Vikan


Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 11

Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 11
SMASAGA EFTIR H E N R Y SLESAR Grípur sú löngun yður á stundum að taka nýja hattinn konunnar yðar og troða honum ofan í rusltunnuna? - Fyrir alla muni, gerið það ekki. Þegið og þolið - það er áhættu- minnst .. . í kvöld. — Föður mínum ... hvers vegna ... — Ég hef oft fundiS sárt til þess, ag ég skuli hvorki hafa tök á því né leyfi til þess aS tukta nemendurna eins duglega til og foreldrunum leyfist, svaraSi Jarvis hörkulega. Ég ætla þess vegna aS verSa mér úti um einskonar aSstoS frá föSur ySar. Já, svo var þaS ekki annaS, Hatch ... Jarvis prófessor hugSist ganga út úr stofunni, en Perry Hatch greip í frakkaermi hans. — BíSiS viS andartak, prófessor. HeyriS þér ... þér þekkiS ekki föSur minn ... Ég á viS, þér vitið eklci hvernig hann er skapi farinn ... — Ég vona aS minnsta kosti að hann sé harður í horn að taka. — Hann lemur mig til óbóta ... Hann sviptir mig öllum vasa- peningum. Jarvis kippti lausri kámugri erminni og strunsaði út úr stofunni, drekkhlaðinn af virðuleik og ósveigjanlegri réttlætiskennd. Þegar Perry Hatch kom út á dyraþrepin, sá hann var Dino beið hans við stalla menntagySjulíkneskjunnar. Perry gekk hnarreistur og beit á vörina, og liann beit enn fastara á vörina, þegar herbergisfélaginn í heimavistinni innti hann eftir samtalinu við prófessor Jarvis. — Þessi elliæri skröggur, svaraði Perry Hatch fyrirlitlega. Hann hótaði að skrifa föður mínum. Þá verður eldgos svo um munar, lags- maður. — Jarvis er strangur ... — Hvers vegna leggur hann mig alltaf i einelti? Og hvað er þaS eiginlega sem gerir, að hann er svona illa lyntur og öfugsnúinn? Dino hló. — Hefurðu ekki heyrt hvað sagt er? Hefurðu ekki heyrt hvílíkur svarkur kerlingin hans er, Perry? Hann er dæmigert sýnishorn af eiginmanninum, sem kúgaður er með kökukeflinu, þegar hann kem- ur heim ... — Jú, ætli ég hafi ekki heyrt sagt frá þeirri útreið, sem hann fær hjá henni, þegar hann kemur heim á kvöldin. En það réttlætir samt sem áður ekki, áð hann skúli sifellt leitast við að ná sér niðri á okkur. — Manstu í fyrra ... þegar hún rak hann út og hann varð að fá leigt gistihússherbergi yfir nóttina? spurSi Dino og hló. Manstu hvernig hann var í skapinu daginn eftir. — Ég ætla að vona, að hann fái að minnsta kosti ekki bliðari við- tökur, þegar hann kemur heim i kvöld ... — Því miður, svaraði Dino, hefur hann engu að kvíða í kvöld. Fyrir hendingu veit ég að svarkurinn er ekki heima. Hún fór að heimsækja systur sina, að ég held — eða hún fór að minnsta kosti eitthvað og hefur verið að heiman i hálfan mánuð. — Það var leitt, tuldraði Perry. Þá verður ekki einu sinni hefnt fyrir mig, svo ég verð að þola það bótalaust að verða sviptur öllum vasapeningum. — Hvernig væri að þú færir heim til Jarvis gamla; létir allt stolt eiga sig og bæðir hann afsökunar ... — Heldurðu í rauninni að það kæmi að nokkru gagni? — Þú yrðir vitanlega að skríða fyrir honum. En skárra er það þó en aS missa vasapeningana. Þú ættir að skreppa heim til hans í kvöld ... Ég skal koma með þér, ef þú vilt. Þegar kvölda tók, var eins hljótt og stillt i háskólabænum eins og smáþorpi, og öll ljós slökkt snemma. Eins og allir prófessorarnir, bjó Jarvis i litlu og snotru einbýlishúsi og var grasflöt og garður um- hverfis, en hús á báðar hendur. Þegar þá félaga bar þar að, sáu þeir að enn logaði ljós i skrifstofu prófessorsins. Tjöld voru ekki dregin fyrir stóra gluggann, svo þeir sáu greinilega inn — allir veggir þaktir bókahillum, skrifborðið hlaðið bókum og skjalabunkum, beinagrind úti í einu horninu ... en sjálfur prófessorinn hvergi sjáanlegur. Framhald á bls. 29. VIKAN IX

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.