Vikan


Vikan - 28.06.1962, Síða 17

Vikan - 28.06.1962, Síða 17
Æsileg barátta um líf og dauða, sem þau há í sameiningu við skurðarborð- ið, Einar læknir og Eva, bindur þau sterkum böndum. Er unnt að svara í senn kalli skyldunnar og ástarinnar? þekkti hana. Hvorki hann né nokkur annar. Hún hafði komizt að raun um að einmitt þetta freistaði karl- manna mest. Það sem þeir fá hvorki skilið né skýrt. Varir hennar nálguðust munn hans. Hún brosti þegar hún fann að hann var algerlega á hennar valdi. Sigur- vissan gerði hana örugga og djarfa. — Það getur verið hættulegt að reyna að kynnast leyndasta eðli kon- unnar, sagði hún. Návist hennar lagðist á hann eins og martröð, fannst honum. Það var engu líkara en íyndi hann snöru brugðið um háls sér. Hvað var það eiginlega, sem léði henni slíkt vald yfir honum, spurði hann sjálfan sig. Hún vafði örmunum um háls hon- um og dró hann að sér. Þrýsti sér að honum, mjúklega, en um leið svo ákveðið að hann átti sér ekki undan- komu auðið. Það var eins og hún drægi úr honum allan mátt. Sigurinn var unninn. Nú vissi hún að hún mundi halda öllum sínum völd- um yfir honum og mega njóta hans eins og ástriða krafðist. — Ég heiti því að tala við Einar, strax þegar hentugt tækifæri býðst, hvíslaði hún og hélt báðum höndum um vanga hans. Þú verður einungis að hafa nokkra biðlund og treysta mér skilyrðislaust. Ég bið þig, vinur minn, ástar okkar vegna .... Hann gafst upp skilyrðislaust, kyssti hana viti sínu fjær á andlit, háls og brjóst .... EVU þótti sem gangarnir i sjúkra- húsinu hefðu aldrei verið eins óum- ræðilega langir og í nótt. Þegar hún þurfti að skreppa á milli deildanna, var eins og hún ætti endalausa ferð fyrir höndum og þó flýtti hún sér sem mest hún mátti. Hún var svo ó- umræðilega þreytt, döpur og mátt- vana. Að næturlagi var allt svo ólíkt því, sem var á daginn. Sjúklingarnir leit- uðu til hennar í skilyrðislausum trún- aði, rétt eins og þeir byggjust við að hún gæti linað allar þeirra þrautir og leyst öll þeirra vandamál. Þeir urðu alltaf rólegri á eftir, þegar hún hafði setið við rekkju þeirra um stund og hlýtt á raunasögu þeirra. Eins og venjulega voru fyrstu klukkustundirnar erfiðastar. Það kom sér vel fyrir Evu hve Elsa, hjúkrun- arneminn, var kjarkmikil og fljót að átta sig á hlutunum. Og nú fór að færast nokkur ró yfir báðar deildirn- ar. Eva gekk fram i eldhúsið og skenkti sér kaffitár. Kveikti sér síðan í sígarettu. Nú fyrst fann hún hve þreytt hún I rauninni var. Kaffið hressti hana. Og eins og jafnan þegar hún var ein, sóttu að henni þau vandamál, sem hún hafði brotið heilann um að undanförnu og breytti þá engu þótt hún hefði á- kveðið að láta þau ekki valda sér frekari áhyggjum. Þannig var það með þetta sem henni og Einari hafði farið á milli — hún hafði ásett sér að gleyma því, en engu að síður mundi hver taug í líkama hennar atlot hans. Hvað eftir annað endurlifði hún allt það sem gerzt hafði, þar sem þau lágu í mjúlcu grasinu. Gagnvart Einari reyndi hún að láta sem ekkert hefði gerzt. En hún gat ekki hjá því komizt að finna það sjálf hversu þögul og spennt hún varð í návist hans, og ekki gat hún mætt augnatilliti hans eins djarfmannlega og áður. Hún komst ekki heldur hjá því að veita athygli þeirri breytingu, sem orðin var á viðmóti hans. Hann var sneggri á lagið, þegar hann þurfti að tala við hana í sambandi við starfið; heima fyrir var hann annað hvort þögulli og eins og utan við sig, eða hann gerði sér upp kæti, sem honum var ekki eiginleg. Þau forðuðust hvort annað. Hinni glöðu vinátt.u þeirra var lokið. Áður hafði