Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 30
Btlalökk V.-þýzk. \ Ijlafil ) vJV
SYNTHETISK“- 99 CELLOLOSE“-
Bílalökk Bílalökk
Grunnur Grunnur
Fyllir Fyllir
Spartl Spartl
Þynnir > 1 Þynnir
Bí inbón
F á s t h j á :
Volvo-búðinni, Suðurlandsbraut 16
Skoda-búðinni, Bolholli 4
Pétri Hjaltested, Snorrabraut 22
Verzl. Friðriks Bertelsen, Tryggvagtu 10
Bílanaust h.f., Höfðatúni 2
Sveini Egilssyni h.f., Laugavegi 105
Stapafelli h.f., Keflavík
Kyndill h.f., Keflavík
Verzluninn Óðinn, Akranesi
Haraldi Böðvarssyni & Co., Akranesi
Litlu Bílabúðinni, Vestmannaeyjum
og hjá mörgum bílamálurum.
Einkaumboð:
ÁSGEIR ÓLAFSSON, heildverzlun.
Símar 11073 og 13849 Reykjavík.
30 vikam
an? Líkið, skilurðu? Hvað hefur
hann gert við það?
— Hann hefur eflaust grafið lik-
ið. Eða hann hefur brennt það. Eða
kannski ... Það sló bliki á augu
honum af ákefð og æsingi. Ef nokk-
ur maður veit hvernig hyggilegast
er að losa sig við lík, þá er það
Jarvis prófessor, skilurðu. Ég meina
... það cr i rauninni sérgrein hans.
Ætli hann hafi ekki leyst það upp
í óslökktu kalki?
— Hættu þessari endiley.su, sagði
Dino.
—- Og þessi náhrafn hefur í hót-
unum að skrifa föður minum. Kæra
— mig. Hann, sem er að öllum lík-
indum ótíndur morðingi. Komdu,
við förum og tölum við lögregluna.
JACK lögreglufulltrúi sat og
hlustaði þögull á sögu piltsins, en
stillti sig þó um að hlæja þangað
til henni var lokið. En þá hló hann
líka dátt. Hann sló flötum lófanum
á lokið á hattöskjunni og hló. — Og
þetta áliturðu nægilegt sönnunar-
gagn til þess, að ég geti kært
prófessorinn fyrir að hafa myrt
ciginkonu sfna?
— Ég veit að þér haldið að ég
gangi með lausa skrúfu, varð Perry
að orði. Ég veit að þetta eitt er ekki
nægileg sönnun. En ef þér spyrðuð
kunnuga, og fengjuð að vita hvernig
heimilislífið hjá þeim hefur verið
— ég á við, hvernig hún kúskaði
og kúgaði prófessorinn, þá geri ég
ráð fyrir að yður þætti þessi til-
gáta min ekki eins fráleit.
Jack lögreglufulltrúi tróð tóbaki
í pipu sína. — Satt bezt að segja,
piltar minir, þá hef ég nokkra hug-
mynd um samkomulagið. Ég geri
ráð fyrir að þeir séu ekki margir
hérna í borginni, sem ekki hafa
einhverja hugmynd um það. En jafn-
vel þótt karli og kerlingu komi ekki
sem bezt saman, rífist við og við
og allt það ... þá er ekki þar með
sagt, að það endi á þvl að annar
aðilinn myrði hinn.
— En hvar er prófessorsfrúin þá
niður komin, spurði Perry.
Jack fulltrúi yppti öxlum. — Fyrst
prófessorinn segir, að hún hafi far-
ið að heimsækja systur sina, þá er
það að öllum líkindum satt. Og hvað
hattinn snertir ... já, hún hefur
að öllum likindum beðið prófessor-
inn að fleygja honum i ruslatunn-
una. Ætli hún hafi ekki bara verið
orðin leið á honum. Mætti segja
mér það ...
Perry hnipraði sig saman i stóln-
um. Lögreglufulltrúinn hló enn, en
ekki eins hæðnislega i þetta slciptið.
— Þið megið alls ekki taka það
þannig, að ég vilji koma i veg fyrir
rannsókn, piltar mínir. Við getum
að minnsta kosti hringt til frú
Jarvis, svo við fáum úr þessu skorið.
— Getið þér það ... Perry Hatch
iðaði af ákafa. Getið þér hringt til
hennar i kvöld?
— Það er nú kannski helzt til
síðla dags ...
— Klukkan er ekki nema niu ...
