Vikan


Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 18

Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 18
Skálað fyrir sumri. Frá vinstri: Höskuldur Ólafsson, bankastjóri í Yerzlunarbankanum, Þorvaldur Guðmundsson, gestgjafi og kaupmaður og Sigurður Magnússon, kaupmaður, formaður kaupmannasamtakanna. Kaupmannasamtökin fögnuðu hækkandi sól og grænkandi grösum og gerðu sér dagamun í Lido. Þar var veglegasta tizkusýning, sem Herradeild P&Ó og Tízkuverzlunin Guðrún sáu um. Megmð af herrafatnaðinum, sem svndur var, sjáið bið á næstu blaðsíðum, en Guðrún sýndi mikið af sama fatnaði sem við birtum mvndir af í vfirlitsgreininni um vor- og sumartízkuna i síðasta blaði, svo við lát- um bað nægia í bili. Rúmsins vegna getum við aðeins bírt örfáar svipmyndir, en þarna var að sjálfsögðu margt ágætra manna og stemm- ingin eins og bezt verður á kosið. SUMARFAGNAÐUR KAUPMANNA Eitt af skemmtiatriðum kvöldsins var Charleston-sýning, sem þessi ungu pör önnuðust. Fatnaðurinn er einhvers- konar skopstæling á tízkunni 1920—30. Hinn kunni athafnamaður og skíðakappi, Þórir Jónsson, skálar við Hjördísi Ingvarsdóttur, konu Magnúsar kaup- rnanns í Skeifunni. Við hlið hennar er kona Þóris, Hanna Felixdóttir. Ólafur Maríusson, kaupmaður, (Hann er Óið í Herradeild P&Ó) ásamt konu sinni, Jóhönnu Jónsdóttur, Símonar- sonar bakarameistara, sem sést á bak við og ber yfir flöskuna. Lengst til vinstri er Haraldur Örn, klæðskeri og við hlið hans Sigurður Jónsson, bakari og sonur Jóns Sím- onarsonar. Þessi föngulegu „brúðhjón“ voru lokaatriði tízkusýningar- innar og sjálf skrautfjöðrin í hatti kvöldsins. Stúlkan er engin önnur en Ungfrú ísland 1962, Guðrún Bjarnadóttir úr Njarðvíkum, afburðaglæsileg hvort heldur er á sundbol eða brúðarkjól. Og herrann, sem hefur þá ánægju að vera „þykjast-brúðgumi“, heitir Auðunn Hinriksson. 18 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.