Vikan


Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 14

Vikan - 07.06.1962, Blaðsíða 14
Hér birtist annar hluti framhaldssögunnar eftir Bodil Asper PORSAGA. Eva Rönne hjúkrunarkona er í þann veginn að hefja start' við sjúkrahúsið í Sólvík, þorpi á ströndinni, en Lilian frænka hennar er gift að- stoðariækninum þar, Einari Bang. Eva hefur kynnzt Einari áður, er þau voru bæði við nám í ríkis- sjúkrahúsinu í höfuðborginni, og hún heldur því tafarlaust á fund hans í sjúkrahúsinu, þegar hún kem- ur í þorpið. Svo hittist á, að Einar verður að framkvæma holskurð í skyndi, þar eð „vinur“ hans og sam- starfsmaður, Bertilsen læknir, er svo ölvaður að hann bilar þegar mest á ríður. í sambandi við þennan leiða atburð kenist Eva að raun um að Bertilsen hatar Einar undir niðri, þótt hann látist vera vinur hans. Um kvöldið bjóða þau Einar og Lilian nánum kunningjum heim á óðalssetrið til að kynnast Evu og fagna komu hennar. Eva skemmtir sér prýðilega og gleymir þessum leiðu atburðum í bili. E'va tók kjólinn upp úr töskunni og svipaðist hrifin um í hinu rúmgóða og snyrtilega herbergi, sem henni hafði verið fengið til umráða yfir kvöldið og nóttina. Hún gat ekki var- izt þeirri hugsun hve ólíkt skemmti- legra bað mundi verða, ef hún fengi að búa á þessu reisulega óðalssetri, i stað þess að kúldrast í hjúkrunar- kvennabústaðnum. Það var fagurt að Fosshlíð, andrúmsloftið þrungið ævin- týrum hins liðna, þrátt fyrir breyt- ingarnar, sem gerðar höfðu verið til samræmis við kröfur tízkunnar — skrúðgarðurinn, eikarlundurinn og trjágarðurinn, allt átti sinn þátt í Því að skapa aðlaðandi heimili og heim- ilisbrag, og allir voru glaðir og vin- gjarnlegir i viðmóti. Hún fann það á öllu, að hér gæti hún unað sér vel. Og svo gerðist það, að Patrik, gamli óðalseigandinn, gerðist til þess óbeð- inn, að hún fengi þessa ósk sina upp- fyllta. — Hvað á það eiginlega að þýða að láta stúlkuna hýrast í hjúkrunar- kvennabústaðnum, þegar fjöldi her- bergja, sem enginn notar er hér á setrinu, sagði hann. Helzt vildi ég fá hana í álmuna til mín, en það er hætt við að henni finnist þar of einmana- legt — og auk þess hefur Lilian þörf fyrir félagsskap hennar. Það var ekki erfitt að fá Lilian til að fallast á þá uppástungu; hún hefði meira að segja gjarnan viljað búa í álmunni hjá gamla manninum, en þar hafði hann hreiörað um sig og Kristínu, ráðskonu sína, eftir að hann afhenti Einari öll umráð yfir aðalbyggingunni. En Þau Einar og Lilian vildu bæði að hún byggi hjá sér. Einar fagnaði þvi meira að segja mjög; hann var sjálfur svo sjaldan heima og Lilian því alltof einmana, fannst honum. Og þegar Eva kvaðst vilja greiða fæði og húsaleigu, var ekki við það komandi; Þau hlógu öll, og Patrik gamli sagði, að þau ættu nú ekki annað eftir. Einar einn skildi, að henni fannst það óviðkunnanlegt að fá ekki að greiða greiðann í ein- hverju. — Þú getur þá verið Lilian innan handar, sagði hann. Hún þarf að gæta Súsönnu litlu og hefur í ýmsu að snúast. EVa var þeirri málamiðlun fegin; þá gafst henni tækifæri til að gjalda greiðann að nokkru leyti, og henni ióll prýðilega við Lilian. Eva stóð frammi fyrir stóra spegl- inum — prjónakjóllinn fór henni mjög vel, enda þótt hann væri kannski í látlausara lagi sem samkvæmisflík. Hún varð þó að láta hann duga í þetta skiptið. Það var vingjarnlegt af þeim að efna til Þessa boðs í tilefni af komu hennar, svo hún gæti þegar kynnzt kunningjum og vinum