Jack lögreglufulltrúi lyfti talnem-
anum.
— Phyllis, sagði hann við síma-
vörðinn. Þér kannizt áreiðanlega við
konu Jarvis prófessors. Jú, hún hef-
ur skroppið í heimsókn til systur
sinnar í Pigotville, en ég veit ekki
hvað þessi systir hennar heitir ...
Fulltrúinn leit til piltanna. Phyllis
simavörður veit allt um alla ...
Heitir hún Beattie? .Tá, einmitt. Vilj_
ið þér gera svo vel að ná símasam-
bandi við hana?
Hann lagði talnemann á og beið
stundarkorn. Svo hringdi síminn.
Fulltrúinn tók talnemann.
— Frú Beattie, sagði hann og
kynnti sig. Fyrirgefið að ég hringi
svona seint, en mig langaði til að
vita hvort frú .Tarvis væri ekki stödd
hjá yður? Ekki það? Nú-jæja, ég
hélt að hún hefði farið að heim-
sækja yður ... Ég hlýt að hafa feng-
ið skakkar upplýsingar, eða mér
hefur misheyrzt. Ég bið yður að af-
saka, frú Beattie ...
— Hún er þar ekki? spurði Perry,
þegar fuytrúinn hafði lagt talnem-
ann á.
— Nei, reyndar ekki, svaraði full-
trúinn lágum rómi. ITún hefur ekki
einu sinni komið þangað. Þær hafa
ekki hitzt í meir en ár. Það ætti ekki
að geta gert neitt til, þótt við ætt-
um tal við prófessorinn. Svona rétt
í svip ...
—- Megum við koma mcð?
—■ Þið verðið þá að bíða úti fyrir,
sagði Jaclc lögreglufulltrúi. Og reyn-
ið að halda imyndunaraflinu i skefj-
um, piltar minir. Þið skiljið það.
— Já, lögreglufulltrúi, mælti
Pe-rry.
JACK lögreglufulltriii var þó ekki
fyrr kominn inn úr húsdyrum
prófessorsins, en Perry renndi sér
hljóðlega út úr bílnum og benti Dino
að koma á eftir sér.
Þeir læddust áfram, unz þeir
komu að runnanum undir stóra
glugganum. Runninn var nægilega
mikill og þéttur til að þeir gætu
leynzt þar, og ]jar eð glugginn stóð
opinn, heyrðu þeir greinilega út
hvert orð, sem sagt var inni.
— Ég geri svo vel og skil þetta
ekki, mælti Jarvis gamli prófessor
sinni hrjúfu röddu. Hvað veldur þvi
eiginlega, að þér hafið allt í einu
fengið slíkan áhuga á konunni
minni?
— Og þetta er bara eins og hver
önnur forvitni, svaraði fulltrúinn.
Eins og þér hljótið að skilja, þá er
það ekki beinlinis algengt að fólk
kasti splunkunýjum höttum i rusl-
tunnuna. Hann hló við. Og það svona
ljómandi fallegum hatti. Þér ættuð
bara að sjá hattkúfana, sem konan
mín verður að ganga með á höfð-
inu.
Þáð varð nokkur þögn. Loks mælti
Jarvis prófessor. — Er yður það
kannski á móti 'skapi, að segja mér
hvernig þér hafið komizt yfir þenn-
an hatt, Iögreglufulltrúi?
— Að svo komnu vil ég alls ekki
láta það uppskátt, svaraði Jack full-
trúi.
— Það er ekki nema um klukku-
timi síðan ég kastaði hattöskjunni
i rusltunnuna, mælti Jarvis prófess-
or. Hvenær tók lögreglan upp á þvi
að skoða í rusltunnur?
— Segið þér mér hvers vegna
þér vilduð losa yður við hattinn,
prófessor? Vildi konan yðar ekki
ganga með hann á höfðinu lengur,
eða hvað? Mér virðist hann sama
sem nýr, sagði fulltrúinn.
— Iiann er nýr. En ég vil ekki
hafa hann liér inni, það er allt og
sumt.
— Og lcona yðar hefur ekkert
við það að athuga?
Það brakaði í hægindastólnum,
þegar Jarvis prófessor tók sér sæti.
— Ég þykist verða var nokkurrar
aðdróttunar í þessum spurningum
yðar, lögreglufulltrúi ... Eruð þér
kannski að saka mig um eitthvað?
— Nei, ég er einungis að leita
staðreynda. Ég hef frétt að konan