hann tæki hana með og þyrfti ekki að koma við í sjúkra- húsinu. —■ Þér er óhætt að treysta því, Einar, sagði hún, að ég er fær um Þetta. Kannski var það hreimurinn í rödd hennar, sem varð til þess að hann tók þá ákvörðun að þiggja boð hennar. — Þú verður þá að vera fljót að búa þig, sagði hann. Og þú verður að búa þig vel. Við förum í opnum bát yfir sundið, svo þér veitir ekki af hlííðarfötum. Eva fann ekki til þreytu. Og nú mátti hún ekki bregðast. Einar skyldi ekki þurfa að sjá eftir því, að hann tók hana með sér. Þau óku eins hratt og bíllinn komst, enda Þótt myrkt væri á veg- inum. Og þegar fjörutíu mínútur voru liðnar frá því síminn hringdi, voru þau komin út á oddann, þar sem vita- vörðurinn beið þeirra í bát sínum. — Ég er yður innilega þakklátur, læknir, fyrir það að þér skylduð bregða svo fljótt við, sagði vitavörð- urinn og hjálpaði þeim um borð. Kon- an mín er sárþjáð. Hún liggur sam- ankreppt eins og lokaður sjálfskeið- ungur. Þér hljótið að hafa ekið greitt, læknir .... þetta eru einar fjórar milur að minnsta kosti. Einar kinkaði kolli, annars hugar. Samankreppt eins og lokaður sjálf- skeiðungur; þá var ekki á góðu von, þótt það gæti kannski einungis verið kveisa. Það var þó næsta ólíklegt, öllu sennilegra að það væri bráð botnlangabólga. Eða þá sprunginn magi. Kæmi hann of seint, mátti eins gera ráð fyrir að meinið hefði spillt frá sér, valdið lííhimnubólgu eða öðru slíku, sem orðið gat illt við að fást. Það lá við sjálft að Eva skylfi af hrolli, enda þótt hún væri vel búin. Opni vélbáturinn stakkst á stafna i sjóunum, en sótti þó jafnt og stöðugt að markinu — vitanum, sem sendi geisla sína til móts við þau. Og nú ásótti sú hugsun Evu, að hún hefði gert sig seka um ófyrirgefanlegt fljót- ræði; hún mundi ekki reynast þess megnug að standa við stóru orðin og svo hlyti að fara, að Einar sæi lengi eftir því að hafa tekið hana með sér í þessa ferð. Ekkert þeirra mælti orð frá vör- um fyrr en vitavörðurinn stýrði bátn- um upp í vörina við vitann. Þar stóð unglingsstúlka í skjóli við klett og hafði bersýnilega beðið komu þeirra. Eg skal vísa ykkur leið, sagði hún. Pabbi verður að ganga frá bátn- um. Mömmu líður ákafiega illa haldið þér að þetta sé eitthvað hættu- legt, læknir? Það kom grátstafur í röddina, þeg- ar hún spurði. — Við skulum vona að svo sé ekki, sagði hann hughreystandi og gekk við hlið henni upp að litla steinhús- inu, þar sem vitavörðurinn bjó ásamt fjölskyldu sinni. Konan gerði tilraun til að setjast upp við dogg í rekkju sinni, þegar læknirinn kom inn. Ný snið Hý itiHsh ejni Herra Sumarjakkar Drengja Sportbuxur Stakar herra- og drengjabuxur úr ensku terelyne. — Ég hef svo sárar kvalir, læknir, stundi hún. Ég hef ekkert viðþol .... Einar gekk að rekkjunni og tók um úlnlið konunnar. — Hvar finnið þér sárast til, spurði hann. Æðaslátturinn var mjög hraður. Einar strauk lófanum róandi um enni hennar; það var brennheitt viðkomu, leyndi sér ekki að hún hafði þegar mjög háan hita, og þegar hún hugðist sýna honum hvar sársaukinn væri mestur, þorði hún ekki að snerta lífið með fingurgómunum. Þegar köstin komu, engdist hún sundur og saman, hljóðaði og stundi. EINAK var ekki í minnsta vafa um hvað að konunni gengi. Hann rétti úr sér, leit fyrst í svip á dótturina og siðan á vitavörðinn, sem hafði komið inn rétt í þessu og stóð út við dyr. Og loks virti hann Evu fyrir sér. Það var greinilegt, að hann spurði sjálfan sig hvort hún, sem virtist svo ung og óreynd, mundi hafa til að bera það þrek, sem með þurfti þegar á reyndi. Að minnsta kosti fannst Evu, sem hún gæti lesið þá spurningu úr augnaráði hans og svip. Átti hann það kannski á hættu, að læknislist hans kæmi ekki að neinu haldi, einungis fyrir það að hann hafði gert það glappaskot að taka hana með, sér til aðstoðar? En það var um seinan að vera að brjóta heilann um það, úr því sem komið var. Það var lífsnauðsyn í bók- staflegasta skilningi, að framkvæma skurðaðgerðina tafarlaust. Eva las kvíðann úr augnaráði hans, og varð skelfingu gripin. Hvað hafði hún eig- inlega gert — og hvers vegna? Til þess að sannfæra Einar um það hve kjarkmikil hún væri og fær i starfi sínu? Var það hjúkrunarkonu sam- boðið að haga sér þannig? Krafðist það starf ekki auðmýktar fyrst og fremst. Bar henni ekki að vita sín elg- in takmörk og haga sér samkvæmt því? Hún fann blóðið streyma frá höfði sér, og brot úr andrá sortnaði henni fyrir augum. Svo heyrði hún hina fáorðu skipan Einars, eins og úr fjarska: — Hafðu allt tilbúið undir upp- skurð. Hún starði ráðþrota á hann? Hvað átti hún eiginlega til bragðs að taka? Þvi næst svipaðist hún um í herberg- inu; starði á dótturina og vitavörð- inn, sem stóð hreyfingarlaus út við dyr, fölur í andliti af kviða, en svip- ViKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.