fjölskyldunnar. Bertilsen læknir var vist einn af boðs- gestunum. Hún hlakkaði ekki sérstak- lega til að hitta hann, eftir það, sem gerzt hafði í dag. Hún leit enn í spegilinn og fullvissaði sig um að snyrtingin væri i fyllsta lagi. Hún heyrði hlátra og glaðværar raddir niðri í anddyrinu. Eva hélt niður stigann, síðan um dagstofuna og bókasafnsherbergið; hikaði við eitt andartak og gekk síðan inn í salinn, þar sem gestirnir höfðu safnazt sam- an. Salurinn var stór og glæsilegur, húsgögnin í rokokostil, gljáandi hvít, með grænu og gullnu skrauti. Stór og íburðarmikil kristallsljósakróna hékk niður úr loftinu. — Þá er Eva komin, mælti Lilian glaðlega. Það var eins og henni skild- ist hve feimin Eva var, þótt hún léti ekki á þvi bera, því að hún gekk til móts við hana, lagði arminn um herð- ar henni og leiddi hana í hóp gestanna. Lilian var ákaflega falleg og glæsi- lega klædd, þótt föt hennar virtust látlaus. Tinnusvart hárið var skipt yfir miðju enni og undið í stóran hnút í hnakka — dálítið óvenjuleg hárgreiðsla, sem ekki mundi fara öll- um vel, hugsaði Eva, en var í fyllsta samræmi við sérkennilegt og fínform- að andlitsfall Lilian, og vakti enn meiri athygli á seiðdulum þokka hennar. Lilian kynnti Evu fyrir gestunum, en hún var svo utan við sig, að það var ekki fyrr en löngu seinna að henni tókst að gera sér grein fyrir hverjir þeir voru, hver ,um sig. Að þreklegi og rauðbirkni náunginn yar Halle höfuðsmaður, konan í nær- skorna kjólnum eiginkona hans — og að ungi, íturvaxni liðsforinginn hét Gustav Lange. — Já, og nú bíðum við einungis eftir þeim, Hans og Grétu, varð höf- uðsmanninum að orði. E'vu varð litið til Einars. — Ég er alls ekki viss um að Hans komi, mælti Einar hikandi. Hann var ekki vel hress I dag. — Vesalings Gréta, varð frú Halle að orði. Einar byrjaði að skenkja á glösin. — Yfirhjúkrunarkonan okkar. Kynntust þið ekki í sjúkrahúsinu I dag? — Dásamleg kona, varð Halle að orði. Það fer varla hjá því að maður spyrji sjálfan sig hvar sumir hafi augun. — Það er til að menn sjái ekki það, sem næst þeim er, sagði Lilian, og að þeim spaklegu orðum mæltum lyfti hún glasi sinu. — Nú drekkum við skál Evu og bjóðum hana velkomna, sagði hún. Vertu hjartanlega velkomin í okkar hóp, Eva ... — Og við vonum öll, að þú unir þér eins vel hjá okkur og værir þú heima hjá þér, bætti Einar við. — Það geri ég reyndar þegar, svar- aði Eva þakklát. Eg kann prýðilega við, mig hérna. — Og það er okkur sönn ánægja að þú skulir vera hingað komin, mælti Lilian enn. Veiztu Það, að ég þekkti þig ekki strax. Það er svo langt siðan ég sá þig seinast. Þú varst í skólanum, þegar við áttum enn heima í höfuð- borginni .... ætli það séu ekki ein tíu ár síðan? — Já, það var siðasta árið mitt í skóla ... ;— Þá varstu háfætt og grennluleg. Mig gat ekki grunað þá, að þú yrðir eins falleg og raun ber vitni. ... eins og nýútsprungin rós, bætti Gustav Lange við. Bva ieit feimnislega undan, vissi ekki hvað hún átti að segja við öllu því hrósi, sem Lilian bar á hana. — Má bjóða yður sigarettu, ung- frú Rönne? Lange liðsforingi laut fram og rétti að henni sígarettuhylki úr silfri. . Hendur þeirra snertust brot úr andrá, þegar hún fékk sér sígarettuna og hann leit svo fast á hana, að hún roðnaði við. — Stilltu þig gæðingur, mælti Ein- ar glettnislega við liðsforingjann. Gættu þín, Eva; hann hefur gaman af að leika Casanova, skilurðu. Annars 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.