hún iðulega farið með honum í sjúkravitjanir. Hún hafði haft mikla ánægju af því, sjúklingarnir fögnuðu alltaf komu hans af svo mikilli einlægni. Þannig var það lika á stofugangi. Það var mikill munur á viðtökunum sem hann fékk hjá sjúklingunum og þeim viðtökum, sem Ström yfirlæknir hlaut. Það minnti fyrst og fremst á liðskönnun herfor- ingja. Nú var henni það þvingun að taka þátt í stofugangi með Einari — ekki eingöngu fyrir það hve gagn- kvæm umgengni þeirra var orðin ó- eðiileg og erfið, heldur tók hana sárt að sjá hvílíka áreynslu það kostaði hann nú orðið að vera glaður í bragði við sjúklingana. Hann var þreyttur; það var sem á honum hvíldi eitthvert óhugnanlegt farg. Hún vissi að hann þjáðist af samvizkubiti gagnvart Lilian. Hann var ekki þannig gerður að slíkt fengi ekki á hann. Hún var því fegnust að sleppa við að aðstoða hann í skurðarstofunni. Það hefði verið henni óbærilegt að þurfa að vera honum svo nálæg. 1 nótt hafði hann næturvörzlu, en hún hafði verið svo heppin að þurfa ekki á aðstoð hans að halda. Og hún vonaði að til þess kæmi ekki. Einmitt þegar hún var að renna kaffinu iseinni bollann kom Elsa inn i eldhúsið, og leyndi sér ekki að henni var mikið niðri fyrir. — Þú verður að koma tafarlaust upp í skoðunarstofuna, Eva. Berg læknir er að athuga konu af fæðing- ardeildinni. Eva spratt þegar á fætur. — Ég vona að allt verði með kyrr- um kjörum hér á meðan, sagði hún. En hvers vegna er ég kölluð, þar sem ég verð að sinna sjúklingum í tveim deildum? Það er fjölmennara starfs- liö í hjúkrunardeildinni, hélt ég. — Systir Ástriður er Einari lækni til aðstoðar. En hann bað mig samt um að segja þér að koma. •— Þetta hlýtur þá að vera eitthvað alvarlegt, varð Evu að orði. Henni varð litið á armbandsúrið; enn voru tveir tímar þangað til dagvarzlan hófst og Þangað til varð einn hjúkr- unarnemi að annast allt í tveim deild- um. Ef um skurðaðgerð skyldi nú vera að ræða? Og svo hlaut að vera, fyrst Berg læknir hafði falið Einari sjúklinginn í hendur. Var skurðað- gerð í rauninni framkvæmanleg eins og á stóð —• að næturþeli, og án þess hjúkrunarkonan, sem aðstoðaði við uppskurðina, væri viðstödd .... án þess venjulegur undirbúningur hefði farið fram? E’inar var önnum kafinn við athug- un sína á sjúklingnum þegar Eva kom inn. Berg læknir beið úrskurðar hans, og það leyndi sér ekki hve honum var órótt. Ástriður horfði á þá til skiptis, spyrjandi og ráðþrota. Konan stundi sáran og náfölt andlit liennar sann- íærði Evu um að alvara væri á ferðum. ATHUGUNINNI var lokið. Einar dró gúmhanzkana á hendur sér. Hann hristi höfuðið. Berg læknir las á- kvörðunina úr svip hans og hnykkti við. — Þú heldur að tangirnar dugi ekki? — Nei, svaraði Einar. Fóstrið ligg- ur þannig að það gæti þá hæglega orðið fyrir alvarlegum meiðslum, auk þess sem sýkingarhættan er þá yfir- vofandi. Að þvi er ég fæ bezt séð, er keisaraskurður óhjákvæmilegur, en þá verðum við lika að hafa hraðann á; aðgerðin þolir ekki neina bið. Berg læknir kinkaði kolli. — Þetta óttaðist ég. Auk þess er hún þrjátíu og átta ára og þetta er fyrsta fæðingin. Viltu framkvæma aðgerðina, spurði hann Einar. — Já. Hafið allt undirbúið á svip- stundu, systir Ástríður. Við verðum að gera aðgerðina hér inni. Það er ekki unnt að hreyfa sjúklinginn neitt. Hjúkrunarkonan neri'ráðþrota sam- an höndum og starði á þá til skiptis. — En sótthreinsunin tekur að minnsta kosti klukkutíma .... og ég get ekki aðstoðað við aðgerðina, læknir .... ég er þvi allsendis óvön. Framhald á bls. 39. TIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.