Vikan


Vikan - 28.06.1962, Page 13

Vikan - 28.06.1962, Page 13
yogavísindanna. Ókyrr líkami hindrar einbeitingu hugarins, og því er gott að geta setið rólegur og óhagganlegur i þægilegum stéllingum, meðan hugleiðsla er æfð. En varúð er nauðsynleg við þjálfun í hathayoga, og enginn skyldi leggja stund á öndun- aræfingar án þess að hafa örugga leiðsögn þjálfaðs meistara — og slíkir menn eru ekki á hverju strái hér í heimi. |J BHAKTIYOGA. Bháktiyoga er leið tilbeiðslunnar og kœrleikans. Bhaktiyog- inn reynir ekki að ná valdi yfir tilfinningum sínum með þvi að bæla þær niður, héldur upphefur hann þœr í æðra veldi og um- breytir þeim í ást á guðdóminum í öllum hans myndum. Á fyrstu stigum bhaktiyoga hættir iðkendunum stundum við þröngsýni og ofstæki, því að þeir fara leið tilfinninganna og skortir oft skýrleika í hugsun og víðsýna dómgreind. Þeir tilbiðja sinn persónulega Guð og vilja láta álla aðra gera slíkt hið sama, en skilja ékki, að til geti verið aðrar leiðir en þeirra eigin. Þetta er þó aðeins í byrjun; á hærri stigum bhaktiyoga (PARA- BHAKTI) umbreytist tilbeiðslan á guðdóminum í kærleik til allra lifandi vera, því að þá sér bhaktiyoginn Guö í öllu, sem lifir, og ást hans verður eins og geislar sólarinnar, sem skina á álla jafnt. Á því stigi sameinast bháktiyoga leið þekkingarinnar (gnaniyoga), og dýrlingurinn verður spekingur. KARMAYOGA. Karmayoga er leið starfsins eða þjónustunnar. Karmayoginn leitast við að inna af höndum óeigingjarnt starf í þágu með- bræðra sinna, án þess að skeyta um endurgjáld, þakklæti eða viðurkenningu. Á þann hátt verður liann óháður árangri verka sinna, er hann lítur á sem frjálsa gjöf eða þjónustu við guð- dóminn í öllum lifandi verum. Hann umbreytir persónulegum löngunum í óeigingjarna þjónustu og öðlast á þann veg kœrleika og þekkingu í síauknum mæli, unz braut hans sameinast öUum öðrum brautum, er liggja að sama rrvarkx. GNANIYOGA. ■'iii Gnaniyoga er leið þekkingarinnar. Gnaniyoginn er frœði- maðurinn og heimspekingurinn, sem brýtur heílann um gátur tilverunnar, orsakir hennar og æðstu sannindi. Hann beinir hugsun sinni að SJÁLFINU, hinum innsta kjarna, og losar vit- undartengsl sín frá lægra eðli sínu: líkama, tilfinningum og huga, unz hann skynjar sameiningu sína við álheimsvitundina sem óvefengjanlegan raunveruleik. RAJAYOGA. Rajayoga, Jiið konunglega yoga“, er leið hugleiðslunnar eða hugrænnar þjálfunar. Á sama hátt og hathayoginn sveigir likamann til undirgefni við viLja sinn með kerfisbundnum œfing- um, glímir rajayoginn við huga sinn, þar til hann hefur náð fullkomnu valdi yfir þessu óstýriláta verkfœri. Rajayoga er há- vísindaieg leið, því að engum kenningum er haldið að iðkand- anum, sem hann getur ekki sjálfur sannreynt með eigin til- raunum. Hann þarf ekki amiað en fylgja ákveðnum reglum til að öðlast persónulega reynslu, og hann þarf ékki að styðjast við neina „trú“ byggða á ótraustum grundvélLi. Þjálfunarkerfi rajayogans greinist í þrjú stig: 1. fasthygli (DHARANA), 2. hugleiðsla (DHYANA og 3. uppljómun vit- undarinnar (SAMADHI). Framhald á bls. 30. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.