Vikan


Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 36

Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 36
OFSEINT Framhald af bls. 7. er ykkur það ekki of gott. Næst kemur fjósið, og maður leika „danskan“ við gluggann minn, nemur staðar og þykist heyra lang- dregið, værðarlegt baulið í beljun- um, þó maður viti ósköp vel, að fyrir innan þessar gljáfægðu rúður, með röndóttu gbiggatjöldunum fyr- ir eru engar skemmtilegar beljur, þær eru löngu horfnar, iika konan sem átti þær, og mjólkaði þær kvölds og morgna, konan sem alltaf hellti bláu mjólkurfötuna manns næstum fulla, þó maður bæði bara um einn pott. Og maður hefur ekki heldur gleymt manninum með stafinn, manninum sem átti kýrnar með kon- unni, hann rak þær kvölds og morgna. Klaufnasparkið lét svo þægiiega í eyrum manns og rauf svo skemmti- lega hina djúpu þögn vorkvöldanna. Nákvæmlega klukkan sjö birtist höf- uðið á Skjöldu gömlu þarna við hús- hornið, hún var alltaf fremst, og þá slóst maður í för með þeim og maður taidi sér trú um að maður væri að hjálpa til að reka þær, en í rauninni elti maður bara, í þeirri von að maður fengi að horfa á, þegar mjólk- að væri. Konan var komin i striga- pilsið sitt og manni fannst hún ein- hvern veg'inn svo samgróin kúnum og fjósinu að maður hefði áreiðan- lega trúað því, ef manni hefði verið sagt, að hún hefði fæðzt þarna. En þegar hún svo seinna stóð við eld- húsborðið sitt, í blárósótta sirs- kjólnum með hvítu léreftssvuntuna, og mældi mjólkina, var hún líka svo undarlega samgróin öllu sem þar var, diskunum í „rekknum" og svörtu gljáfægðu eldavélinni í horn- inu. Og einn sólheitan sumardag er stórhátíð, manni er boðið upp i sveit, þangað sem kýrnar eru á dag- inn. Maður fær nesti hjá mömmu, mjólk á flösku og kex í poka. Síðan er lagt af stað, maður röltir í hægð- um sínum á eftir kúnum, og maður er ekkert að flýta sér, konan sem á kýrnar og inaðurinn með stafinn sem líka á kýrnar, cru með í förinni, þau halda á hrífum, því það á að fara að raka. Það er farið langt inn fyrir bæinn, næstum alla leið inn að Vatnsgeymi, og maður tfnir sól- eyjar og fífla og hrafnaklukkur, því alls staðar eru blóm, — þá var sem sé engin Snorrabraut til og engin Miklabraut. Maður finnur líka hreið- ur með mörgum litlum eggjum í, og maður er ákaflega hamingjusamur yfir því, í*ð fá að taka þátt í svona merkilegu og löngu ferðalagi. Bráðum hefur maður gengið göt- una á enda og þegar maður hefur beygt fyrir hornið þarna og numið staðar við lítið hvítt hús með grænu þaki, teygt sig yfir girðinguna fyr- ir framan það og snert stofn stóru reyniviðarhríslunnar, hefu: maður lokið erindi sínu á þessar fornu slóð- ir. Og aftur greikkar maður sporið, það er næstum eins og maður sé hræddur um að koma of seint, og maður ákveður að fara hingað aftur seinna 1 sumar, þegar reyniviðar- hrislan er orðin allaufguð og grein- arnar svigna undan rauðum berja- klösunum, því einmitt þannig var hún, þegar maður ungur og barns- lega glaður trúði henni fyrir leynd- armálinu mikla. Hún hlaut að geyma; það enn, og ef maður legði eyra K*K IleildaölubirKSir: ~ Kristján O. Skagfjörð A IttOBGMM Klukkan G,30 ~ 8,30 kyrjar |>ii langran og: erfiðan vixiiiu- dag: — fxá er mikilvægt að xnorgunverðurinn sé §tað goður og næringarrlkur. SCQtt’S hafragrjon eru í senn kjjarngoð ljufleng og keilnæm fæða. Scott’s n \ricA(:it.ió\ fast i IMÆ.STli IU I» hf. við gildan traustan stofninn, myndi maður áreiðanlega geta heyrt hana hvlsla því út í bjarta sumarnóttina. Maður hleypur næstum við fót síðasta spölinn, svo beygir maður fyrir hornið, og þá loks er maður kominn alla leið. Og þó, líklega hefur maður villzt, því maður kannast ekki við sig þarna. Eitthvað er að minnsta kosti öðruvísi, en maður hefur átt von á. Maður starir lengi í áttina að litla húsinu, þvi maður trúir ekki sínum eigin augum, eða kannski er manni farið að förlast sýn? Maður lokar augunum og opnar þau aftur, en til hvers er það, mynd- in sem blasir við manni, breytist ekkert. Þarna sem litla hvita húsið stóð, að hálfu leyti falið bak við stóra tréð, er ekkert, alls ekkert, jú, gap- andi húsgrunnur, hálffullur af vatni. Og þá skilur maður, að aldrei framar, muni maður ganga upp gömlu trétröppurnar, né heldur strjúka fingrunum eftir handriðinu, sem var sleipt og gljáandi, af snert- ingu ótal handa. Aldrei framar lyfta lokunni á útidyrahurðinni og heyra ískrið í gömlu lömunum. Aldrei framar finna ilminn af pelargóníunum i litla glugganum 1 stofunni, aldrei setjast í gamla rauða plusssófann með harðangurs- dúknum á bakinu. Aldrei framar hlusta á söng þrastanna í greinum reynihríslunnar, sem geymdi leynd- armálið um ástina, sólina og vorið.fe Aldrei framar myndi norðan-^®' stormurinn sveigja gildan stofninn, vorvindurinn leika á hörpu sfna við krónu þess, heitir sólargeislarnir dansa á grænum blöðunum, né held- ur haustnæðingurinn þekja jörðina við rætur þess, dimmrauðu teppi fölnaðra laufa. Maður veit ekki hvað lengi maður stendur þarna, og starir á það sem einu sinni var, en skyndilega fer hrollur um mann og maður vefur kápunni fastar að sér, þvi nú finnur maður að það er orðið mjög kalt, enda farið að snjóa. Og þegar stræt- isvagn nemur staðar skammt frá manni, flýtir maður sér inn í hann. Og alls hugar feginn hreiðrar maður um sig í mjúku hlýju sætinu, um leið og maður hugsar: Liklega er voríð alls ekki komið. if 36 VlKAfí

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.