Vikan


Vikan - 28.06.1962, Qupperneq 4

Vikan - 28.06.1962, Qupperneq 4
Hefndargjöf • • • EGILSSTAÐIR? í síðustu viku seldum við farmiða til Tókíó, Narssarssuak og Egilsstaða. Við erum alla daga reiðubúnir til að veita við- skiptavinum okkar hina beztu ferðaþjónustu. Seljum farseðla um allan heim með flugvélum, skipum, járnbrautum og bílum. EKKERT ÞJÓNUSTUGJALD við Ingólfsstræti gegnt Gamla Bíói. Kæri Póstur. Ég átti stórafmæli um daginn, og eins og oft er við slík tækifæri, bár- ust mér margar góSar gjafir. Ein frænka mín gefur mér yfirleitt gjaf-' ir viS þessi tækifæri, og mér finnst ákaflega gaman aS því, aS bún skuli þó muna eftir mér. Gallinn er bara sá, aS þessi frænka mín er ógurlega ósmekkleg, og allt þaS, sem hún hefur gefiS mér, hefur stungiS illa i stúf viS annaS, sem ég á. . Mig langar nú aS spyrja þig, Póst- ur sæll, hvort ég geti sóma míns vegna skilaS svona munum. SiSast fékk ég stóreflis postulinskrukku, sem ég veit alls ekki hvar ég á aS fela í ibúSinni, svo aS htiS beri á. Ég veit, aS hún vill mér vel, frænk- an, en ég þjáist af þessu. Get ég skilaS svona munum eSa ekki? Dúdú. -------Gott þetta var ekki stál- krukka, sem hún gaf þér. Það hefði líklega lítið gagnað að reka olnbogann „óvart“ í hana....... Eigingirni ... Kæri Póstur. Mig langar til aS segja þér frá vandamáli, sem hefur valdiS mér miklum áhyggjum. Svo er mál meS vexti, aS ég missti mömmu mina fyrir fimm árum, og nú er ég orSin 16 ára. ViS pabbi höfum veriS ægi- lega góSir vinir og næstum þvi ó- aSskiljanleg. Og einu sinni sagSi hann, aS viS skyldum alltaf vera saman — en nú held ég, aS hann sé búinn aS gleyma þessu. Fyrir tveim- ur mánuSum fór hann aS umgang- ast konu mjög mikið. Þess vegna höfum viS veriS miklu minna sam- an. Ég hef kannski ekkert á móti þessari konu en mér finnst pabbi fara illa meS mig, með þvi að vera alltaf með henni.Og núna um dag- inn stakk pabbi upp á því að við færum þrjú saman í sumarfrí. Ég get ekki hugsað mér að fara i sumar- frí með einhvérri ókunnugri konu. Hvað á ég að gera, Vika mín. Svar- aðu mér fljótt. Ein i öngum sínum. — — — Þú hefur líklega ekki reynt að setja þig í sporin hans pabba þíns. Mér finnst hann eiga heiður skilið fyrir að vera þér svona góður, eftir að móðir þín dó — og hann á það vissulega skilið að eignast góða konu. Þú ert alltof eigingjörn — þú vilt eiga pabba þinn ein og aðeins ein. En hvað þá með pabba þinn? Einhvern tfma kemur að því, að þú kynnist manni, sem kannski síðan giftist þér. Hvað myndirðu sjálf segja, ef pabbi þinn krefðist þess að þú yrðir áfram hjá hon- um og hættir við að gifta þig? Mér finnst, að þú ættir ekki að hugsa þig um tvisvar, og fara í þessa ferð með pabba þínum og konunni. Þannig sýnir þú hversu þér þykir vænt um pabba þinn.. Reykja úti á götu Kæra Vika. Hvernig stendur á þvi, að allir eru að nöldra út af því, þegar konur reykja úti á götu? ÞaS segir enginn neilt við því, þegar karlmenn reykja úti á götu. Hvað á þá þessi asna- skapur að þýða? Bibba. --------Á meðan þú veizt, að þetta er kjánalegt, þá er það kjánalegt. Á meðan menn for- dæma slíkt, verður að varast það, ef ekki á að verða fyrir aðkasti. Það þykir nú einu sinni konu ósamboðið að reykja úti á götu — þótt ekkert sé sagt við því, ef karlmenn gera það. Ennþá er það uppreisn gegn almennings- álitinu fyrir kvenmann að reykja úti á götu. Enn eitt súrt eplið, sem þið verðið að bíta í, kven- mennirnir. Og annað bréf í sama dúr: ....Og viltu svo benda þessum stelpum (--------bréfritari er hér að tala um ungpíur Reykjavíkur) á, að það spillir ósegjanlega fyrir þeim, þegar þær sjást jóðla tyggi- gúmmi, svo ég tali nú ekki um þær lægst settu á vitsmunasviðinu, sem spúa út úr sér stórum jórturkúlum. Ef svo ótrúlega hefur viljað til, að þessar blöðruskvisur hafa verið snoppufríðar, áður en þær settu upp i sig tyggigúmmiið, þá hverfur gjör- samlega öll snoppufegurðin, þegar þær byrja að blása. Þið gangið ekki í augun á neinum með þessum blástri, stelpur minar.... Doremi. Eiga börnin að biðja bænirnar sínar ... ? Kæri Póstur. Mig langar að leggja fyrir þig vandamál, sem hefur valdið mér miklum áhyggjum. Dóttir mín giftist fyrir nokkrum árum, og nú eiga þau hjónin tvö lítil börn, myndar- legustu og gáfuðustu börn, og ég er slolt amma. Ég hef yfirleitt aldrei skipt mér neitt af uppeldinu, en nú langar mig vissulega til þess að opna munninn. Tengdasonur minn gengur með einhverjar guðleysisgrillur, og það má ekki kenna börnunum að lesa bænirnar sínar. Mér finnst ég endi- lega þurfa að skipta mér af þessu. Mér finnst það svo sjálfsagt, að börnin séú alin upp í góðri guðs- trú. Hvað finnst þér að ég ætti að gera, Póstur góður? Amman. --------Til þessa hefur það eng- an skaðað, þótt hann læsi bæn- irnar sínar, nema sfður væri. Mér finnst þetta óþarfa fyrirtekt í honum tengdasyni þínum. Það er börnunum svo éíginlegt að eiga sér guð, hvort sem þau svo afneita honum, þegar þau kornast til vits og ára, eða ekki. Hún dóttir þín hefur alizt upp f góðri guðstrú, og ekki virðist það hafa spillt fyrir henni — tengdasonur þinn kaus hana samt. Almættis-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.