Vikan


Vikan - 28.06.1962, Qupperneq 2

Vikan - 28.06.1962, Qupperneq 2
Bók vikunnax DELTA DÖMUBUXUR eru viðurkenndar fyrir: snið sem allaf situr vel, glæsilega tízkuliti og úrvals efni: Ullarefni — Terelyn — Helenca Stretcli og Phrix SBK sem er alveg nýtt gerfiefni. Heildsölubirgðir: YLUR H.F. Sími 13591. aLjglystrtQ H f „Ég bið yður fyrir bréfið til Hans ... “ Lúðvík Kristjánsson, Á SLÓÐ- UM JÓNS SIGURÐSSONAR. Bókaútgáfan Skuggsjá. Alþýðu- prentsmiðjan h.f., Reykjavík 1961. „Fjarlœgðin gerir fjöllin blá og mennina mikla“, er — með fyllstu virðingu fyrir höfundinum — ekki eins rökföst spakmæli og al- mennt er ætlað, ef marka má hina miskunnarlausu ofnotkun þeirra og misnotkun á undanförnum áratug- um. Fyrri hlutinn er ekki aðeins vefengjanlegur, lieldur heinlinis ósannur, og því villandi, í mörg- um tilvikum, þar eð sannir menn verða meiri menn að sama skapi og þeir gerast okkur nálægari fyrir nánari kynni. Jón Sigurðs- son er einn af þeim og Lúð- vík Kristjánsson á miklar þakkir skildar einmitt fyrir það að hann hefur komið okkur í nánari og mannlegri kynni við forsetann, en nokkur sá annar, sem um hann hef- ur ritað, og um leið sannað okkur hina sönnu mikilmennsku hans. Hann hefur, öðrum fremur, sýnt okkur fram á að Jón e^ki að neinu leyti blekkingar fjarlægðar- innar — ástsæld sú og virðing, sem hann naut af hálfu alþýðu manna hér á landi á sinni tíð, byggðist ekki fyrst og fremst á því að hann bjó alla ævi í Kaupmannahöfn, ekki frekar en frægðarljóminn, sem um- vefur nafn hans i vitund seinni kynslóða, stafar fyrst og fremst af því að hann er löngu látinn. Maður sannfærist um það við lestur þess- arar gagnmerku bókar, að Jón for- seti var löndum sínum beinlínis ná- lægari fyrir búsetu sína í Höfn, og að jafnvel andstæðingar hans virtu hans svo mikils sem sannan mann, að þeir hikuðu ekki við að snúa sér til hans með beiðni um aðstoð og hjálp, þegar mikið lá við, svo ekki þurfti andlát hans og síðan áratugi lil þess að þeir kynnu að meta hann að verðleikum. Til er franskt orðtak, sem hljóð- ar svo, að maður geti beðið góðvin sinn um margt — en guð sinn um allt. Við lestur tilvitnana bókarhöf- undar í nokkur af þeim fjölmörgu bónarbréfum, sem forsetanum bár- ust árlega frá löndum sínum hér heima, fer ekki hjá því að manni komi til hugar, að forsetinn hafi slaðið nokkurn veginn mitt á milli góðvinarins og guðs í vitund bréf- ritaranna, og þó heldur nær guði, svo nálægur var hann þeim og slilct traust báru þeir til hans. Prestar °8 prófastar sneru sér til hans og báðu hann að útvega sér sjöl og skartgripi á maddömur sínar, bóka- grúskarar og fræðimenn báðu hann að kaupa fyrir sig bækur, kaup- menn leituðu til hans, þegar þá skorti öngla og salt; Þistilfirðingar báðu hann ekki aðeins að senda sér timburfarm — þegar pest drap hunda þeirra, sneru þeir sér til for- setans og fóru þess á leit við liann, að liann útvegaði þeim 30—5q hunda Framhald á bls. 43. 2 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.