Vikan


Vikan - 28.06.1962, Page 12

Vikan - 28.06.1962, Page 12
STEINUNN S. BRIEM - ÖNNUR GREIN HINAR ÝMSU TEGUNDIR '»T á HATHAYOGA Hathayoga er aö öllum líkindum þekklasta grein yogafrceðanna, því að á síðari árum hafa verið gefnar út fjölmargar bækur um „yogaæfingar“ og blöð og tímarit hafa birt myndir af fólki í furðulegustu stellingum, sem sagðar eru með afbrigðum heilsusamlegar, megrandi, styrkjandi og hver veit hvað. Hóflegt hathayoga, þ. e. a. s. likamsrækt, hreint og hollt matar- æði, mátuleg leikfimi og álgert hreinlæti líkamans ytra og innra, getur haft undursamleg áhrif á heilbrigði manna, því að æfingarnar eru vísinda- lega úlreiknaðar og þrautreyndar, mda hafa þær verið iðkaðar um ár- þúsunda skeið, lagfærðar og endurbættar, unz kerfið var fullkomnað. öll leikfimi hefur þann tilgang að gera líkamann hraustan, sterkan og svelgjanlegan, en hathayoga er að ýmsu leyti frábrugðið venjulegri leik- firni, æfingarnar eru gerðar hægt og rykkjalaust og stellingunum (ASANAS) háldið lengi i einu og slappað vel af á meðan. I stað þess að eyða orku við æfingarnar birgir hathayoginn sig upp af lífskrafti og safnar i orkuforðabúr líkamans. Hann notar líkamlegar aðferðir til að kyrra huga sinn og tilfinningar, og hann lærir að vekja til starfa leynd máttaröfl með lífeðlisfrœðilegum aðferðum, sem fáir þekkja aðrir en fullnumar hathayogakerfisins. Hið sanna Jmthayoga er fjarska örðug leið og vandrötuð og útheimtir nær ofurmannlega viljafestu og þolgæði. Æfingakerfið sjálfl er enginn barnáleikur, og ofan á það bætast flóknar öndunaræfingar og margs kon- ar iökanir, sem beinast að því marki að ná futtkomnu valdi yfir likaman- um og allri starfsemi Jmns. Þjálfaður hathayogi getur stöðvað öndun sína, blóðrás, hjartslátt og yfirleilt alla líffærastarfsemi að vild, og hafa jafnvel vantrúaðir visindamenn fengið óyggjandi sannanir fyrir þvi. En hinn raun- veridegi tilgangur er að vekja til starfa innan likamans orku, sem yogarnir nefna slöngueld (KUNDALINI), og senda hana líkt og rafstraum upp eftir mænugöngunum að orkustöð í heilanum, og er því marki er náð, öðlast hathayoginn SAMADHI eða uppljómun vitundarinnar. En venjúlega er hathayoga iðkað i hófi sem undirbúningur æðri stiga 12 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.